2006-11-27
Hæ fæv....
Eru þið ekki að kynda mig... Ég hef ekki hlegið svona rosalega síðan ég man ekki hvenær og já gleraugun fóru nokkrum sinnum af því það þurfti að þurrka tárin og já það þurfti að nudda kjálkana og já ég datt í gólfið... BORAT er ástæðan... þessi mynd er ekkert eðlilega hlægileg. Ég er sammála þeim sem sagði mér að það ætti að fangelsa þá sem ekki fara á þessa mynd.
Það endaði semsagt með því að fara í Smáralind um helgina en bara til að fara í bíó... og reyndar skutlaðist ég í Hagkaup á meðan ég beið eftir sýningunni. Ég er að segja það... ef maður hefði haft allt þetta úrval af dóti þegar maður var krakki þá væri maður á hæli... það er ekki nema von að krakkarnir viti ekki hvað þeir vilja eða haldast í leik í meira en 17 mínútur, það er svo mikið í boði. Svo er erfiðara að vera pabbi núna en það var fyrir 20 árum... einmitt af því að það er til svo mikið af dóti sem maður hefði fílað þegar maður var lítill og mann langar í allt... fyrir barnið/börnin auðvitað... eða þannig.
Svo var nú tekinn smá sófi og já ég náði megninu af leik helgarinnar... sem er gott.
Annað sem búið er að gera og það er að koma fiskunum í búrið aftur og búrið er hreint!! jibbí... en ég er nú hræddur um að þeir séu eitthvað lasnir... kemur í ljós hvað þeir tolla, þeir eru vanir að koma til baka - sterkari en nokkru sinni.
Svo var farið í seríumálin. Seríurnar sóttar upp á loft. Öllum stungið í samband. 25% virkuðu alls ekki, 25% virkuðu hálfpartinn en um 50% virtist í lagi. Ég er ekki mikið fyrir að reyna að finna út hvaða pera er ónýt til að geta endurnýtt seríurnar en ef ég á perur þá reyni ég í smá stund. Það versta við þetta eru svona tískuseríur... seríur sem eru rosa flottar og öðruvísi en aðrar, kannski með fígúrum. Málið með þessar seríur er (fyrir utan að þær kosta miklu meira en venjulegar) að það er ekki hægt að skipta um perur... þetta eru kannski einu seríurnar sem maður gæti hugsað sér að eyða tíma og vinnu í að skipta um perur í - en þá tekur maður eftir því að inn í kassanum stendur 'the lamps are not replaceble' - hvað er málið með það? Verð semsagt að fjárfesta í einhverjum ljósum fyrir þessi hjól.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.