Færsluflokkur: Lífstíll
2011-06-07
Mzoli´s bar and grill... í miðju 'tánsjippi'
Ég er um það bil hálfnaður með SAfríku dvölina og mér finnst ég ekki hafa gert mikið annað en að vinna. Planið var að vinna milli 800 og 1600 en þetta er meira milli 800 og 2000 eða 2200, sem er vont þegar maður ætlar að gera margt skemmtilegt. Dagurinn fer semsagt í vinnu og koma við á einhverjum ressanum á leiðinni upp á herbergi til að fara að sofa.
Það var samt frí um helgina - ekki af því að við hefðum ekki getað unnið eða að við þyrftum ekki að vinna, heldur voru verkefnastjórarnir að fara saman í fyllerís-golfferð. Eitthvað sem var bara rætt opinskátt um fyrr í vikunni að yrði að standast, þeir ætluðu í þessa ferð og það væri eins gott að láta allt ganga... sem það gerði. Á meðan þeir fóru í sína ferð, fór ég svo kallaðan Góðravonarhöfðahring. Við (já ég þurfti að taka Indverjann með) keyrðum austur með tanganum inn í þjóðgarðinn og vestur með honum aftur í bæinn. Þetta er töluverður spotti, sérstaklega þegar maður stoppar á mörgum stöðum. Við stoppuðum meðal annars á mörgæsanýlendu. Ég var einhvers staðar búinn að sjá að þær verptu hérna og það var mjög gaman að sjá þetta. Það er varptími hjá þeim núna, egg og ungar út um allt. Samt fannst mér merkilegt að fólk mátti labba þarna um óáreitt. Þegar við vorum að fara sá ég svo skilti þ.s. fólk var vinsamlegast beðið um að halda sig utan girðingar á meðan á varptímanum stendur... það var samt fullt af fólki þarna og engin gæsla.
Þar fyrir utan náði ég myndum af villtum strútum, bavíönum og risa-antilópum (sem ég á eftir að flétta upp á). Indverjinn var frekar stressaður yfir þessu öllu saman, vildi ekki fara of nálægt en ég óð náttúrulega í þau myndafæri sem ég komst.
Sunnudagurinn var líka merkilegur. Við fórum með einum innfæddum í það sem er kallað 'tánsjipp' eða township. 'Tánsjipp' er ekkert annað en fátækrahverfi og gettó. Ríkið byggir upp ódýr hús sem fólk fær fyrir lítið og inná milli byggir það sér svo viðbótar hús eða einhverjir aðrir byggja sér kofa, eða sofa í gámum eða tjöldum eða pappakössum. Nú fyrst fór Indverjinn að skjálfa. Auðvitað vorum við bara með GPS og ekki nokkurt götuheiti eða húsnúmer þ.a. ég vildi fara og spyrja til vegar. Hann var nú ekki á því, vildi ekki skrúfa niður rúðuna einu sinni. Ég þurfti því að stökkva út úr bílnum á ferð til að geta spurt einhvern til vegar (smá ýkjur). Mzoli´s er mjög þekktur staður í Höfðaborg. Upphaflega er þetta slátrari sem fer svo að bjóðast til að grilla fyrir fólkið og 'konseptið' er eins núna, maður velur úr kjötborði það sem maður vill fá og fer með það á grill (inni-kolagrill) og bíður í 30-40 mín og fer svo og sækir matinn. Það er bara hægt að fá kjöt og maíis-stöppu. Drykki er hægt að fá í nálægum húsum hjá nágrönnunum fyrir lítinn pening... samt frekar skuggalegt. Ég hélt satt best að segja að Indverjinn væri að fara yfirum úr stressi. Eftir matinn fórum við upp á eitt fjallið til að sjá yfir borgina. Það var fallegt veður en samt skýjað á 'Teibúlmántein' sem er aðal, þ.a. við slepptum því. Ég fór svo í bæinn og Indverjinn ætlaði að pikka mig upp... sem hann gerði þegar hann loksins rataði niður aftur. Hann er snillingur í að lesa kort eins og þið munið, hann sagði það sjálfur. Hann er enga stund að ná áttum og veit alltaf hvar hann er og í hvaða átt hann á að fara eins og þið munið, hann sagði það sjálfur OG hann var með GPS græjuna. En hann viltist samt og varð bensínlaus og náði ekki að hringja í mig þrátt fyrir að vera með bæði númerin... Hann komst samt á leiðarenda að lokum þ.a ég komst heim.
Ég held samt að dagarnir hans séu svo leiðinlegir að það hálfa væri hellingur. Hann gerir ekki neitt. Það er kannski ekki alveg honum að kenna því SAfríkanarnir eru svolítið í yfirskotinu hérna með aðkeypta aðstoð. En á móti kemur þá er hann heldur ekki að finna sér verkefni. Hann situr því á rassgatinu, ekki nettengdur (það er ein brandarakeppnin hérna að vera ekki nettengdur í vinnunni) og bíður eftir því að einhver biðji hann um eitthvað.
Stefnan er sett á að éta krókódíl og synda með hákörlum um helgina... sjáum hvernig það fer.
Þ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-06-01
'Adault World'
Vinnan farin að kikka inn. Fyrsti dagur með nýtt kerfi í vöruhúsi 1tt. Lúxusinn er að vera 2veim dögum á undan áætlun og því er hægt að leyfa sér að fara varlega í sakirnar og virkilega hugsa um starfsmennina og sjá til þess að hlutirnir eru gerðir rétt. Engin vandamál og allir kátir.
Það var hins vegar brandari að finna staðinn. GPS. Þegar maður er með GPS er ákveðið lykilatriði að fá heimilisföng, þó það sé ekki nema bara í grendinni. Það er enginn á skrifstofunum hérna hjá þessu 'kompaníi' sem veit heimilisfang þessara vöruhúsa sem ég er að vinna í. Sem betur fer fór ég í gær til að skoða bæði húsin (sem er reyndar meira en helmingurinn af IT liðinu hérna hefur nokkurn tíma gert) og ég var í samfloti með mjög skemmtilegum og geðþekkum náunga. Hann sagði mér að ég ætti bara að koma mér á skrifstofurnar (sem ég veit núna hvar eru) og taka næst vinstri og keyra alveg þangað til ég sæi 'Adault World'... og þegar hann sagði það hækkaði hann róminn eins og hann væri hissa þ.a. allir störðu á okkur. Perra úllinn farinn að leita sér að skemmtiefni í útlöndum. Frekar fyndið.
Annars er ég algerlega búinn að fá upp í kok af kollega mínum frá UK. Indverji sem virðist ekki hafa neinn áhuga á neinu nema sjálfum sér og fyrirtækinu sem hann vinnur hjá. Hann er líka á því að hann sé frábær og 'gúd lúkkíng' sem er svo fjarri sannleikanum að það hálfa væri hellingur. Fyrir þá sem hafa lesið bloggið mitt hingað til, þá vitið þið að ég á í mestu vandræðum með að skilja Indverja, samt er þessi búinn að búa í UK um áraraðir. Sjitt hvað hann fer í taugarnar á mér, visserbesser dauðans.
Hann kom í gær. Hitti hann á skrifstofunum eftir að hafa verið í vöruhúsunum allan daginn. Ég er kominn í gott samband við nokkra SAfríkana hérna og var að tékka á nokkrum ressum til að eiga í erminni - heimilisföng muniððði, ég er með GPS - þegar Indverjinn fer að tala um að það væri gott að hafa kort, hann væri frábær í því að lesa kort, 'nó nó æm nott kidding, æm exelent in ríding mapps' og svo bætti hann við hversu veraldarvanur hann væri, búinn að ferðast út um allt og væri enga stund að ná áttum. Ég sagði að við skildum bara treysta á TomTom (GPS frændann) sem við og gerðum því auðvitað var enginn með kort handa honum. Sem betur fer segi ég nú bara eftir reynsluna í kvöld. Einn af SAfríkönunum vildi fara með okkur 'dántán' á svæði sem heitir The Waterfront... glæsilegt bryggjuhverfi með fullt af ressum og pöbbum og fíneríi. Ég keyrði (niðreftir). Þegar við erum ekki hálfnaðir þá var Indverjinn á því að við værum alveg að koma... 'æ kan smell ðe salt - við erum alveg við höfnina, taktu bara vinstri hérna og við erum komnir, man eftir þessu á kortinu. Einmitt, myrkur, fátækrahverfi á bæði vinstir og hægri, 15 mín akstur eftir að Tablemountain sem gnæfir yfir miðbænum og hafnarsvæðinu (sjá kort)... ég sagðist halda að þetta væri reyndar aðeins til hægri framhjá fjallinu sem blasti við... en við skildum bara sjá og elta félaga okkar sem var í bíl á undan okkur. Við skulum bara orða það þannig að Indverjinn talaði ekki meira um kort og áttir það sem eftir var kvölds. Honum tókst samt einhvern veginn að pirra mig allt kvöldið...
Það versta við þetta er að hann er á sama hóteli og ég og við erum með sama bílinn og að hann er hérna til 9unda júní. Ég er ekki að meika það. Sjáum hvort ég geti ekki einhvern veginn komið mér undan annað hvert kvöld... djö lúxus væri það :)
En karlinn er allaveganna kominn á skrið, farinn á stúfana, kíkja á staðinn... það er gott.
Þ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2011-05-29
Kerlingin er 'kreisí'
Þá er ég kominn til Höfðaborgar í Suður-Afríku og þeir tala ekki sænsku hérna.
Lagði af stað frá Gautaborg í gærmorgun og stoppaði nokkra klukkutíma í London. Það sem bjargaði stoppinu þar var að gamall vinur og kollegi pikkaði mig upp á LHR og fór með mig í 'löns' og svo heim til sín í kaffi áður en hann blakaði mér aftur upp á LHR fyrir næturflugið til CPT.
Flugið hingað suðreftir var alger horror og byrjaði á bilun í loftræstikerfinu svo við sátum í dósinni og biðum í steikjandi sveittum hita. Vélin var nánast smekkfull og ég svaf varla meira en 15 mínútna dúra milli þess sem einhver labbaði utan í mig, smellti sætinu í andlitið á mér eða bankaði í sætið mitt. Djöv... fara þessir snertiskjáir í flugvélum í taugarnar á mér. Allaveganna þegar ég kom loksins eftir um það bil 11 tíma flug var ég ekki enn búinn að fá upplýsingar um á hvaða bílaleigu bíllinn sem ég er með átti að bíða OG það er ekkert internet samband á vellinum. Það veitti mér því ánægju að vekja gaurinn sem ég á að fara að vinna með á morgun og á að sjá um þessa hluti, til þess að spyrja hann enda klikkaði hann á þessu.
Þeir keyra öfugu megin í SAfríku. Ég er ekki vanur því og það hjálpar ekki að vera á beinskiptum bíl. Rúðuþurrkurnar fara óþægilega oft af stað nálægt beygjum en það er gott að vera með GPS meðferðis. Hvernig fóru menn að í svona ferðum áður en hægt var að fá lánað GPS og vera ekki með GSM? Ferðin gekk samt vel og náði að vera á réttri leið allan tímann. Það fyrsta sem blasir við manni við flugvöllinn er fátækrahverfi og þegar ég hugsa til baka þá er þetta sennilega fyrsta svona alvöru fátækrahverfi sem ég sé 'læf'. Það var samt merkilegt að inná milli gat maður séð glitta í nýlega bíla, hvort sem það er stíllinn að keyra flott á kostnað heimilisins hérna í SAfríku, eða hvort þessir bílar eru bara í 'láni'??
Á leiðarenda komst ég. Bý í litlu úthverfi sem heitir Durbanville, fyrir þá forvitnu sem vilja fletta því upp. Hér er allt smekkfullt af vínekrum og flottum stöðum og aðeins neðar í götunni er golfvöllur. Ætli ég reyni ekki við hvort tveggja við tækifæri. Bústaður minn er meira gistiheimili en hótel. Það er all vígalega girt með háum veggjum, rafmagnsgirðingu og járnhliðum en ansi heimilislegt að öðru leiti. Kerlingin sem á þetta greinilega og býr hérna líka, er hins vegar kreisí. Hún sýndi mér herbergið mitt og hvar allt væri og svona í morgun en fór svo að lýsa staðháttum og leiðum á hina og þessa staði, hvaða götur væri best að fara þegar maður ætlaði niðrí bæ og hvaða götur maður ætti að fara þegar maður ætlaði upp á fjall og hvaða götur maður ætti að fara þegar maður fer í vinnuna og svo framvegis. Þetta var bæði langur og leiðinlegur fyrirlestur sem byrjaði og endaði á því að ég sagði henni að ég væri með GPS. Svo tók nú alveg steininn úr hérna í kvöld þegar hún birtist með 'lasanja' í dyrunum. Hún var ekki viss hvort ég væri búinn að borða og ákvað að tékka á mér. Mig langar ekkert sérstaklega í þetta 'lasanja' og ég borðaði ágætlega kl 1600 þ.a. snakk dugar mér bara í kvöld (já ég er eitthvað slappur líka). Ég vildi samt ekki vera ókurteis og tók bakkann og sagðist ætla að sjá til hvort ég myndi borða eða ekki en að hún skildi hafa það á hreinu að ég pantaði þetta ekki. Þá óð hún hérna inn og þurfti að sýna mér hvernig ég gæti dregið fyrir gluggana og hvernig ég gæti skipt um sjónvarpsrásir og svona ýmislegt smálegt sem greinilega er ekki 'kommon novleds' hjá hennar gestum. Ég þurfti hálfpartinn að ýta henni út. Hálf skrítið eitthvað en hún meinar sjálfsagt vel með þessu...
Þessar 3jár vikur verða eitthvað...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-05-27
Það er eitthvað við þessa 'Jutteborj'
Ég veit ekki hvað það er en mér líður rosalega vel hérna í 'Jutteborj'. Það er reyndar óþægilega dýrt að vera Íslendingur í útlöndum, en það er eitthvað við þessa borg sem fer vel í mig.
Þegar ég slapp loksins út af þessari sýningu í dag (sem var alger hörmung ef frá er skilinn fyrsti dagurinn sem vonandi skilar einhverju) þá ákvað ég að fara í pílagrímsferð í hverfið sem við mamma bjuggum í fyrir 29 og 30 árum síðan. Þetta er ekki eins langt í burtu og mig minnti og ég fæ stig fyrir að taka sporvagninn og strætóinn. Af því að ég fór lengst upp í sveit í gær til BogT með sporvagni og strætó, þá er ég kominn með 2vö stig (það var í hina áttina).
Það var rosalega gaman, áhrifaríkt og sjokkerandi að koma aftur á Studiegången. Þetta var allt í hausnum á mér þegar ég var kominn á staðinn. Fann meira að segja gamla leynistaði í skoginum, garðaleiðina í skólann, alla helstu leikstaðina og fótboltavellina og íbúðir félaganna og allt sem skiptir máli. Það var hins vegar sjokkerandi að sjá að allt hverfið (eins og nafnið gefur til kynna eru þetta stúdentagarðar) allt í niðurníðslu. Það verður gaman að sýna mömmu myndirnar :)
Endaði svo daginn á góðri gönguferð í gegnum 'centrúmmið', fékk mér ða borða og náði kvöldgöngu í Liseberg. Liseberg, fyrir þá sem ekki vita, er tivolí-ið í Gautaborg. Liseberg er meira action en Tivolí í Köben þ.e. tækin í Liseberg eru virkilega fullorðins... öll. Rússibanarnir þarna eru geðsjúkir og þeir eru með hæsta fallturn í Evrópu. Ég er á báðum áttum hvort það væri ráð að fara hingað með Spiderman I.
Heyrumst í Suður Afríku næst!!!
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta bíó er þá rúmlega hálfnað. Mikið er rosalega gott að vita til þess að maður er ekki á leiðinni á fleiri svona 'treidsjóv' í náinni framtíð... sjitt hvað þetta getur verið morkið. En maður þarf að standa sína plikt og gera það eins vel og maður getur. Mér sýnist reyndar að 2/3 af ICEsave tríóinu séu ekki gröðustu sölumenn í heimi, meira svona að bíða eftir því að fiskurinn komi upp á land og kveiki undir grillinu fyrir þá. Ég var nú vel stressaður fyrir fyrsta daginn, sérstaklega af því að ég er 'ðe svídiss spíking eidjent' en það gengur ótrúlega vel að tala sænskuna. Menn og konur hafa verið að kenna mér um eldgosið og öskuskýið (núna og í fyrra) og fjármálakreppuna í Evrópu. Ég tek þetta allt á mitt breiða bak eins og Íslendingi sæmir. Dagurinn í dag var ekki eins líflegur en er víst besti dagurinn. Það var tiltölulega tómt okkar megin í salnum löngum stundum og þá er rosalega leiðinlegt í vinnunni.
Eftir vinnu í dag þáði ég svo heimboð hjá gömlum vinum hér í 'Jutteborj'. Börger og bjór og frábær félagsskapur. Það er merkilegt hvernig sumir eru. Það var bara eins og við hefðum verið í stöðugu sambandi síðastliðin 15 ár og hist reglulega... Rosalega gaman. Takk fyrir mig BogT!!!
Síðasti dagurinn á ráðstefnunni á morgun. Geri ráð fyrir að fara pílagrímsferð í Studiegången og reyni að finna gömlu íbúðina okkar mömmu og jafnvel Rosendalskolan þar sem ég var í 7jö og 8ta ára bekk. Enda svo í miðbænum sem ég hef ekki enn náð að kíkja á, og kanna hvort eitthvað hefur breyst á þessum stutta tíma.
Svo er það bara Suður Afríka næst.
hejdå
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er ég farinn af stað aftur. Lönd sem byrja á 'S' eru vinsælust svona fyrri part árs. Búinn að vera í Sádí, er núna í Svíþjóð og á leiðinni til Suður Afríku... hvar er Spánn??? Afhverju er ekki hægt að senda mig til Spánar?
Þetta leit reyndar ekki vel út til að byrja með því Grímsvötn hafa sett strik í reikninginn hjá mörgum ferðalangnum. Þeir ákváðu samt að opna Drulluv... ég meina KEF í tæka tíð fyrir mig þ.a. flugið mitt til CPH stóðst upp á mínútu (bæði brottför og lending). Ég vildi ekki vera allt of seinn út á völl því að ég gerði ráð fyrir röðum í 'tékkinninu' og var meira að segja svo séður að tékka mig inn heima og prenta út 'bordingpass' og allt. Það var hins vegar tekin ákvörðun um að hafa 'baggass-droppið' fyrir þá sem tékka sig inn heima, lokað í dag þ.a. ég græddi ekki á því OG lenti í röð. Ég verð hins vegar að hrósa 'Æslander' fyrir þá ákvörðun að hafa öll innritunarborðin opin (í fyrsta sinn sem ég verð vitni að því) og hóa í allt röskasta liðið sitt, því röðin gekk eins og í sögu.
Næst tók ég þá yfirveguðu ákvörðun að splæsa á mig nýjum glerjum í gleraugun mín. Ég kom askvaðandi inn í gleraugnabúðina og bað um ný gler. Það var varla hægt að sjá út um gömlu fyrir rispum og ég er ánægður með umgjörðina mína og sé ekki ástæðu til að skipta, fyrir utan að ég nenni ekki að máta nýtt 'lúkk'. 10 mínútur sagði hann. Ég fór því hálfblindur í sjoppuna að kaupa beiskan sem er nauðsynlegur í öll ferðalög og tóbak sem er eiginlega nauðsynlegra í allt. Ég komst hins vegar að því að það er ekki til tóbak í KEF... ég hefði sennilega drepið einhvern ef ég hefði ekki verið á leiðinni til Gautaborgar og vitandi að ég var með smá nesti í töskunni. Þar fyrir utan virtist ekki vera til beiskur (hann fannst reyndar). Þegar ég svo ætlaði að sækja gleraugun var viðgerðarmaðurinn eitthvað skrýtinn í framan. Hann hafði nefnilega brotið umgjörðina mína. Einmitt. Frábært. Ég á leiðinni í 4ra vikna ferðalag og ekki með gleraugu. Hann bauðst til að reyna að gera við þau sem ég þáði með semingi því ég er ekki að treysta því að viðgerðin haldi í 4rar vikur. Afgreiðslukonan var spenntust fyrir því að vita hvenær ég hefði keypt gleraugun hvort það væri fyrir meira en 3rem árum, því það væri bara 3ja ára ábyrgð á þessari týpu. HALLÓ!!!! ÞÚ braust gleraugun mín og það hefur ekkert með mína ábyrgð að gera!!! Ég gaf þeim 30 mín til að bjarga þessu, því á þessum tímapunkti voru bara 30 mín í 'bording'. Ég endaði á að fá ný gleraugu að láni og á að koma við á leiðinni heim eftir 4rar vikur til að greiða úr þessu... og þau tilkynntu mér þessar elskur að þau yrðu einmitt bæði í fríi þá... mjög öruggt. Ég er hins vegar mjög ánægður með þessi nýju gleraugu, þau eru stór en þau venjast. Eina vandamálið er að af því að við vorum öll að flýta okkur þá eru þau eitthvað vanstillt, eitthvað þröng og eru farin að meiða mig eftir einn dag. Ég verð flottur eftir 4rar vikur.
Flogið var yfir Akureyri og suðaustur yfir Egilsstaði til Köben. Skyggni gott en ég sá ekki neinn strók úr Vatnajökli. Flugið náttúrulega eldsnemma og ég lítið sofinn þ.a. ég var búinn að plana góðan svefn á leiðinni... hann fór fyrir lítið. 4ra manna fjölskylda í sætinu fyrir framan mig með 2vær litlar skvísur á hoppi og grenji aldrinum og það sem verra var, strákur fyrir aftan mig á aldur við Spiderman I sem spilaði tölvuleikina af krafti alla leiðinni. Það hefði verið í lagi ef hann hefði spilað á sitt eigið spil, en nei hann spilaði á snertiskjáinn í hnakkanum á mér. Það var alveg sama hversu blíðlega ég bað hann eða mömmu hans um að hætt, allt kom fyrir ekki. Hvaða pæling er það að vera með tölvuleiki á snertiskjá í hnakkanum á næsta manni. Ég geri það hér með að tillögu minni að 'Æslander' loki fyrir þennan möguleika.
Til Köben komst ég og náði að sturta einum stórum fyrir flugið til 'Jutteborj'. Þá er maður bara í Reykjavíkurflugvallarstemmaranum. Labba út í vél og vélin ekki af stærri gerðinni. Þessi leggur var sem betur fer sá stysti í ferðinni, ca. 35 mín.
Tékkaði mig svo inn á hótelið hérna í Gautaborg. Herbergið er svona álíka stórt og hornskápurinn í eldhúsinnréttingunni minni. Eins gott að þurfa ekki að vera hér í 3jár vikur. Ég ákvað svo að taka röltið og sjá hvort ég myndi ekki eftir einhverju héðan, því fyrir þær lesendur sem ekki vita þá bjó ég í Gautaborg þegar ég var 7jö og 8ta ára gamall (þess vegna er ég hérna á þessari ráðstefnu, ég er 'ðe svídiss spíking eidjent'). Ég man ekki staf. Það er eins og ég hafi aldrei komið hingað. Það eina sem ég man eftir af því sem ég hef séð eru bláu sporvagnarnir og kanínan á fánanum í Liseberg.
Þetta verður eitthvert bíó...
