Maður gerir bara of lítið af þessu...

Á föstudaginn sótti ég Spiderman - tilbúinn í jólafríið, ekki að spyrja að því. Það var svo gott veður að við feðgarnir ákváðum að drífa okkur út í garð, fara í snjókast. Spiderman vill ekki búa til snjókarla eða snjóhús, hann vill bara fara í snóstríð eins og snjókast nútímans heitir. Við klæddum okkur því upp og fórum út í garð og kaffærðum hvorn annan í snjó. Ekki leið á löng þar til vinirnir úr næstu húsum bættust í hópinn og átti ég í fullu fangi við að berjast við þá alla. Gleðin og ánægjan sem skein úr andlitunum var ósvikin. Afhverju er maður ekki alltaf útí snjóstríði?

Skvísan er hins vegar að verða unglingur. Hún fór í Kringluna með vinkonu sinni og skemmti sér vel með 1/3 þjóðarinnar. Vil samt taka það fram að hún var í fylgd með fullorðnum, ekki alveg komin með aldur í að vera sleppt einni...
Vinkonan fékk svo að gista og þær skemmtu sér vel við að reyna að vinna karlinn í Yatsy-i.

Spiderman var svo hóstandi alla nóttina og leið ekki vel... ég er alveg á því að hann hafi verið nægjanlega vel klæddur hjá karlinum þegar við vorum að hamast í snjónum en það er spurning hvort hamagangurinn með kaldri innöndun hafi farið illa í hann?

Þ.

Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.

Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.

höf. Jóhannes úr Kötlum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband