Nú er það svart, allt orðið hvítt...

Ég hélt að þetta gerðist bara í gamladaga. 20-30 cm snór yfir öllu eftir eina nótt og ég á sumardekkjum. Snillingurinn ég ákvað að hafa ekki tíma til að skipta á naglana fyrr en á síðustu stundu. Eins og ég var ánægður með mig í fyrra þegar ég mætti bara fyrsta leyfilega daginn og lét skipta og hlóg að þeim sem dröttuðust ekki til að skipta fyrr en það var komin margra klukkustunda röð fyrir utan verkstæðin... núna var ég í röðinni!

Ég var svo pikkfastur heima hjá mér í gær að dagurinn fór bara í að moka innkeyrsluna, byggja snjóhús og rúlla upp snjókarli með krökkunum (sem er rosalega gaman). Mig minnir að það hafi verið meiri snjór þegar ég var lítill, bæði finnst mér eins og hann hafi verið oftar og meiri/dýpri. Þegar ég horfði svo á son minn reyna að hlaupa um í snjógallanum, vaðandi skaflana upp í mitti þá áttaði ég mig á því að sennilega var ég bara styttri í gamla daga. Þetta er eins og með rokið, þegar maður var yngri þá var ekki svona mikið rok alltaf, en það er sennilega vegna þess að maður var svo lítill að vindhraðinn náði ekki almennilega til manns eins og ágætur veðurfræðingsspekúlant hefur bent á.

Allaveganna, ég er kominn á naglana og við það hefur sjálfstraustið í umferðinni aukist margfalt. Lenti nefnilega í því fyrst í morgun að festa mig á hringtorgi og þurfa að fá 'púss' frá vinveittum en samt óþolinmóðum og síbölvandi vegfarendum. Ég veit alveg hvernig þeim leið og ég veit alveg hvernig þeir huxuðu mér þeygjandi þörfina.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband