Hvað er merkilegt við Stúf?

Afhverju er Stúfur svona vinsæll meðal margra? Hann er minnstur... ekkert annað. Er það ávísun á að vera mesta 'krúttið'? Hvað er málið? Það eru minnstar líkur á að hann skili einhverju í skóinn því hann er minnstur. Hann getur ekki haldið á jafnmiklu og bræður hans, það er ekki líklegt að hann komist í gluggana sem eru á efstu hæðum fjölbýlishúsa hvað þá nái upp í allar gluggakisturnar. En þrátt fyrir þetta er hann ótrúlega vinsæll (það hefur reyndar bara einn tekið þátt í könnuninni minni hér til hliðar og sá/sú kaus ekki Stúf sem kom mér svolítið á óvart).

Skvísan heldur mest upp á Stúf... allaveganna síðast þegar hún var spurð. Það er erfiðara að fá Spiderman til að ákveða sig, það er yfirleitt alltaf sá jóli sem er á leiðinni hverju sinni. Í fyrra var það reyndar Skyrjarmur sem var í miklu uppáhaldi hjá honum því hann sjálfur veit varla betri mat en vanilluskyr. Skyrjarmur heitir reyndar Skyrgarmur hjá honum núna og það er rakið til þess að í leikskólanum heitir hann líklega Skyrgámur en sá gamli kallar hann yfirleitt Skyrjarm.

En aftur að Stúf. Stúfur skildi eftir sig bréf enda varð hann að þakka fyrir glæsilega teikningu sem hann fékk frá skvísunni. Spiderman var ekki alveg að fatta þetta með skilaboðin... hvað var jóli að senda honum skilaboð? En allaveganna hann skildi eftir skemmtilega gjöf og það er fyrir mestu þessa dagana.

Þ.

Stúfur hét sá þriðji,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.

höf. Jóhannes úr Kötlum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband