2008-10-15
Lenti í svona 'asnalegu'...
Þurfti að bruna í útréttingar, ég þurfti m.a. að láta skipta um perur í bílnum mínum. Af því að nýir bílar eru smíðaðir með þeim eiginleikum að enginn kemst að neinu sem reglulega þarf að skipta um nema japanskir bifvélavirkjar eða starfsmenn Toyota, þá varð ég að fara á verkstæði Toyota (smurningsstöðvargæjarnir sem ég díla alltaf við áttu ekki séns).
Ekki í frásögufærandi nema ég hitti á mann sem ég þekkti ágætlega þegar við vorum 10-13 ára. Reyndar höfum við ekki sést né talast í þau rúm 20 ár sem liðin eru síðan þá. Við tókum spjall... svona kurteisis (er það með 'y'? afhverju eða afhverju ekki?) spjall. 'Hvað ert þú að gera?' - 'Já, vinnur í banka?' - 'Banking Invest, já' - 'Ekkert að gera?' - æ þið vitið og allt það sem fylgir umræðum síðustu 2ja til 3ja vikna. En svo lenti ég í því. Við vorum nefnilega líka að tala um eitt og annað og ég datt út í samræðunum og var eitthvað að láta hugann reika... svo kom að því að ég átti að svara einhverju og mér fannst ég þurfa að svara 'já, einmitt'... hann horfði eitthvað skringilega á mig og ég fór að huxa hvort ég hefði átt að svara öðruvísi en á meðan ég huxaði það sagði hann eitthvað meira og það eina sem mér datt í hug að segja var 'einmitt'.
Ég hef ekki hugmynd um hvað við vorum að tala um. Mig grunar að svörin hafi ekki verið í samræmi við umræðuna. Afhverju sagði ég bara ekki 'fyrirgefðu, en ég náði því ekki alveg um hvað þú varst að tala...' ???
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.