Það rann upp fyrir mér...

... hvað ég er að verða gamall þegar konan (sem er jafnaldri minn) hélt upp á 35 ára afmælið sitt. Fyrir 20 árum voru 35 ára gamlir karlar og 35 ára gamlar konur, ellismellir í mínum huga. Ég meina þegar ég var 16 ára og Íslandsmeistari í knattspyrnu, var mamma 35 ára. KOMMON!!! Hvert fór þessi tími??? Ég er ekki Íslandsmeistari í knattspyrnu í dag... liðið mitt er ekki einusinni Íslandsmeistari í knattspyrnu. Það eina sem maður gerir er að sofa, vinna, gefa krökkunum að borða, horfa á Kiljuna, lesa 2vær bls og sofa meira.

Annars heppnaðist afmælispartýið prýðilega. Súpa að venju. Ný týpa, Mexicosúpa með snakki og 'gvakamóle'... assskoti fín. Fullt hús af fólki en skvísan valdi samt frekar að fara úr miðju partýinu til að horfa á körfuboltaleik - fékk að fara með meistaraflokki inn á völlinn og svaka spenningur. Við vorum nú ekki alveg á því að leyfa henni að fara... en eftir á að hyggja hefði ég nú ekki meikað að vera allan tímann í afmælinu hennar mömmu þegar hún var 35 ára ef annað hefði staðið til boða.

Svona er maður gamall.

Þ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Þórir minn, aldur færist yfir eins og galdur en það er alveg merkilegt hvað við verðum alltaf fallegri með aldrinum.

Þórhallur í Michigan (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband