Spiderman víkur fyrir Superman en Glómagnađa er enn á sínum stađ...

Ég get ekki lengur titlađ mig sem fađir Spiderman-s... en í stađinn ţá er ég orđinn fađir Superman-s. Drengurinn fćst ekki til ađ vera í öđrum leikjum en Superman-leikjum og hann tollir ekki í öđrum fötum en Superman-náttfötunum sínum. Í gćr skapađist neyđarástand á heimilinu ţví Superman-náttfötin voru skítug og lengst ofaní óhreinatauskörfunni... drengurinn rótađi á öllum ţeim huxanlegu stöđum sem náttfötin geta veriđ geymd, í kommóđunni sinni, fataskáp systur sinnar og skiptitöskunni sem oftar en ekki geymir náttföt, en án árangurs. Móđir hans tjáđi honum ţá ađ fötin vćru í ţvotti... minn skreiđ ţá inn í ţvottavélina og inn í ţurrkarann og sturtađi loks úr óhreinatauskörfunni og fann fötin. Ţađ er ekki ađ spyrja ađ leikslokum... minn mađur 'flaug' ánćgđur um húsiđ í náttfötunum frá ţví kl. 16 í gćr.

Glómagnađa er svo systir Superman-s sem gerir mig ađ föđur hennar líka. Hún flýgur ekki og hún klifrar ekki af jafnmiklu öryggi og Superman (áđur Spiderman) bróđir hennar. Á móti kemur ađ hún kann alls konar 'kún-fú' listir sem eru stórhćttulegar ţeim sem eru inn í sama herbergi.

Ofurhetjur heimilisins halda manni viđ efniđ...

Ţ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband