2008-12-19
sælla að gefa en þiggja...
Spiderman er svo kátur þessa dagana. Reyndar held ég að hann sé að verða ónæmur fyrir þessu með skóinn og sokkinn. Alls ekki vanþakklátur en svona... smá spenningur eldsnemma en svo er það búið og hægt að halda áfram með daginn. Í dag færði hann leikskólakennurunum sínum konfekt í körfu af því að í dag er dagurinn sem hann hefur beðið eftir í langan tíma. Síðasti dagurinn fyrir jólafrí. Rosalega var hann kátur og hann bræddi kerlingarnar alveg:
'gjössóvel, nammi með kaffinu og gleðileg jól'
Skvísan var svolítið erfið. Jólaball í morgun í skólanum og það var ekki alveg á tæru í hverju hún átti að vera. Hún er átta ára. Vá hvað þetta verður skrautlegra og skrautlegra með hverju árinu sem líður.
Þ.
Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o'n af sánum
með hnefanum braut.
Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
unz stóð hann á blístri
og stundi og hrein.
höf. Jóhannes úr Kötlum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.