Skvísan er byrjuð af fullum krafti í tannréttingum. Hún er búin að vera í viðtölum og skoðunum og myndatökum og máttökum og ég veit ekki hvað síðan síðla hausts. Í dag fór græjan uppí hana.
Ef ég skildi þetta rétt er hún með krossbit (efri og neðri hitta ekki saman), mikil þrengsli og verulega í hættu að fá skúffu. Fyrsta skrefið til að laga þetta er að festa góm í efrigóm sem þvingar allt draslið sundur og saman. 4rum sinnum á dag þarf að strekkja eða slaka, 13 vikur samfleitt. Þar fyrir utan á hún að vera með 'grímu' á nóttunni og helst eins mikið og hún getur heima við á kvöldin og um helgar, sem togar efra stellið fram. Þetta er vinnan framundan hjá okkur :) og þó aðallega hjá skvísunni. Tannlæknirinn fullvissaði okkur um það að fyrsta vikan yrði erfið, allt rosalega vont og hún ætti eftir að líða kvalir en önnur vikan yrði miklu verri... eftir það á þetta að skána.
Skvísan var nú bara kát með græjurnar, fannst spennandi að tala öðruvísi og var alveg ótrúlega jákvæð á allan hátt. Eftir á að hyggja er hún sennilega sú manneskja sem ég þekki sem ég treysti best í heiminum til að takast á við þetta verkefni á jákvæðan hátt og án kvartana.
Þú ert best!
Þ.
Athugasemdir
Gaman að heyra að daman tekur þessu vel, hún er frábær enda á hún svo æðislegan frænda :)
Bkv.
Þráb
Þráinn Árni Baldvinsson, 14.1.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.