2006-11-17
The Dude...
Komið að því... nú þarf maður enn og aftur að sýna hæfileika sína í hinni alamerísku íþrótt keilu. Vinnan er á leiðinni í keilu og það eina sem getur komið í veg fyrir sigur minn er að þetta er liðakeppni og þú ræður ekki með hverjum þú ert í liði. Það er líka þannig að þegar vinnustaðir fara í svona geim þá er oft haft söl við hönd og maður getur ekki treyst því að allir í liðinu verði allsgáðir en ég vona svo sannanlega að enginn í mínu liði verði DFS því ég ætla mér sigur.
Ég var svo að huxa í gærkvöldi (sem gerist nú ekki oft) hvaða bíómyndir kæmu upp í hugann þegar keila er annars vegar. Fyrst verð ég að nefna hið stórbrotna meistaraverk 'The Big Lebowski' - þessi mynd er bara snilld... Önnur mynd sem mér datt í hug var 'King Pin' - ekki kannski meistaraverk en hægt að brosa að henni. Báðar þessar myndir gera m.a. gott grín að steríótýpunum sem tengdar eru við keilu og í þeim eru margar ógleymanlegar persónur.
Í kjölfarið á því að hafa í hálfum hljóðum hlegið með sjálfum mér að ákveðnum persónum í þessum myndum, ákvað ég að taka eitt týpuskegg í tilefni dagsins... það á eftir að fleyta mér langt í þessari keppni sem framundan er.
Ákvað í þessu að fletta upp 'Bowling movie' á Google - kom mér á óvart að það eru nú ekki svo margar myndir sem þessu sporti tengjast... og annað sem kom mér á óvart að efst á blaði voru þessar tvær myndir... ég huxa eins og Goggle!!! Er það vont eða slæmt??
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.