Allt í plati, rassagati...

Dagurinn byrjaði glæsilega... eftir að hafa vaknað fyrir allar aldir (sem tekur töluvert á hjá karlinum) skellti ég mér í ræktina og tók hressilega á því. Á leiðinni heim voru svo ótrúlegar tilkynningar í útvarpinu að ég mundi allt í einu eftir því að í dag er fyrsti apríl.

Auðvitað var enginn kominn á fætur þegar ég kom heim og ég fór í það að vekja liðið. Þegar sílin voru búin að þurrka stýrurnar úr augunum ákvað ég að plata... ég kallaði til þeirra af neðri hæðinni og sagði þeim að það væri kanína í bílskúrnum. Auðvitað hlupu þau til og inn í bílskúr án þess að finna kanínu. Þá gat ég kallað sigri hrósandi 'FYRSTI APRÍL'. Skvísan tók þessu með bros á vör en Spiderman lagðist í gólfið og öskraði að það mætti ekki plata. Hann langaði virkilega að sjá kanínuna hoppa um í bílskúrnum. Kannski á mörkunum að mega plata börnin svona en ég stóðst ekki mátið.

Eftir að hafa róað Spiderman niður, fóru þau upp til að hafa sig til fyrir skólann... kallar þá ekki konan kasólétta á mig og segist þurfa aðstoð því hún sé með svo miklar blóðnasir. Hún hefur nefnilega verið að fá blóðnasaköst undanfarið sem enduðu hjá lækni og brennt var fyrir æðar í gær. Auðvitað stökk ég til og hljóp upp stigann, inn á bað, náði í pappír og inn í svefnherbergi þ.s. ég bjóst við að sjá rúmið mitt á floti... hvað haldiððði... konan lá þar í mestu makindum með sílunum og þau kölluðu í einum kór 'FYRSTI APRÍL'. Ég varð brjálaður. Ég ætlaði ekki að láta ná mér í þetta skiptið en hvað gerir maður ekki fyrir ólétta konu með blóðnasir. Þetta er ekki sanngjarnt. Ég flokka svona gabb í sama flokk og ef ég myndi hringja í lok vinnudags í hana og biðja hana að sækja mig á spítalann því ég hefði lent í árekstri. Dettur mér í hug að gera svoleiðis? Nei. En konan? Hún var búin að plana þetta gabb í marga daga...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha konan þín er snillingur :)

Bestu kveðjur frá DK

Magga (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband