Luftslottet som sprängdes

Ég get alveg viðurkennt að ég hef ekki verið þekktur í gegnum árin fyrir að lesa mikið af bókum. En með aldrinum hefur mér lærst að það er hin besta skemmtan. Iðulega næ ég nokkrum blaðsíðum áður en ég lognast útaf á kvöldin. Skemmtilegast finnst mér að lesa góðar spennusögur og nú er ég fastur í Stieg Larsson.

Ég fékk fyrstu bókina 'Karlar sem hata konur' í jólagjöf í fyrra og las hana 'med det samme'

Aðra bókina 'Stúlkan sem lék sér að eldinum' fékk ég á enskri hljóðbók og hún rúllaði í spilaranum nótt eftir nótt (þurfti svolítið að spóla til baka þegar ég sofnaði út frá sögunni)

Og þegar mér áskotnaðist þriðja bókin 'Loftkastalinn sem sprakk' var ég ekki lengi að grípa tækifærið. Hún er reyndar á sænsku og það hægir aðeins yfirferðina. Vona bara að ég verði búinn áður en myndin kemur.

Fyrsta myndin var nefnilega snilld og ég er aðeins búinn að sjá úr annarri og hún verður ekki síðri. Meiri hasar og meiri hraði en fyrsta sagan býður uppá.

En rosalega getur maður verið kex...

Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband