Helgi Sig...

Nú líður að því... enn ein helgin framundan. Hvað ætti maður að taka sér fyrir hendur?

  • Skella sér í Ikea kannski? Nei - ætli það - mikið rosalega er það fráhrindandi hugmynd
  • Skella sér í Smáralindina? Nei - sjitt - var settur í það um síðustu helgi og vonandi ekki aftur á þessu ári
  • Skella sér í Blómaval? Nei - vonandi dettur konunni það ekki í hug þessa helgina
  • Skella sér í bíó? Tja - jú það gæti verið gaman - er einmitt að detta á Borat núna á eftir (ath. eftir kl 1700 byrjar helgin á mínu heimili)
  • Skella sér á háaloftið og finna jólaseríurnar - Tja - mér dytti það ekki í hug sjálfum en af því að það er búið að nefna það heima hjá mér þá finnst mér það líklegt
  • Skella sér í að þrífa fiskabúrið? Tja - það er nú kominn tími á það... sjáum til
  • Skella sér í breytingar á húsnæðinu? Tja - þarf að gera það fljótlega - betra núna en 23 des kannski...
  • Skella sér í sund? Nei ég er nú ekki það klikkaður og á sýniþörfinni --- sjitt --- það er sundtími hjá stráknum í íþróttaskólanum --- verð að breyta svarinu í já

Allaveganna - uppi eru hugmyndir og svo er bara að velja úr... mest langar mig að vera heima hjá mér uppí sófa alla helgina en mér finnst afar ólíklegt að af því geti orðið þó að það sé stórleikur í enska á sunnudaginn

Þ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband