Alltaf að finna eitthvað nýtt á veraldarvefnum...

Það er svo merkilegt að maður er alltaf að finna eitthvað nýtt á veraldarvefnum.

Nýjasta uppgötvun mín er 'offissíjal' heimasíða Tom Waits (tomwaits.com). Ég var einhvern tíma búinn að setja hana í 'feivorits' þ.a. ég er eiginlega að uppgötva sama hlutinn aftur nokkrum árum síðar. Þessi síða er alveg mögnuð og það eina sem vantar inná hana er að leyfa manni að niðurhala lögunum sem þó er hægt að spila, eitt í einu reyndar en það er alveg ótrúlegt úrval laga sem hægt er að spila. Þar fyrir utan er alls konar fróðleikur og fréttir á síðunni og hægt að skoða 'mjúsikk-vídeó' og allt. Rúsínan í pullunni er svo frítt download af nokkrum nýjum lögum... eins konar 'tíser' fyrir nýjustu plötuna Glitter and Doom Live.

Á síðunni má sjá að kappinn hefur gefið út einar 23 skífur og ég sem hélt að ég væri alvöru vifta (e. fan) en ég held að ég eigi bara 6 eða 7 þeirra.

Þ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef aldrei hlustad mikid á tónlist.  Núna nenni ég ekki ad hlusta á tónlist.  Ég er ad verda gamall.  Thegar madur er gamall thá thynnist thetta einhvernvegin út allt.  Hvada thetta?  Jú thad sem er og gerist.  Madur finnur fyrir thví ad daudinn nálgast.  Kannski ekki ódfluga...en samt.  Daudinn kemur naer og naer....naer og naer.  Gaeti trúad ad daudinn heimsaeki mig eftir cirka 40-50 ár.

Yasser (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband