Matarboð eru æðisleg...

Mikið rosalega er gaman að borða góðan mat og ef maður getur gert það í góðra vina hópi þá fullkomnar það ánægjuna.

Í síðustu viku héldum við í vinnunni hið árlega lokaða golfmót sem ávallt endar í grilli. Þetta árið hrúguðum við öllu liðinu heim til mín og það var hreint út sagt frábært. Ég ætla ekkert að tala um úrslit mótsins að svo stöddu en maturinn var æðislegur og félagsskapurinn frábær. Venjan er að direktörinn standi við grillið því hann spilar ekki golf og ekki var brugðið út af venjunni. Á boðstólnum voru svína- og lambasteikur, bakaðar kartöflur, 3rennslags sósur, ferskt salat og grillað grænmeti. Þessu var svo skolað niður með viðeigandi veigum. Eplakaka í eftirmat... nú fer ég að verða svangur.

Í gær var okkur svo boðið í mat til P og G. S var á landinu og þurfti auðvitað að reyna að ná hittingi. Það er allt með það sama þegar maður hittir þennan hóp, það er rosalega gaman og enginn skilur afhverju hittingarnir eru ekki fleiri og tíðari. P stóð í eldhúsinu að sinni alkunnu snilld og ég verð að segja að mér leist ekki á blikuna þegar ég sá hann britja bananana yfir kjúklingabringurnar og klikkaði út með því að hella þeyttum rjóma yfir allt saman. Matseðillinn saman stóð af forrétti - léttgrillaðar hráskinkurúllur með osti og melónu, aðalrétti - fyrrgreindur kjúklingaréttur með banana og karrýrjóma, eftirréttur - kaffi, konfekt og koníak. Auðvitað öllu skolað niður með viðeigandi veigum. Ásamt gestgjöfunum P og G og okkur voru Þ og S, S, og M... sem kom reyndar bara í konnan því hann er að búa til kjallara í húsinu sínu... nú þarf ég að athuga hvort ekki sé eitthvað bitastætt í ísskápnum...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband