2008-10-13
Fréttalausa helgin.
Rosalega líður mér miklu betur í dag en fyrir helgi. Ástæðan er einföld og hún felst ekki í því að einhver stjórnmálaspekingurinn eða fjármálagúruinn hafi komið með bestu lausnina á 'Ástandinu' - nei, við hjónin fórum með krakkana okkar í bústað um helgina. Já við splæstum í bústaðaferð í kreppunni (fengum reyndar bústaðinn leigðan á viðunandi verði) og við kveiktum ekki á útvarpi eða sjónvarpi nema til að horfa á barnatímann með börnunum. Fréttalaus helgi... og Ísland á sínum stað þegar við komum til baka seint í gærkvöld (haaa?). Fjölskyldan slapp því við allt raus um þjóðargjaldþrot, heimsstyrjöld við tjallana og lánalínur til Rússlands.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.