2008-06-30
Tommur og sentimetrar...
Ég er búinn að vera að bisast við að hrófla upp litlu pallskrípi við húsið. Þessi smíðavinna hefur tekið miklu meiri tíma og orku en ég bjóst við. Það sem fer mest í taugarnar á mér er hversu undið og snúið, sprungið og hvistað, beyglað og bogið þetta helv... timbur er sem byggingavöruverslunin selur mér á uppsprnegdu verði. Það er ekki nokkur leið að hafa þetta helv... í lóð og maður þarf að sveigja og beygja hverja einustu helv... spítu. Pallurinn er þó kominn upp með skjólveggjum og blómakössum og nýtur fjölskyldan blíðunnar á honum á meðan ég kúldrast þetta í innivinnunni minni. Ég er þó ekki búinn því ég á eftir að smíða og setja upp forláta hlið auk þess sem ég tók þá yfirveguðu ákvörðun að smíða í kringum ruslatunnurnar mínar í leiðinni. Það verður eitthvert ævintýri.
Hvað er svo með þetta tommu-tal? Afhverju þráast menn og þá aðallega þeir sem eru sérfræðingar, við að tala um 2" / 4" o.s.frv.? Afhverju nota menn ekki sentimetra? Þó að menn slái um sig með tommumælingum í þykkt og breydd þá tala þeir aldrei um svo og svo mörg fet í lengdunum... nei... þá á að nota metra eða helst sentimetra. Maður kaupir ekki 2vær rúmlega 9íu feta 2" / 4" spítur... nei þú kaupir 2vær 2" / 4" 390 sentimetra spítur. Afhverju má ekki biðja um 4,5 x 9,5 og 390 á lengd? Í ofanálag held ég meira að segja að 2" séu nær 5 sentimetrum en 4,5 þó að spíturnar séu það... þetta er svo gargandi vitlaust.
Þ.
Athugasemdir
vell offkors
1200 á parkinglottinu hjá Sjélekt
Þ.
Þórir Steinþórsson, 9.7.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.