2008-12-16
erfitt að segja nei...
Það getur verið erfitt að segja nei við Spiderman. Hann hefur verið að biðja um að fá að fara með dótið sem hann fær í skóinn og/eða sokkinn (útskýrt síðar) í skólann. Í gær tókst gamla manninum að fá hann til að skila sér dótinu í leikskólanum eftir að hafa farið og sýnt öllum vinum sínum forláta bíl. Í dag var það ekki séns. Það kom í ljós að það eru fleiri foreldrar sem eiga við þetta vandamál að stríða og þó að það sé lagt blátt bann við því að koma með dót í skólann nema á þartilgerðum dótadögum, eru vinirnir að koma með nýju bílana sína og monta sig. Sá gamli tók þá upp á því að kenna Spiderman að smygla. 'Settu bílinn bara í vasann og geymdu hann þar svo enginn sjái' - meiriháttar uppeldisaðferð...
Það var mikill spenningur í skvísunni í morgun. Í dag átti að fara í bæjarferð með nesti. Venjulega er ávaxtastund í skólanum enda nestistíminn rétt fyrir mat, einhverra hluta vegna. Í dag mátti koma með djús og samloku og sú stutta (sem er ekki stutt) var alveg með á hreinu hvað átti að vera á samlokunni. 'Skinka, gúrka, kál og sinnep' - SINNEP? Hún vill yfirleitt ekki sinnep... rétt nýfarin að borða það á pullurnar... eina skiptið sem ég set sinnep á brauð er þegar ég á malakoff...
Jólasokkurinn útskýring - okkur hjónum fannst frábær hugmynd að auk dagatals ættu krakkarnir okkar að eiga jólasokka. Þeir eru merktir frá 1 uppí 24 og við setjum eitthvað smáræði í sokkinn. Reyndar fer þetta að vera neyðarlegt gagnvart jóla því oft er Spiderman hrifnari af sokkagjöfinni en skógjöfinni (hmmm). Þurfum eitthvað að fara að skoða það.
Þ.
Sá fimmti, Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
- Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.
Þau ruku' upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' hann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.
höf. Jóhannes úr Kötlum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.