Jólaföndur og ný frænka...

Í gær var heljarinnarhúllumhæ í skólanum hennar YR. Spírurnar í foreldratengiliðaklúbbnum voru með jólaföndur fyrir alla nemendur í 1. bekk eða alls um 50 nemendur og ég held að það hafi vantað tvo vegna veikinda. Mæting hefur aldrei verið svona góð í eitt eða neitt í þessum skóla frá því að ég fór að fylgjast með. Foreldrar mættu vel, þó að sumir væru eðlilega einir þá var samt áberandi hversu mörg pör voru á staðnum. Það hafa örugglega verið hátt í 120 manns allt í allt.

Það sem er vont við góða mætingu, sérstaklega eftir nokkrar dræmar, er plássleysi og það að þeir sem eru að undirbúa og kaupa inn hráefni gera ekki ráð fyrir fjöldanum. Föndurefnið var því fljótt af skornum skammti. Allir fengu þó að föndra og ég held að allir hafi verið rokna ánægðir með þetta. Krakkarnir sátu við og máluðu og máluðu og átu smákökur og drukku mis-óholla drykki (sem er önnur umræða). Eftir föndur var kominn galsi í liðið og eins og verða vill fór skríllinn í alls konar hasarleiki og foreldrarnir réðu ekki við neitt. Krakkarnir voru komnir út um allan skóla (höfðum afnot af einni stofu) og mátti sjá einstaka foreldri hlaupandi um á eftir sílunum til að reyna að róa liðið. Hasarinn endaði með því að hringja þurfti á sjúkrabíl þ.s. einn guttinn var búinn að fljúga 3 á hausinn og að mér skilst endað með gat og heilahristing. Munið þið hvernig það var að vera 6 ára? Vonandi var þetta ekki alvarlegt og vonandi fáum við foreldrarnir að vera með fleiri svona kvöld í vetur.

Ánægjulegar fréttir. Þráinn litli frændi og spússa hans hún Berglind, eignuðust stúlkubarn í gærmorgun. Óska ég þeim alls hins besta og vonandi heilsast öllum vel. Frændi lofaði mér að hann skildi senda sms þegar eitthvað gerðist en ekkert hefur orðið af því og fékk ég fréttirnar í gegnum krókaleiðir. Það er eins gott fyrir hann að bjalla á mig þegar hann hefur tíma næst... annars bið ég hann aldrei aftur að hjálpa mér að mála eða flytja!!!

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband