DK á morgun og vonandi allir á batavegi

Síðastliðnar 2vær vikur hafa ekki verið neitt spes. Það er eins og fjölskyldan hafi verið lögði í tvíelti. Bæði magakveisan og hitakveisan hafa herjað heimilisfólkið. Skvísan litla hefur þó sennilega lent hvað verst í pestinni og legið nánast upp á dag í að verða 2vær vikur. Það er ekkert gaman að tala um veikindi og ekkert gaman að vera veikur...

það sem er skemmtilegt að tala um er 'Júní - Júlí - Ágúst' ferðin sem ég er að fara í með vinnunni. Júní - Júlí - Ágúst er tilkomið vegna þess að þegar YR var um 3ja ára og í jólaheimsókn hjá ömmu sinni sem þá bjó í DK átti hún að vekja föður sinn með því að hvísla í eyrað á honum að nú væri 'Julefrukost-inn' tilbúinn. Sú stutta kom æðandi inn í herbergið og sagði hátt og skírt að nú væri kominn Júní - Júlí - Ágúst!!
Allaveganna, fyrirtækið er að fara í jólaferð til Köben og búið er að plana átveislur bæði föstudags og laugardagskvöld með tilheyrandi, hópferð í græjubúð (ha?) og svo á að versla eitthvað til hjólanna. Krakkarnir eiga ekki að verða fyrir vonbrygðum þessi jólin. Skoðunarferð til vinafólks okkar þ.s. nýja skvísan verður tekin út (reyndar bara við hjónin... ekki allir í fyrirtækinu) og fleira og fleira.

Djö... hlakka ég til.

Þ.


Læsingar í baki er leiðinlegur kvilli

Eftir vikudvöl á kaffilausu eyjunum var gott að komast heim í kaffi... og faðm fjölskyldunnar. Laugardagurinn var helgaður börnunum og jólaföndri í skólanum og sunnudagurinn fór í laufabrauðsútskurð og steikingar hjá mömmu með hele famelí.

Ég vaknaði eitthvað hálf-skakkur á sunnudeginum og fann fyrir eymslum í baki. Þegar við vorum svo á leið í útskurðinn fann ég að ég átti í erfiðleikum með að kíkja til hægri og vinstri þegar ég var að keyra (sem er ekki gott). Heima hjá múttu fékk ég svo heiftarlegan sting í bakið og þvílíka verki að ég man ekki eftir öðru eins. Ég gat ekki setið, staðið eða legið og allt var í hnút. Ég klöngraðist um eins og hringjarinn sjálfur og bar mig aumlega. Þar sem þetta er eini dagur ársins þar sem ég fæ jákvæða styrkingu frá öllum kvenverum fjölskyldunnar fyrir listræna hæfileika í útskurði, harkaði ég samt af mér og skar nokkrar kökur. Komst líka að því að rétt samsettur lyfjakokteill (parkódín, íbúfen og voltarín rapid) með nokkrum Cognac - læknar nánast allt...
Fyrir 3em eða 4um árum tók ég svo völdin af ömmu gömlu við steikingarpottinn. Gamla á skilið hvíldina frá slíkri vinnu ef aðrir geta gert það sæmilega. Ég harkaði því af mér (fékk mér einn Cognac í viðbót) og steikti allar kökurnar, 120 kvikindi, auk þess sem kleinur eru iðulega steiktar við sama tækifæri. Tvöföld uppskrift af kleinum takk... sem betur fer tók maðurinn hennar mömmu við af mér og steikti flestar kleinurnar. Ég hefði sennilega ekki verið til frásagnar annars.

Þegar eitthvað bjátar á líkamlega hringi ég alltaf í föðursystur mína. Hún sagði mér að hvíla mig vel og drekka meira Cognac og hitta sig svo á mánudeginum. Ég hef síðan hitt hana reglulega og látið hana hnoða mig, bugta og beygja. Það er ómetanlegt að eiga svona frænkur.

Ástandið á heimilinu hefur verið með versta móti þessa vikuna, því fyrir utan bakveiki mína hafa krakkarnir tekið pestir. Drengurinn verið með hita og hor og slappur eftir því og stelpan með magakveisu og uppköst. Það tók svo steininn úr þegar konan lagðist í magapestina.

Þ.


'9 German bombers in the air...'

Verandi hér úti þessa vikuna varð ég að reyna að fá miða á landsleik Englendinga og Króata sem fram fór í gær. Auðvitað var löngu uppselt en ef Rússarnir hefðu unnið Ísraela síðastliðinn laugardag þá hefði ég fengið miða... svo var ekki.
Það næst besta í stöðunni var því að finna sér stóran lókal, fá sér í gogginn, einn eða tvo og horfa á leikinn á risaskjá með pöbblikknum. Það var það sem ég gerði í gær.

Fyrir leik var komin mikil stemmning í hópinn, sungið og trallað og menn voru vissir að vinna leikinn a.m.k. 10-0. Þetta minnti svolítið á stelpurnar í 7unda flokki þegar þær eru að syngja lögin sín (vinna 777-0).
Ég var enn að borða þegar Króatarnir komust í 1-0... og reyndar þegar þeir komust í 2-0 líka. Stemmarinn datt aðeins niður við það, svona svipað og gerist hjá okkur Íslendingum þegar illa gengur, menn fara að bölva öllu og öllum.
Seinni hálfleikur hófst samt með miklum fagnaðarlátum því DB var skipt inná. Ótrúlegt hversu mikið álit pöbblikkurinn hefur á þeim annars ágæta leikmanni. Reyndar held ég að þetta hafi verið eina vitið í stöðunni, 2-0 undir og allt í kaos, reyna að fiska aukaspyrnur í kringum teiginn og láta karlinn skjóta aðeins.
Stuttu síðar minkuðu tjallarnir muninn og þá lyftist brúnin á liðinu og menn byrjuðu aftur að syngja. Þegar þeir svo jöfnuðu ætlaði allt um koll að keyra. Það er langt síðan ég hef orðið vitni af þvílíkum látum og þvílíkri kæti. Skildi samt ekki alveg samhengið í öllum söngvunum... ég skildi 'England, England, England, England, England...' en hvað með að syngja '9 German bombers in the air...' (lag: Det var brennivin i flasken da vi kom)??? Textinn gengur út á að breskar orrustuvélar skjóta niður eina og eina þýska sprengjuflugvél (9, 8, 7...). Hvað kemur þetta fótbolta við? Þeir voru ekki einusinni að spila við Þjóðverja!!
Króatarnir skoruðu náttúrulega sigurmarkið undir lokin og andrúmsloftið dó. Það heyrðist ekki mikið í tjallanum eftir það.

Þ.


Er krufning áhugavert sjónvarpsefni?

Eftir vinnu í gær nennti ég ekki að gera neitt. Ég er vel búinn DVD myndum og ákvað því að skella mér bara uppá hótel og horfa á eina bíómynd fyrir svefninn. Ákvað samt að kveikja á sjónvarpinu og 'brása' í gegnum stöðvarnar... Þegar maður er á ódýru hóteli þá er ekki hægt að búast við miklu og sjónvarpsrásir eru ekki undantekning. Á einni stöðinni í gærkvöldi var sennilega einkennilegasti sjónvarpsþáttur sem ég hef nokkurntíma orðið vitni af. Þátturinn gekk út á að kryfja einstakling í sjónvarpssal. 'Há sikk is ðatt?' EÐA 'Há intrestíng is ðatt?' - spurning. Ég var svo hissa á þessu að ég datt á bólakaf í þáttinn. Þáttarstjórnandinn og aðalstjarnan var stórfurðulegur þýskur gaur sem talaði ensku með mjög hörðum þýskum hreim. Til halds og trausts hafði hann greinilega annan lækni sem var í því að spyrja hann út úr og útskýra hitt og þetta fyrir gestum í sal. JÁ ÞAÐ VORU GESTIR Í SAL. Svo auðvitað aðstoðarmenn sem voru í því að rétta honum hnífa, sagir, bora og hitt og þetta. Að lokum var listamaður í því að mála beinagrindur og líffæri á naktar fyrirsætur sem notaðar voru til frekari útskýringa. Sjitt hvað þetta var bilað. Á borðinu í gær var eldri kona sem hafði greinilega verið lamin sundur og saman og svo 'dottið' fram af háu húsi eða framaf svölum... eðlilegt. Svo var bara ekkert eðlilegra en að opna kerlinguna og skoða þetta allt saman. Fólk í salnum var ýmist mjög áhugasamt eða hélt fyrir vit sín með vasaklút.

Skjár 1 - nýtt efni?? eða bara RUV?? fræðsla í hæsta gæðaflokki fyrir þá sem hafa áhuga á krufningum.

Þ. 


Er ekki hægt að fá gott kaffi hérna?

Ég er alveg að klebera. Ég virðist ekki geta fengið almennilegt kaffi hérna í útlandinu. Tjallinn er meira í Te-inu... ég er ekki svo nýjungagjarn og drekk því sullið sem mér er boðið frekar.

Fyrsta morguninn ætlaði ég að fá mér kaffi í 'brekkfastinu' - instant - meiriháttar, strax kominn með hausverk.
Á leið minni á lestarstöðina (þar sem ég tók vitlausa lest - já ég veit) rambaði ég inn á Starbucks. Vandamálið með Starbökks er að þeir eru með ljótar og leiðinlegar kaffivélar... allaveganna þær sem eru í Reading. Niðurstaðan því vonbrigði - reyndar 'bestu' vonbrigðin.
Þegar ég lenti á lestarstöðinni í Bracknell labbaði ég mér inn á lokalinn og pantaði kaffi... sjitt, ekkert eðlilega vont... svolgraði því samt.
Kaffið á skrifstofunni er ekki mikið betra en instantinn... örlítið skárra en ekki mikið. Maður þarf að setja einhverja poka í vélina (sennilega með einhvers konar kaffi massa) og svo frussar hún oní bollann hjá manni. Vandamálið með svoleiðis vélar að þeim er ætlað að búa til súpur og kakó og alls konar óþverra líka... þá ná menn ekki að búa til almennilegt kaffi (eða súpu eða kakó).
Þeir sem til þekkja vita að ég drekk örlítið kaffi, helst 2 bolla áður en ég legg af stað í vinnuna, 1 bolla á leiðinni, 1-2 í morgunkaffi með samstarfsmönnum mínum, 1 áður en ég byrja í vinnunni og svona bolla og bolla jafnt og þétt yfir daginn. Byrja svo yfirleitt á bolla þegar ég kem heim og svo einn og einn með TV-inu á kvöldin.

Ég sakna kaffivélarinnar minnar ógurlega... og vélarinnar í vinnunni. Hlakka ekkert eðlilega til að komast í alvöru vel cremað Lavazza kaffi. Parkódín-skammturinn er að verða búinn...

Þ.


UK þessa vikuna...

Ég er staddur í UK þessa vikuna vegna vinnunnar, nánar tiltekið eru skrifstofurnar í Bracknell (ef einhver nennir að fletta því krummaskuði upp) en sjálfur gisti ég í Reading og tek lestina á milli.

Ferðalagið hefur verið fullt af sérkennilegum og fyndnum atvikum, bæði hafa aðrir verið hlægilegir og ég sjálfur.
Þetta byrjaði með því að ég átti pantaðan leigubíl snemma í gærmorgun sem átti að flytja mig út á völl. Af því að ég var að ferðast einn þá ákvað ég að kúra aðeins lengur og vera ekkert að stressa mig á því að mæta allt of snemma til Drulluvíkur. Þegar um 10 mínútur voru komnar framyfir tímasetningu bílsins og bíllinn ekki kominn fór mér ekkert að lítast á blikuna. Hann kom þó að lokum og ég mætti á réttum tíma í flugið.
Bílabrandararnir voru ekki búnir þann daginn. Þegar ég kom út á LHR beið mín bílstjóri, gamall karl, nær fullkomlega tannlaus og hefði þurft gleraugu því hann keyrði uppá annan hvorn kant sem hann komst í tæri við. Hann tilkynnti mér formlega að hann hafði ekki hugmynd um hvert hann væri að fara (nákvæmlega) en að hann gerði fastlega ráð fyrir því að komast á leiðarenda enda búinn að keyra leigubíl í 31 ár og aldrei klikkað og hann ætlaði ekki að byrja á því þennan daginn. Það kom líka í ljós að karlinn var ansi naskur og datt beint á hliðargötuna í Reading þar sem hótelið mitt stendur. Karlinn stóð bílinn líka ansi þétt á mótorveginum jafn blindur og hann virtist vera en náði að halda sér þokkalega á réttum reinum. Einu skiptin sem mér var ekki sama var þegar hann var að tala í símann eða öllu heldur þegar hann var að reyna að sjá hver var að hringja í hann áður en hann svaraði.
Hótelið sem ég er á er lítið og notarlegt, kannski einum of lítið og notarlegt. Ég færði rúmið upp að vegg og núna get ég tekið armbeygjur á gólfinu EF ég set töskuna uppá rúmið. Sturtuálögin halda áfram að elta mig. Reyndar lekur hún ekki (það er vandamálið) en hausinn er ónýtur og festingin fyrir hausinn er laus í veggnum og dettur alltaf ef stillingum er breytt. Gæðin eru því í samræmi við verðið sem ég valdi.
Reading er vinalegur bær... það sem ég hef séð sofar. Mikill og skemmtilegur miðbær iðandi af fólki og morandi af verslunum og restúröntum. Ég ákvað samt að fara til London í gærkvöldi og borða þar. Endaði á Paddington stöðinni og labbaði aðeins þar í kring... ekki það að ég sá ekkert í myrkrinu en samt ákveðinn stemmari... sá þá líka að með því að taka lestina beint í bæinn tekur ferðin innan við 30 mín. sem er gott að vita. Borðaði á indverskum stað (kemur á óvart) og pantaði mér stóran bjór með matnum. Eftir dágóða stund mætti þjónninn aftur í úlpu og með húfu og tvær litlar bjórflöskur... því miður var ekki til stór bjór í súpermarkaðnum. Gaurinn fór þá út bakdyramegin og hljóp út í sjoppu eftir bjórnum mínum... massa þjónusta. Ég borgaði svo bara strimilinn úr sjoppunni - ekkert verið að leggja neitt sérstaklega auka á það.
Í morgun var svo fyrsti vinnudagurinn. Ég mætti snemma á lestarstöðina og keypti miða og um leið spurði ég um plattformið. 4a var það heillin. Ég þangað og upp í lest. Þegar ég var kominn áleiðis uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að Bracknell var ekki á þessum rúnti. Varð að fara úr lestinni, taka aðra til baka (sem var meira eins og sardínudós) og finna réttu lestina... komst á endanum og ekkert alltof seinn... aðeins... ekki mikið.

Annars er það að frétta að heiman að skvísan rak sig harkalega í rútusætið í skólabílnum og bólgnaði öll upp. Ekki nóg með það heldur náði hún að brjóta aðra framtönnina illa, þ.a. höggið hefur verið sæmilegt. Auðvitað sótti konan hana strax og brunaði með hana til tannsa sem endaði á því að laga framtönnina eins og hægt var. Leiðinlegt af því að um fullorðinstönn er að ræða en svona er lífið... öpps and dáns.

Þ.


Þetta silast...

Það er hellingur í gangi.
Lúxus-vandamál í vinnunni, þ.e. nóg að gera. Stærsta vandamálið við það að hafa nóg að gera er að skipuleggja tímann og ég er ekki góður í því... ég er eiginlega ömurlegur í því að skipuleggja tímann minn. Besta leiðin er að taka einn dag í einu og einbeita sér að einhverju einu. Vandamálið við það er að maður er búinn að gleyma hvað maður var að gera síðast í þessu og hinu verkefninu þegar maður byrjar á því aftur nokkrum dögum síðar. Næst best er því að reyna að gera eitthvað í öllu alla daga. Þannig er maður þokkalega 'öp2deit' í öllu alltaf. En það sem ég reyni hins vegar að gera er að gera allt fyrir alla í öllum verkefnum. Vandamálið við það er að það eru bara 24 klst í sólarhring.
Svipuför á bakinu heima við. Hvað er með konur og þurfa að hafa allt í röð og reglu og að þurfa að klára allt sem byrjað er á og byrja á öllu því sem mann langar í?? Eða er þetta bara konan mín?? Allaveganna, nú er búið að loka veggjum, spartsla og mála í forstofunni og í þvottahúsinu... skáparnir í innréttingunni í þvottahúsinu eru allir komnir upp nema sá sem IKEA á ekki (ha???) - jú borðplatan og vaskurinn verða komin upp fyrir helgi - kannski ekki í kvöld en fyrir helgi.
Vegna þessa (m.a.) hefur líkamsræktin setið á hakanum. Maður verður að hafa gildar ástæður.

Þ.


Ég er ekkert eðlilega pirraður yfir þessu...

Þetta er ekki réttlátt. Ég er brjálaður. OK ég veit að ég á ekki flottasta sjónvarp í heimi og þeir sem muna - ég keypti nýtt varp þegar HM í handbolta stóð yfir fyrr á þessu ári... Ég tók þá yfirveguðu ákvörðun að kaupa mér kassa, vel stórt en alls ekki dýrt. Sjónvarpstengingin mín heim er í gegnum breiðbandið þ.a. allar áskriftir fara í gegnum símann eða síma afruglarann. Núna hafa þeir tekið upp á því að senda út í 'High Definition' (HD) eða hvað þetta er... vandamálið við það er að ef maður er ekki með HD ready sjónvarp eða HD ready sjónvarpsmóttakara þá ruglast myndin við og við. Ef ég er að horfa á fótbolta þá 'blörrast' karlarnir því hraðinn er svo mikill og litirnir svo skarpir eða eitthvað. Ég átti ekki við þetta vandamál að stríða fyrir mánuði síðan þegar þessar útsendingar voru ekki í gangi.

Ég er brjálaður... með hausverk.

Þ.


Stórkostlegum áfanga náð...

Lottó
Ég er alveg viss núna að þetta Secret dæmi virkar. Munið þið söguna um rauðvínslottóið og mig? Ef ekki þá er hér smávægileg upprifjun:
 - Ég er búinn að vinna hérna í 4,5 ár (að undanskildu 0,5 ári)
 - Rauðvínslottó hefur verið hér í rúm 3 ár og dregið 1 sinni í mánuði
 - Oftast hafa verið 6 einstaklingar í pottinum
 - Ég vann í fyrsta sinn í janúar á þessu ári
 - Tölfræðilega er það erfiðara en að vinna 6 sinnum
Núna hef ég ekki hugsað um annað en rauðvín í 3 mánuði og hvað haldið þið...? Stærsti pottur frá upphafi, 11 flöskur, 11 miðar í pottinum, og ég vann! Í annað sinn hef ég unnið pottinn og það tel ég stórkostlegan tölfræðilegan áfanga í ljósi sögunnar.

Sturtan
Ég er hins vegar ekki viss að þetta Secret virki yfir höfuð á öðrum sviðum, sérstaklega ef um er að ræða framkvæmdir á heimilinu. Það er alveg sama hvað ég hugsa mikið um sturtuna mína tildæmis, hún á bara ekki að komast í lag. Það er búið að brjóta allt upp og endurflísaleggja (og trúið mér það tók tímann sinn að fá mennina í það) haldið þið ekki að þessir sérfræðingar hafi klikkað á vatnshallanum? Er ekki í lagi? Eins og þetta er núna þá lekur allt fram á gólf í stað þess að fara í niðurfallið upp við vegginn. Ég er brjálaður. Svo þegar á að koma og laga hlutina þá skorast menn undan að mæta - 'kem á morgun' - 'tala við þig í dag' - 'verður tilbúið fyrir helgi' - eru algengar setningar sem ekki er hægt að taka mark á. Húsið er undirlagt af drasli sem á að vera inni á baði en getur ekki verið þar af því að það eru alltaf menn á leiðinni til að laga sturtuna.
Sama gildir um að klára frágang í kringum hurðir og loka veggjum og setja upp fataskápa og innréttingar. Það er alveg sama hversu stíft ég hugsa um þessa hluti, þeir gerast ekki.

Sönn saga (vonandi fyrirgefur viðkomandi mér)
Um daginn voru hjá okkur útlendingar í vinnunni. Þeir voru að vinna með okkur að verkefni fyrir einn af viðskiptavinum okkar og annar þeirra eyddi fyrstu dögunum hjá kúnnanum, vinna einn við að setja upp einhver kerfi. Þriðja daginn áttum við svo fund í þessu sama herbergi með kúnnanum (ég og útlendingarnir). Þegar við komum inn angaði herbergið af reyktum lax og á borðinu var opin pakkning af niðursneyddum vel feitum eldisfisk. Kúnninn spurði þá úllann hvort þetta væri ekki fiskurinn hans. Ég vissi ekki hvað ég átti að halda, var maðurinn að grínast eða skildi úllinn virkilega opna pakkningu af eldislaxi eftir á borðinu daginn áður. Úllinn varð hálf kyndalegur á svipinn (reyndar er hann það að eðlisfari en þetta var sérstakt) og hélt greinilega að kúnninn væri að gera grín að sér og það eiginlega hálfasnalegt grín. Hann neitaði því að eiga fiskinn. Kúnninn spurði þá hvort hann ætti ekki bara að sækja poka fyrir hann svo hann gæti tekið fiskinn með sér. Á þessum tímapunkti sprakk ég úr hlátri og menn áttuðu sig á stöðunni. Aumingja kúnninn roðnaði vel á eyrunum.

Þ.

 


Snjórinn kominn... raðir hjá dekkjaverkstæðunum

Snjórinn er kominn. Er í lagi á meðan það er ekki mikið meira af honum. Verst er þó slabb. Ég þoli ekki slabb. Vonandi blotnar þetta ekki eða svo hraustlega að þetta fari á skömmum tíma.
Annað sem ég þoli ekki eru illa skafnir bílar. Persónulega finnst mér óþægilegt að keyra bíl sem er illa skafinn, sjá ekkert út, þurfa að rýna með hökuna á stýrinu með fjúkið af húddinu í andlitið. Þess vegna legg ég metnað minn í að sópa bílinn minn vel og skafa allar rúður. Mér finnst að aðrir ættu að gera það líka. Ég þoli ekki að keyra á eftir bílum sem eigendur hafa ekki nennu til að sópa af. Ruslið af húddunum þeirra og þökum fýkur þá á mig... þar fyrir utan sér maður ekki bremsu og stefnuljós. Óþolandi.
Nú eru líka raðir hjá hjólbarðasalanum feita (tónlistargetraun: hver samdi lag og texta og á hvaða plötu?). Það er hippsum happs hvort ég nái á undan röðunum eða lendi í þeim. Í hittifyrra var ég á undan röðinni, í fyrra lenti ég í röðinni og lofaði sjálfum mér að lenda ekki í henni aftur... náði fyrir raðir í ár. Mæli með því að vera fyrir raðir.

Þ.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband