Hvað er hægt að éta mikið?

Gott fólk - Góður matur - Gott kvöld - eða allt í himnanna lagi...

Búinn að fara í tvö hlaðborð. Þetta er alltaf svona... annað hvort hefur maður ekkert að gera (nema verkefnalista konunnar) eða það gerist allt á sama tíma. Núna voru það jólahlaðborðin. Vinnuveitendur okkar hjóna ákváðu að hafa þetta föstudag og laugardag.

Föstudagur, mín vinna og geðveikt stöð. Þetta var svona fyrsta alvörukeppnismakalausadjammið í vinnunni. Hlaðborðið stóð vel undir væntingum... verst hvað þessir diskar eru alltaf litlir... og það er eitt... ég skil ekki afhverju kokkarnir sem skera heita kjötið ofaní mann eru svona nískir... það er eins og þeir eigi ekki nóg. Allaveganna ég man ekki eftir að hafa verið í svona partýi þ.s. endalaust var verið að espa menn í leiki. Reyndar var búið að vara mig við að þetta yrði svona samkvæmisleikjahell... hafði þó gaman að.

Laugardagurinn var strembinn. Vakna snemma og fara með sílin í íþróttaskólann og ballet. Síðasti tími hjá báðum fyrir jól og því sýningar hjá báðum og svo er þetta á sama tíma. Hver skipuleggur þetta eiginlega... reyndar gott þegar það þarf að keyra og sækja en ekki þegar það þarf að mæta á sýningar hjá báðum. Svo það dæmdist á mig að taka strákinn í íþróttaskólann því mamma hans fengi taugaáfall ef hún sæi hvað hann er óhræddur við að klifra og hopp og henda sér til og frá. Svo þurfti að jólast og koma krökkunum í pössun því jólahlaðborð í vinnu konunnar var um kvöldið. Það er alltaf jafn gaman og jafn skrítið að fara á viðburði með konunni þ.s. hún kennir við gamla menntaskólann okkar og því hittir maður marga af sínum gömlu kennurum. Allt öðruvísi fólk en kennarar. Þar að auki hittir maður líka suma foreldra vina sinna og eina litlu systur sem er eiginlega asnalegast því þá er maður orðinn gamall. En ekki var maturinn síðri þetta kvöldið og sérstaklega í ljósi þess að það eru 3jár konur sem kenna við skólann sem sjá um allan undirbúninginn og eldamenskuna og það ofan í hátt í 70 manns.

Hvað getur maður étið mikið? Því er ekki auðsvarað... Ég get allaveganna étið rosalega mikið og ef ég vissi það ekki fyrir þessa helgi þá veit ég það núna.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG geri ráð fyrir að það hafi verið systir mín. Er Persónunvernd með umsjón þessarar síðu ? A.m.k virðist Óskar Nafnleyndar vera allsráðandi þarna.

Gott að vita að þér finnst ennþá svona gott að borða Þórir minn. Ein spurning. Hafa lesendur þessarar síðu einhverja hugmynd um hvers vegna hún heitir trufan ?

punginn

Sá litli netii (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 22:19

2 Smámynd: Þórir Steinþórsson

já litla systirin er systir hans
veit ekki með persónuvernd
finnst óþarfi að nafngreina of mikið
sagan af því afhverju síðan heitir trufan hefur ekki verið sögð - nei - enda 3ja bjóra saga hið minnsta og ég blogga alltaf í vinnunni en drekk lítið sem ekkert þar...

Þ

Þórir Steinþórsson, 12.12.2006 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband