Rjómantík...

Spiderman er rjómantískur.

Eins og lesendum er kunnugt hefur Spiderman rosalega gaman að því að gera sér glaðan dag. Ekki vantar hugmyndirnar þegar kemur að því að skipuleggja partý... reyndar vill hann oftar en ekki hafa partý... helst á hverju kvöldi. Partý í huga Spidermans er að poppa, fá sér kannski einn ís eða tvo og ef snakk er í boði þá þiggur hann það. Við gömlu fáum því oft eftirfarandi setningar í andlitið: 'Hey! ég veit... eigum við að hafa partý?' eða 'Hey! ég veit... eigum við að poppa?' eða 'Hey! ég veit... eigum við að horfa á mynd?'
Gamla settið reynir að halda partýum í hófi og stillum þeim á helgar... enda of gömul til að djamma í miðri viku (þó það hafi stundum verið gert á yngri árumhummmhummmm).

Nýjasta æðið flokkast reyndar ekki alveg undir partý, en það er rúgbrauð. Spiderman lifir á rúgbrauði þessa dagana og myndi ekki borða annað ef hann fengi að ráða. Rúgbrauð með smjöri, osti og marmelaði. Marmelaðið er spari. Þetta vill hann fá í morgunmat enda ekki búinn að átta sig á því að morgunkorn var fundið upp fyrir foreldra sem eru að flýta sér í vinnuna svo þau þurfi ekki að standa og smyrja ofaní liðið. Það fyrsta sem hann biður um þegar hann kemur heim úr skólanum er rúgbrauð og ef hann fær að ráða kvöldmatnum þá er það rúgbrauð.

Svo er það rjómantíkin. Spiderman missti þetta út úr sér um helgina í einni af notó stundunum í pottinum: 'Mamma, mikið er þetta rjómantískt'
Núna er allt sem er notó orðið 'rjómantískt'.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hann þá ekkert í rúgbrauði með rjóma ?

EB (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Þórir Steinþórsson

Það hefur verið á boðstólnum en ekki vakið lukku... lagið er samt tekið annað slagið

Þ.

Þórir Steinþórsson, 18.2.2009 kl. 09:41

3 identicon

Elsku vinur.  Þegar þú byrjar á því að smyrja madpakke fyrir 2 gutta, þá máttu byrja að væla.  Vertu bara feginn að þú sleppur með eina helv...s rúgbrauðssneið

Tómas Örn (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:21

4 identicon

Það er alveg ljóst að Spiderman myndi una sér á danskri grundu, sem er jú heimaland rúgbrauðsins. Danir ELSKA þetta blessaða rúgbrauð sitt, það er ægilega hollt og gott svona hversdags en svo troða þeir því líka með á hátíðisdögum, hvað er málið með það!!!

 Bestu kveðjur frá rúgbrauðslandi til ykkar allra :)

Magga (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband