Ég skil þetta ekki. Ég er alltaf þreyttur. Sérstaklega síðustu daga. Held mér varla vakandi og er dofinn í útlimunum, hausinn að klofna og eyrun suða.
Einu sinni fyrir mörgum árum lenti ég í þessu og svaf sleitulaust í 17 klukkutíma. Konan sendi mig til læknis sem rukkaði mig fullt gjald eftir að hafa sjúkdómsgreint mig með 'síþreytu'!!
Kommon ég vissi það alveg...
Er það sjúkdómur? Síþreyta? Er hægt að fá eitthvað við því? Annað en kaffi?
Athugasemdir
blessaður! Já, það er sko hægt að þjást af síþreytu. Þú gætir líka verið þunglyndur. Láttu tékka á þér, drengur! Reyndar er ég alltaf syfjaður og þreyttur þessa dagana en þú veist nú af hverju það er.
Baráttukveðjur,
Helgi Snær
Helgi Snær (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:13
ég er bara svo þreyttur á fáránlegum sjúkdómsgreiningum eins og 'síþreyta'
annars eru mín vandamál smávægileg... gangi þér og þínum hið allra besta Helgi minn
Þ.
Þórir Steinþórsson, 4.12.2008 kl. 14:32
þakka ykkur hugulsemina
ég er nú 'bara' þreyttur en ég skrifa það á myrkur, árstíma, kvöldvökur og þess háttar hluti frekar en óeðlilegar geðsveiflur
í guðs (eða æðri máttarvalda) bænum ekki hafa áhyggjur af mér
Þ.
Þórir Steinþórsson, 5.12.2008 kl. 10:32
Já, þú segir nokkuð Tommi. Fátt hefur virkað eins vel í listum og kreppa, hvort heldur andleg eða efnahagsleg. Vildi bara að maður hefði einhvern tíma í það. Skelli mér í síþreytulist við fyrsta tækifæri. Svo er það oft þannig að maður er alltaf þreyttur af því maður sefur ekki nóg Amk hefur verið sýnt fram á skelfilegustu afleiðingar þess að sofa ekki nóg, held t.d. að útrásarvíkingarnir hafi verið alveg ósofnir þegar þeir settu landið á hausinn.
kv. hs
helgi snær (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.