2008-11-13
Á erfiðum tímum þarf styrka stjórn!
Aðalfundur foreldrafélags Hraunvallaskóla var haldinn í gærkvöldi. Í skólanum eru um 750 börn en einungis rúmlega 40 foreldrar... bíddu... þetta er eitthvað skrítið... jæja allaveganna mættu um 40 foreldrar á aðalfund foreldrafélagsins og þar af 6 meðlimir stjórnarinnar og 6 meðlimir stjórnar foreldrafélags leikskólans.
ER FÓLKI ALVEG SAMA UM STARFSVETTVANG BARNANNA SINNA?
Úr götunni minni voru þó allaveganna 7 fulltrúar - ansi góður árangur það m.v. framangreint (750 börn/40 foreldrar).
En að fyrirsögninni. Konan mín er í stjórn foreldrafélagsins og fyrir einhvern óskiljanlegan misskilning sem varð til í gríni, tók ég þá yfirveguðu ákvörðun að skipta við hana þ.a. við skiptum með okkur stjórnarsetunni, eitt ár hvort. Ekki nóg með það heldur ákvað ég líka í einhverju brjálæðiskasti að það væri rosalega góð hugmynd að ég yrði formaður...
Ég er semsagt nýr formaður foreldrafélags Hraunvallaskóla. Ég réttlæti það fyrir sjálfum mér með því að tyggja á því að á erfiðum tímum þurfi sterka stjórn.
HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ?
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.