Skil ekki alveg þetta fésbúkk...

Það eru allir með facebook síður. Hvað er með það? Ég skil þetta ekki alveg... eða sko... ég loggaði mig inn á facebook fyrir nokkrum misserum sjálfsagt í þeim tilgangi að sjá einhverja síðu eða svara einhverju kommenti frá einhverjum sem sendi mér póst þess efnis að hann vildi vera vinur minn. Í fyrsta lagi hélt ég að við værum vinir hvort sem það væri skráð á alheimsnetinu eða ekki... en allveganna nú er það dokkjúmenterað. Við hljótum að vera ánægðir með það!?!
Facebook er í mínum huga enn sem komið er bara staður til að drepa tímann og nóg er það sem fer í það að vafra þar um. Jú það er gaman að sjá framan í gamla kunningja og vini sem maður hefur ekki hitt, séð eða heyrt í í áraraðir en svo er fídusinn búinn. Ég kann allaveganna ekki að gera neitt annað markvert. Það er líka hægt að taka þátt í alls konar leikjum, spurningakeppnum og könnunum og metast við vini sína hver fær hærra skor eða hversu líkan kvikmyndasmekk menn hafa.

Ég sakna þess að geta ekki lesið bloggfærslur frá vinum mínum sem dottnir eru í facebook.

Annars er allt við það sama. Spiderman vill bara vera í fríi. Við vorum í bústað um helgina og hann var ekki á því að vera bara 2vær nætur... 10 er algert lágmark! Hann er ekki eðlilegur nautnaseggur. Hugmyndir hans um alls konar partý poppa upp á hverju kvöldi:
'Hey! ég er með hugmynd. Eigum við að hafa snakk-partý?'
'Hey! ég er með hugmynd. Eigum við að hafa ísa-partý?'
'Hey! ég er með hugmynd. Eigum við að hafa popp-partý?'
'Hey! ég er með hugmynd. Er ekki laugardagur?'
'Hey! ég er með hugmynd. Eigum við að horfa á mynd?'
Þetta er svona það helsta sem vellur uppúr honum... Hvernig verður þetta á seinni árum?
Skvísan er að verða svo mikil skvísa að foreldrarnir eru einumof halló. Hún fór með mömmu sinni á MammaMía myndina um daginn og þegar sú gamla fór að syngja með lögunum horfði sú litla (ekki svo litla) á móður sína og tilkynnti henni að svona gerði maður ekki í bíó, það væri enginn að syngja nema hún! Þvílík skömm og hneysa (hvernig skrifar maður hney/isa?).

Þ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband