Spiderman er hræddur við jólasveininn!

Ég komst að því í gær að Spiderman er hræddur við jólasveininn. Þannig er mál með vexti að sonur minn er Spiderman. Hann hefur haldið þessu fram í nokkurn tíma núna og ég er farinn að trúa honum enda getur drengurinn ekki verið kjurr og prílar upp á allt og yfir allt (og alla). Í gær kom svo jólasveinninn hann Hurðaskellir færandi hendi með jólatréið okkar. Spiderman sturlaðist úr hræðslu og hljóp upp á næsta sófa og upp í glugga... þar sat hann og gat fylgst með Hurðaskelli úr öruggri fjarlægð innan við rúðuna...

Hvað jólatréið varðar þá er ég greinilega ekki með víddarstillingarnar rétt prógrammeraðar í hausnum á mér. Ég fussaðist og skammaðist yfir því að skátarnir skildu ekki eiga hærri og stærri tré um daginn og endaði á að kaupa það stærsta sem þeir þó áttu. Fannst það súrt að öll stóru tréin væru seld. Þetta stefndi í að við yrðum með minna tré en í fyrra og það þótti mér miður. Eins og áður segir þá kom það í gær og til að gera langa sögu stutta þá hef ég tæpa 2 cm til að koma stjörnunni fyrir á toppnum... Tréið er ekki minna en í fyrra.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband