2009-07-01
'Pabbi þarf að vinna í nótt...'
Spiderman er að fara á kostum þessa dagana. Það er allt svo gaman, það er gaman úti að leika með vinunum hvort sem það er fótbolti eða köngulóaveiðar, hjól eða njósnaleikur. Það er heldur ekki lítil upphefð að vera kominn í flokk í fótboltanum... farinn að æfa með 8unda flokki hjá Haukunum (þó hann haldi með KR og Chelsea líka). Hann ætlar nefnilega að verða 'fótboltamaður' þegar hann er orðinn stór og við gömlu ættum því að njóta þess ef þeir asnast ekki til að setja launaþak í Evrópuboltanum og banna ekki mafíósunum og olíufurstunum að kaupa sér lið. Sjáum hvað setur. Gamli er líka duglegur að draga Spiderman út í sendó og skjótó og núna upp á síðkastið er líka suðað um hendó. Þetta eru allt boltaleikir sem snúast um að senda boltann á milli með mismikilli áherslu á mörk... mitt mark er oftast mun stærra og hreyfanlegra en hans sem þó getur verið ansi hreyfanlegt líka... en þá á hinn veginn.
Spiderman er líka farinn að taka upp á því að syngja dægurtónlist og þá helst á útlensku enda er það mun líklegra til árangurs. Hann á þó eitt og eitt uppáhalds íslenskt... t.d. Baggalútslagið Pabbi þarf að vinna í nótt. Textanum hefur hann aðeins hnikað til og hljómar söngurinn eitthvað á þessa leið:
Pabbi þarf að vinna í nótt
Hann þarf að hitta kellingar
Hann þarf að hitta kellingar
og fara'ðeins með þeim niðrí bææææ
Pabbi þarf að vinna í nótt
Ekki fara að gráta elskan mín
Ekki fara að gráta mamma mín
Þó pabbi þurfi að vinna í nótt
Hann þarf að hitta kellingar
Hann þarf að hitta kellingar
og fara'ðeins með þeim niðrí bæææææ
Pabbi þarf að vinna í nótt
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.