2009-02-16
Villt og galið...
Haldið þið ekki að litla fjölskyldan hafi skellt sér í bústað um helgina!?!? Þvílík snilld. Heitur pottur, geggjaður matur, sukk og leti... allt sem þarf til að eiga fullkomna helgi.
Við fengum kennarabústað (af því að konan mín er kennari) á Flúðum frá fimmtudegi fram á sunnudag. Bústaðirnir á Flúðum eru mjög mismunandi en við leigðum bústað sem var ekki mismunandi. Nýtísku smá-íbúðarhús með öllu. Það er nauðsynlegt að hafa allt... sérstaklega uppþvottavél.
Sílin voru heldur ekki í fýlu yfir pottinum og ef mér telst rétt til þá náðu þau að fara 4 sinnum á 3 dögum (potturinn náði ekki að hitna fyrir svefn fyrsta daginn).
Karlinn var ekki í fýlu yfir matseðlinum enda var um villt og galið að ræða (gæs og purusteik)... þar að auki var svo mikil leti að hann þurfti ekki að gera neitt, eða nánast ekkert, eða allaveganna ekkert sem varð honum ofviða.
Auðvitað er svo alltaf pínu stress þegar maður þarf að skila bústað... hvaða hótelstælar eru það að láta mann skila bústaðnum kl 12 á hádegi? Hvaða stress er það? Það væri gaman að sjá í hversu mörgum tilvikum einhver annar er að koma á sunnudegi til að vera virku dagana yfir vetrartímann í þessum bústöðum... en valkosturinn að kaupa þrif bjargar ansi miklu... fyrir lítinn pening má sleppa við skúringarnar og áhyggjurnar yfir því að ekki sé þrifið nægjanlega vel, auk þess sem um atvinnuskapandi aðgerð er að ræða... ég ætla hér með alltaf að kaupa þrif á bústöðum sem ég fæ afnot af í framtíðinni svo framarlega mér standi það til boða.
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.