2007-10-23
Nú er ég súr... og minna súr
Nú er ég súr.
Það gerist yfirleitt allt á sama tíma... bæði það sem er skemmtilegt og það sem er leiðinlegt. Síðustu færslur hafa fjallað um kaffivélamissi og sturtuvandræði en núna er það gleðin sem gerist á sama tíma. Nágrannar okkar hinum megin við götuna héldur gríðarlega skemmtilegt Halloweeb-partý í fyrra og vorum við farin að lengja eftir boðskorti þessa árs enda ákveðið af öllum í götunni að þetta yrði að vera árlegur viðburður. Boðið kom sem er gott. Við erum upptekin sem er vont. Auðvitað verður partýið á sama tíma og við verðum í bústaðarferð með tengdafjölskyldunni. Eitthvað sem var ákveðið í sumar og þessi helgi er sú fyrsta og að ég held sú eina sem fannst á árinu þar sem allir voru á lausu (á þeim tímapunkti). Börn, tengdabörn og barnabörn gáfu gömlu þetta í sextugsafmælisgjöf karlsins í sumar. Það er búið að plana þetta allt fram og til baka og verður meiriháttar ferð...
Nú er ég minna súr.
Í morgun var lögð lokahönd á sturtubotnavesenið. Við erum búin að vera með karlana inn á okkur alla helgina (þegar þeir loksins komu) en sturtan var tilbúin til vinnslu um þarsíðustu helgi. Snyrtidót, tannburstar og annað lauslegt sem tilheyrir baðherberginu hefur legið á víð og dreif um húsið í rúma viku. Nú á ég bara eftir að koma klefanum fyrir aftur og festa og þá getum við væntanlega farið í sturtu í þessari viku. Langþráð.
Fyrir ykkur sem eruð að bíða eftir barnalandsmyndunum... þetta er allt í vinnslu og jú það er búið að vera svo mikið að gera að tími hefur ekki unnist til að uppfæra síðuna síðan í ágúst. Reyndar gafst smá tími um daginn og var ég kominn með heljarinnar romsu af myndum í systemið en þá lagðist síðan í dvala og ekkert uppfærðist.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2007-10-18
Megas - laugardagurinn 13.10.07
Þvílík snilld!!!
Eins og glöggum áskrifendum af þessu bloggi er kunnugt um Þá var ég í París í síðustu viku. Konan var búin að plana að fara með mig á tónleika Megasar í höllinni en bakkaði út úr því þ.s. við gerðum ekki ráð fyrir að ná þeim komandi heim þann laugardag. Mágkona mín á hinn boginn var ákveðin að fara með kærastanum sínum og gerði sér lítið fyrir og hringdi til Parísar til að tékka hvort hún ætti ekki örugglega að taka miða fyrir mig - ÓJÚ takk...
Tónleikarnir voru vel þéttir og svolítið annað en ég á a.m.k. að venjast á Megasar-tónleikum. Bandið spilaði hart og hrátt og útfærslur ýmissa gamalla perlna var voru hraðar, harðar, öðruvísi og góðar.
Rokk...
Dagskráin var saman sett af lögum af nýju plötunni og gömlum perlum. Það er augljóst að þó að vinsældir karlsins hafa sjálfsagt aldrei verið meiri og að sennilega hefur engin plata hans 'originaly' selst svona mikið eftir útgáfu (ég fékk reyndar 3jú eintök í afmælisgjöf) þá eiga gömlu lögin hug og hjörtu aðdáenda hans. Það er reyndar þannig að ef þú kannt ekki textann þá áttu erfitt með að fylgja karlinum (ef þér finnst hann óskýrmæltur á plötum... farðu þá á tónleika) og það er eins og maður hafi ekki haft nægan tíma til að læra nýju plötuna.
Ég hef sennilega verið eins og smákrakki á jólunum, setið alveg stilltur, opinmynntur og dillað mér í takt við tónaflóðið og snilldina sem streymdi af sviðinu... og sungið með þar sem við átti.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2007-10-15
París á vel við mig...
Erum komin heim. Misstum að mestu af borgarstjórnar-ruglinu sem er búið að vera í gangi en fengum þó nokkur skeyti og skemmtilega ímeila.
París á vel við mig. Laugardagurinn fyrsti fór náttúrulega í rölt útum allt. Dauðþreytt enduðum við á lúxushótelinu snemma kvölds og borðuðum úti á restúrant nálægt hótelinu. París er svosem ekki stór þannig... það er tiltölulega stutt í allt og metró kerfið þeirra er vel þétt og mikið notað. Sunnudagurinn var tekinn alvarlega, lagt snemma af stað niðrí bæ. Sjampsellisei og sigurboginn, Nottradamm og latínu hverfið og einstaka verslanir. Enduðum úti á lífinu - mjög gaman. Mánudagur fór í vinnu, kokteil og dinner... og þá fékk ég þær skemmtilegu fréttir að það væri búið að bóka fund kl 07:00 morguninn eftir... sjitt hvað það var erfitt að vakna. Eftir fundinn á þriðjudagsmorgun var hlustað á fleiri fyrirlestra vel fram yfir hádegi og svo þurftum við að drífa okkur og skipta um hótel. Ég var ekki að fara að borga heila viku á þessu massa hóteli, nískupúkinn sem ég er. Fluttum okkur um set á hótel sem er staðsett rétt við gömlu óperuna. Ágætis hverfi, mjög sentralt og í göngufæri frá Lúvr og Concorde torginu (þar af leiðandi Sjampsellísei). Hótelið 3ja stjörnu en stóð ekki alveg undir væntingum. Mættum á réttum innritunartíma kl 1400 en þá var herbergið ekki klárt... þurftum að geyma draslið okkar í skúringarkompunni niðrí kjallara til 1500. Fórum strollið í klukkutíma og ég var næstum því búinn að kaupa mér úr. Það kostaði bara 165.000 Evrur og var í rosaflottum trékassa og allt. Sleppti því þarna því við vorum á hraðferð. Tékkuðum inn kl 1500 og lögðum okkur. Ágætis herbergi en vantaði sturtu... gátum bara handlaugað okkur í karinu. Slapp til. Sturtuvesen virðist elta okkur þessa dagana. Út um kvöldið með vinnufélaga - steik með grænni sósu - ágæt en sósan er ekki alveg eins græn og við vorum búin að vona. Sofið út miðvikudag. Strollað í bæinn. Byrjuðum á Lúvr þar sem veðrið var rigningarlegt. Komum út í sól og blíðu. Þá er maður búinn að sjá Mónu Lísu... og reyndar margt annað. Næstu dagar fóru í strætóferðir með túrhesta vagninum... mjög gaman, upp í Effel að kvöldlagi, labb og skoð og verslun. Náði að éta snigla og froskalappir í ferðinni en mest steikur og bjór (já bjór ekki rauðvín þó það hafi aðeins dottið við og við líka). CharlesDuGól flugvöllurinn er ömurlegur og ekkert um að vera og vandamálið er að þú þarft að vera 2,5 tímum fyrir flug til að tékka þig inn... og hvað svo...??? bora í nefið í rúma 2vo tíma... gaman.
Laugardagur - flug heim og faðma grísina... það var góð tilfinning að vita að það var einhver sem beið eftir manni heima. Endaði svo á Megasar tónleikunum í höllinni, vel þreyttut og í sæluvímu. Tónleikarnir eru efni í aðra færslu en nú þarf ég að fara að gera eitthvað...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2007-10-05
París í viku - svííííít
Loksins er komið að því sem beðið hefur verið eftir frá því snemma í haust. Lagt verður af stað á ókristilegum tíma í fyrramálið til höfuðborgar tískunnar. Áætlaður dvalartími er laugardagur til laugardags. Vinnan verður að sjálfsögðu að þvælast fyrir því ég verð á ráðstefnu mánudag og þriðjudag... það þarf hins vegar enginn að segja mér að ég nái ekki að skoða ansi margt og smakka ansi mikið hina dagana.
Rosalega á ég eftir að njóta mín...
Undirbúningur hefur verið með minnsta móti hjá okkur hjónunum sem gæti gert þetta enn meira spennandi... og meira 'spontant'. Ég er búinn að útvega mér ferðahandbækur og forláta DVD disk og gerði það fyrir nokkrum vikum síðan. Hef hins vegar ekki gefið mér tíma í að lesa mig til eða horfa á diskinn. Bókinni verður þá bara flett jafnóðum. Við höfum líka fengið lista yfir 'interesant restúranta' og 'vott tú dú' frá aðilum sem líta á París sem sitt annað heimili og ættu að vera öllum slaufum kunnugir.
Kannski verður tími til að blogga frá París??? Kannski ekki....
Þ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2007-10-03
Verð að vera meira pósitífur...
Ný og gömul sannindi. Jákvæðir hlutir gerast hjá jákvæðu fólki. Ég þarf að vera jákvæðari. Það er of mikið af negatífum straumum í gangi í kringum mig og þá sérstaklega húsið mitt og innbú.
Það er tildæmis ekki jákvætt að flotta sturtan mín lekur og ég finn ekki ástæðuna. Það er heldur ekki jákvætt að ég virðist einhverra hluta ekki ná í iðnaðarmennina sem reistu hana fyrir mig.
Það er tildæmis ekki jákvætt að flotta kaffivélin mín er að gefa upp öndina. Það er heldur ekki jákvætt að það eru ekki nema 5 mánuðir síðan hún datt úr ábyrgð.
Það er tildæmis ekki jákvætt að ég hef ekki unnið rauðvínspottinn í vinnunni síðan í janúar. Það er heldur ekki jákvætt að það er eina skiptið sem ég hef unnið pottinn á rúmlega 4urra ára tímabili.
Þetta var svona tildæmis...
En ef ég fer nú að hugsa jákvætt um þessa hluti... eða hætti að ergja mig daglega á þeim og hugsa frekar um eitthvað annað sem getur verið jákvætt og eyði þar með minni orku í þá og meiri í eitthvað sem er jákvætt... hvernig væri það?
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2007-10-01
Spurning um að toppa á réttum tíma...
Gleði frétt dagsins. Draumadeildar leik Vísis fyrir Landsbankadeildina er lokið. Við á vinnustaðnum mínum stofnuðum til deildar í upphafi móts. Auðvitað taldi ég mig hafa mikið vit á þessu enda með áralanga reynslu af því að fylgjast með bolta og spila svona netleiki. Ég var því mjög brattur þegar ég var búinn að velja liðið.
Eftir fyrstu umferðirnar kom þó fljótlega í ljós að ég hafði verið að veðja á ranga hesta. Gömlu mennirnir sem ég var að velja í liðið og allir KR-ingarnir voru ekki einusinni að spila. Komust í liðið hjá mér en ekki hjá þjálfaranum. Ég var því lengi að hala inn stig í leiknum. Undir lok móts þegar ég var búinn að breyta liðinu mínu þrisvar eða fjórum sinnum, fóru stigin að hrannast upp. Ég endaði mótið á 355 stigum sem dugði mér til sigurs í innanhússmótinu í vinnunni (+4 stig á næsta mann). Mér reiknast hins vegar til að ég hafi einungis verið í efsta sætinu í einni umferð í allt sumar og ef maður á að velja eina umferð þá er best að velja þá síðustu.
Hægt er að vera í fleiri deildum en einni í þessum leik og ég var í tveimur... í hinni deildinni sem ég var skráður í endaði ég í 3ja sæti og verð ég að vera sáttur við það þar sem 2vö fyrstu sætin höluðu inn yfir 400 stig. Í heildina af öllum liðum sem skráð eru til leiks lenti ég í 584ða sæti en ég veit ekki hversu góður árangur það er því heildar fjöldi liða er ekki gefinn upp.
Liðið mitt var skipað eftirfarandi leikmönnum síðustu umferðina og vil ég þakka þeim fyrir þáttökuna þetta árið:
Hjörvar Hafliðason | 150.000 | 47 | 0 | 0 | 0 | |
Kristján Valdimarsson | 150.000 | 41 | 0 | 0 | 0 | |
Ásgeir Gunnar Ásgeirss. | 350.000 | 52 | 0 | 0 | 0 | |
Guðmundur Sævarsson | 350.000 | 40 | 0 | 0 | 0 | |
Andrés Már Jóhannesson | 50.000 | 33 | 0 | 0 | 0 | |
Pálmi Rafn Pálmason | 350.000 | 57 | 0 | 0 | 0 | |
Símun Eiler Samuelsen | 350.000 | 36 | 0 | 0 | 0 | |
Magnús P. Gunnarsson | 50.000 | 42 | 0 | 0 | 0 | |
Jónas Grani Garðarsson | 150.000 | 64 | 0 | 0 | 0 | |
Helgi Sigurðsson | 500.000 | 67 | 0 | 0 | 0 | |
Matthías Guðmundsson | 500.000 | 47 | 0 | 0 | 0 |
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2007-09-29
Þetta reddaðist...
Jæja þá er Landsbankadeildinni lokið í beli og ég get andað léttar. Mínir menn enduðu tímabilið með stæl og voru fjarri fallsæti þegar uppi var staðið... eða sko... sluppu allaveganna. Ég er ansi hræddur um að menn þurfi að pússa skóna vel í vetur ef þetta á ekki að vera sama ruglið næsta sumar.
Að lokum er rétt að óska Íslands meisturunum og þá sérstaklega þjálfaranum til hamingju með titilinn.
Þ
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2007-09-25
Harður heimur... líka fyrir 3ja ára
Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og hitti son minn, brá mér örlítið í brún. Drengurinn með storkið blóð í nasavængjunum og rauður í framan. Hann var reyndar úti að leika og það var kalt þ.a. ég var svosem ekkert að spá í þetta meira. Þegar við fórum svo inn og rauði liturinn fór að leka úr andlitinu tók ég eftir því að nefið var töluvert bólgið og það glitti í mar milli augnanna. Ég fór að spyrja hann út í hvað hafði gerst, hvort hann hafi meitt sig á leikskólanum og já hann sagðist hafa hlaupið á hurð. Ég var svosem ekkert að rengja hann í þeim efnum vitandi hversu mikill göslari hann getur verið en var hálf fúll yfir því að við fengum ekkert að vita hjá fóstrunum... afsakið... leikskólakennurunum hvað gerðist í raun og veru þegar við sóttum hann.
Ég ákvað því að ítreka það við deildarstjórann að fá að vita þegar eitthvað svona hendir. Í morgun fékk ég svo að vita að drengurinn hljóp ekki á hurð, hann var kýldur beint í smettið af einhverjum óprúttnum samnemanda sínum og það beint fyrir framan nefið á fóstrunni... afsakið... leikskólakennaranum. Minn maður fékk auðvitað viðunandi aðhlynningu og huggun og allt í sóma með það.
Tvennt stendur upp úr. Annars vegar er þetta orðinn ansi harður heimur sem við lifum í þegar hnefahögg eru látin ganga milli 3ja ára polla á leikskólum þ.a. það blæðir úr og bólgur hljótast af og hins vegar er ljóst að sonur minn er enginn 'skvíler' (sem er gott og vont).
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fer ekki ofan af því að dómarinn í leik Man Utd og Chelsea hafi stolið af mér skemmtilegasta leiknum í enska boltanum til þessa á tímabilinu. Ég er ekki að segja að Júnæted hafi ekki átt sigurinn skilið en kommon... Leikurinn byrjaði af krafti og tvö góð lið skiptust á að sækja og sýna tilþrif. Júnæted ívið sterkari en ég bjóst við miklu af mínum mönnum og gerði ráð fyrir að þeir myndu þéttast þegar á liði. Að mínu viti gerði dómarinn svo afdrifarík mistök þegar hann sendi Mikel í sturtu eftir harða tæklingu á miðjum vellinum eftir um 30 mín. Klárlega gult spjald en rautt illa réttlætanlegt. Í framhaldinu komumst við ekki yfir miðju og sigurinn aldrei í hættu þannig séð. Júnæted hefði kannski átt að fá víti snemma leiks en alls ekki þegar þeir fengu það eftir 88 mínútur. J. Cole átti svo líka að fá rautt spjald eftir pirringsbrot á litla snillanum en slapp vel með gult.
Vængbrotið Chelsea lið en hefði getað strítt júnæted meira en dómarinn stal þessu af mér... fer ekki ofan af því.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2007-09-23
Nú á að taka á því aftur...
Í vor og snemma sumars bloggaði ég mikið um heilsuátakið mitt. Að loknu átta vikna námskeiði tók við grill og bjór tímabil sumarsins. Allt sem unnið var til er fyrir bí (nema bakarí)... eða svona nánast. Áður en ég verð nákvæmlega sama bollan ætla ég að taka mig taki og byrja á morgun. Þarf að koma mér í brennslu og meiri brennslu. Partnerinn að þessu sinni verður nafni minn og vinur. Veit svosem ekki hvort við endum á meiri kjaftagangi en lyftingum en við sjáum til.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)