Fastur í 90tíu +

Góður vinur minn benti mér fyrir margt löngu á frábært markmið sem ég hef nú sett mér.... 'Stefna að því að vera í betra líkamlegu formi 35 ára en 30 ára og vera í betra formi 40 ára en 35 ára'

Ég stefni ótrauður á þetta núna.

Ég þarf svosem ekki mikið til að vera í betra formi í ágúst 2009 en ég var í fyrir 5 árum af fjölskyldumyndum að dæma... það er önnur saga... hitt verður þá meira 'tsjallens'.

Ég hófst því handa í febrúar af fullum þunga Happy að koma mér í form. Byrjaði í boxi. Box er bæði skemmtileg íþrótt og gríðarlega erfið sem tekur á nánast öllu sem til þarf til að koma sér í gott form. Eftir 3jár vikur í boxi varð ég að hætta þ.s. hnén fóru að gefa sig. Ég hefði haldið að hásinin yrði til vandræða en það var ekki. Hnén hafa aldrei náð sér eftir húsbyggingarnar þrátt fyrir speglun. Hnjáverkir eru leiðinlegir því þá getur maður eiginlega ekkert gert. Skýringarnar voru þær að ég væri of þungur (ha??? hættulega nálægt 3ja stafa tölu) og þyrfti að létta mig EN ég mátti ekki hreyfa mig! OK!?!?! Hvernig fer maður þá að?

Þetta eru kannski pínu ýkjur... ég má hjóla og synda og nota gönguskíðavélina í ræktinni og styrkja efri hlutann að vild og gera nokkrar æfingar fyrir lappir. Ég má ekki hlaupa og hoppa og taka djúpar hnébeygjur (þar fór boxið) eða fara í tækið þ.s. maður setur lóð framan á sköflunginn og réttir úr hnjánum. Eftir að hafa fengið tilsögn í þessu ákvað ég að kaupa mér kort í ræktina sem ég get líka notað í dýrustu sundlaug Evrópu (þó hún sé bara hálfnað verk) svona ef ég skyldi gugna á þessu öllu saman þá gæti ég allaveganna notað kortið til að fara með krakkana í sund. Ég hef nefnilega einusinni eða tvisvar átt svona kort en ekki nýtt það til fullnustu (hmmm).

Þó ég segi sjálfur frá þá er ég ótrúlega duglegur að fara í ræktina. Ég er búinn að eiga þetta kort í 20 daga og hef ekki misst út nema 4 daga í æfingum (mætt 16 af 20). Vandamálið sem ég stend hins vegar frammi fyrir er að ég virðist vera fastur í 90+ - rokka á vigtinni frá 90,5 til 91,5 (já ég vigta mig daglega... ekkert sjúkt). Mig vantar þennan herslumun til að sunka undir 90. Markmiðið var að komast niður í 85 í maí og ég hef því nokkurn tíma til stefnu en hann styttist óðum og ég fer að verða stressaður. Þetta byrjaði nefnilega helv... vel í boxinu þ.s. ég smurði af mér um 3,5 kg á 30 dögum en ræktin hefur bara skilað kílói á góðum degi en engu þess á milli (þegar maður vigtar sig daglega tekur maður eftir því að maður rokkar kíló+ til og frá milli daga).

Ég trúi því samt að þetta muni skila sér að lokum og að í ágúst 2009 verði ég í betra formi en ég hef nokkurntíma verið undan farin 5 ár... jafnvel í betra formi en ég hef í raun verið undanfarin 10-15 ár eða frá því að ég hætti að æfa keppnis-íþróttir reglulega.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband