Ekki langt í þetta núna...

Spenningurinn er að verða óbærilegur á heimilinu. Ég veit samt ekki hver er spenntastur, skvísan, Spiderman eða karlinn? Þetta er hörð keppni. Gærdagurinn var náttúrulega tekinn með trompi, síðasta höndin lögð á gjafirnar sem eftir voru, innpakkanir, jólagrauturinn, ofl, ofl.

Ég er nokkuð liðtækur í hinum ýmsu listgreinum undirbúningsins og ég hélt að ég væri líka rosalega góður að pakka inn og skreyta pakka... það er misminni eða mér hefur farið hrikalega aftur. Ég ætlaði ekki fyrir mitt litla líf að geta bundið slaufurnar á helv*** pakkana... djöv*** var ég orðinn pirraður á þessu. Á móti mér sat frúin og hló sig máttlausa af tilburðum mínum og tilraunum til að útbúa fallegar gjafir á milli þess sem hún pakkaði og skreytti 3já pakka á móti 1num hjá mér og hún gat meira að segja talað í símann á meðan hún var að þessu. KOMMON ég þurfti að nota kjaftinn til að gera hnútana!!!
Skvísan er orðin nokkuð góð í þessu og ég mun klárlega nýta mér þjónustu hennar í framtíðinni við að pakka inn mínum skömmtum.
Spiderman gengur um húsið og tekur eitt og annað úr hillum og skúffum til að pakka inn. Það verður gaman að finna hlutina aftur á morgun undir trénu.

Þ.

Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag.-
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.

Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.

höf. Jóhannes úr Kötlum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband