Hvað er svona mikið frí við þessi jól??

Jæja þá er þetta að mestu komið. Jólin haldin hátíðleg og mikil gleði ríkti hjá litlu fjölskyldunni. Annars var ég nú meira að hugsa til baka þegar jólin og dagarnir þar í kring voru endalaus og áhyggjulaus frí. Maður mætti bara, borðaði, lagði sig, las, spilaði, hlustaði á góða tónlist og setti saman einn og einn legó-kastala. Þetta er bara ekki svona. Núna er þetta þannig að við erum á endalausum spretti, mæta í boð, bjóða heim, kaupa inn, elda mat, baða liðið, taka til og skúra, strauja og pakka inn. Ég verð að viðurkenna að þó að jólahátíðin hafi dottið skemmtilega inn á vikudagana upp á frí frá vinnu að gera þetta árið, þá hef ég sjaldan verið þreyttari en eftir þessa helgi. Alla dagana fjóra var einhver dagskrá og ekki var einn einasti dagur sem fór í það að liggja í náttfötunum í leti uppí sófa, horfa á góða mynd eða lesa betri bók. Líklega hefur einhver annar í fjölskyldunni séð um allan ofangreindan undirbúning og frágang þegar ég var yngri og leyft mér að liggja upp í sófa - plús það að vera í skóla er snilld milli jóla og nýárs.

Næst eru það áramótin. Það er nú bara eitt partý (að því gefnu að ekki verði farið í galadinner á nýárskvöld). Reyndar verður hálfger galadinner þann þrítugasta heima í kotinu en meira af því síðar... eða ekki.

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Steinþórsson

'Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað verra'

Takk fyrir stuðninginn. Ég er ekki eins þreyttur eftir að hafa lesið þetta...

Þ.

Þórir Steinþórsson, 28.12.2006 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband