Það er búið að vera mikið að gera í golfinu.
Karlinn var með í meistaramótinu (sun-mán-þri) og spilaði eins og engill... fyrsta daginn... 84 högg sem er ansi frábær árangur m.v. forgjöf 26. Enda kom í ljós að karlinn leiddi 5ta flokk eftir fyrsta daginn og reyndar var þetta besti hringurinn í flokknum allt mótið. Ég endaði reyndar í 6tta sæti sem skýrist af því að ég spilaði eins og fífl dag númer 2vö og ekkert sérstaklega vel dag númer 3. Ég verð að taka það fram að 5ti flokkur hjá Keili spilar á homma-teigum en það styttir völlinn töluvert en á móti lækkar vallarforgjöfin og þrátt fyrir það náði ég 40 pkt þennan fyrsta dag... sem ég lifi enn á.
Miðvikudagurinn fór í að klára hliðið við nýja pallinn.
Fimmtudagur var 500kg hollið mætt á Kiðjaberg. 22 stiga hiti en töluvert rok. Eintómir snillingar í þessu holli. Mönnum gekk misvel en miðað við forgjöf þá var þetta ansi þéttur pakki og réðust úrslit á fleiri pkt skoruðum á seinni 9íu. Fjöldi pkt er ekki gefinn upp en ég var kominn með 1/3 af mínum heildar pkt eftir 3jár holur... semsagt byrjaði eins og engill en datt svo í ruglið sem ég náði ekki almennilega að rífa mig uppúr.
Þennan sama fimmtudag var risa-knattspyrnumót Símans sett í Kópavogi þ.s. dóttirin sýndi knatttækni alla helgina. Ákveðið var á síðustu stundu og bara af því að eitthvert lið dró sig úr keppni að senda 7unda flokk kvenna á þetta mót. Hreint út sagt frábært mót og úrslitin skemmdu ekki fyrir. Stelpurnar unnu alla 3já leiki sína á föstudeginum, spiluðu svo við Grindavík og töpuðu 3-2 í hörkuleik þ.s. Haukastelpurnar fengu á sig klaufalegt sjálfsmark sem réði úrslitum. Annað sætið í riðlinum tryggði þáttökurétt í topp fjórum og skvísurnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu FH í leik sem réði því hvort spilað yrði um 1rsta eða 3ja sæti. Úrslitaleikurinn var svo við Grindavík... aftur. Nú mættu mínar ákveðnar til leiks og ljóst að það átti ekkert að gefa eftir. Leikurinn var harður og hraður og óhuggulega spennandi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þ.s. bæði lið áttu góð færi en skildu markalaus. Seinni hálfleikur þróaðist í meiri varnarvinnu hjá Haukastelpunum sem samt fengu sín færi en náðu að bjarga nokkrum sinnum á línu og halda hreinu. Í fyrsta sinn í sögu 7unda flokks var gripið til framlengingar. Framlengingin var markalaus og því var ákveðið að bæði lið fengu gullpeninga og bikar. Mótshaldarar fá hrós fyrir það að eiga nóg af verðlaunum.
Þ.
Athugasemdir
hehe
mér er sama hvernig þið skiptið þessum 400kg á milli ykkar
Þ.
Þórir Steinþórsson, 14.7.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.