Það er líka spurning hvernig samvinnan fer hjá okkur, mér og kollegum mínum 2veimur. Annar frá UK og hinn frá NED. Þetta verður haft í minnum sem ICESAVEtríóið, ekki ICYtríóið (sem reyndar keppti í Svíþjóð ef ég man rétt. Vann ekki 'DiggiLúDiggilei' 1985?).
Þ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi seinni ferð til KSA sannfærði mig enn frekar að ég mun ekki sækjast sérstaklega eftir því að fara þangað aftur. Hitinn var að verða óbærilegur og á þó eftir að hækka um a.m.k. 15°C... sandfokið og rykið 'smaug í gegnum allt' (tónlistargetraun) og það var enn ekkert merkilegt að sjá.
Síðasti dagurinn verður þó í minnum hafður. Eftir frekar rólegan dag í vinnunni komu upp nokkur mál sem þurfti að leysa 1nn, 2veir og 3rír. Það gekk sem betur fer eftir. Við (ég og pakistanski indverjinn) vorum því klárir að fara á réttum tíma. Þá var leigubíllinn ekki kominn. Það var í fyrsta og eina sinnið sem ég þurfti að bíða eftir leigubílnum. Ástæðan var slys á hraðbrautinni, eitthvað sem átti ekki að koma á óvart miðað við allt og allt, og umferðarteppan slík að leigubílnum seinkaði um rúman 1/2tíma. Það var ekki allt því á leiðinni á hótelið keyrði upp að okkur annar bíll... óþægilega nálægt og pataði út öllum örmum. Jú það var sprungið hjá okkur. Og við staddir á miðri hraðbraut. Vel gert (hefði einhver sagt). Við keyrðum því á felgunni einhverja kílómetra áður en við náðum að komast í var.
Af því að ég er allur í því að safna heimsborgarastigum, þá tók ég þá yfirveguðu ákvörðun að aðstoða karl-greyið við að skipta um dekk. Kannski ekki besta ákvörðun mín til þessa, en karlinn var kátur með mig. Hann tjakkaði upp bílinn og ég sótti varadekkið í skottið og svona og svo hjálpuðumst við að við að losa dekkið undan. Það var svo heitt. Það lak af mér fitan. Boltarnir voru svo heitir að það var varla takandi á þeim. Og svo hrundi bíllinn niður af tjakknum. Hann tjakkaði bílinn náttúrulega upp í botn og undirstaðan sandur... ekki gott... en sem betur fór vorum við ekki alveg búnir að losa dekkið þ.a. bíllinn endaði ekki á diskunum. Þetta hafðist svo að lokum.
Ég var því sveittur og skítugur, hlaupandi á milli staða til að klára síðustu verkin... kaupa 'arabaskít' fyrir konuna og svona...
Það var frekar ljúft að stíga upp í flugvélina og panta þessa 3já bjóra sem ég var búinn að bíða eftir í 10 daga. Ég var svo heppinn í þetta sinnið að fá almennilegt sæti með sæmilegu plássi fyrir fætur þ.a. ég svaf mestalla leiðina. Sem er gott.
Dagur í London í alls konar veðri en aðallega sól... og svo loksins heim til famelýunnar!!!
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þau eru ekki mörg heimsborgarastigin sem hrannast inn þessa vikuna. Maður getur ekki fengið stig fyrir eitthvað sem maður hefur gert áður, þ.a. það að borða með puttunum á indverskri vegasjoppu sem heitir því skemmtilega og svo langt frá því að vera lýsandi nafni: Royal Indian Resturant, telur ekki lengur. Eins fær maður ekki fleiri stig fyrir að ferðast með almenningsvögnunum. En ég varð vitni að því þegar sandstormurinn lagðist yfir borgina í fyrradag. Það var alveg magnað að sjá appelsínugulbrúnan vegginn færast yfir okkur. Þetta gerðist bara 1nn, 2veir og 3rír og auðvitað var ég í leigubílnum á leiðinni úr vinnunni og ekki með myndavélina - frekar súrt. Ef þið 'gúgglið' Riyadh og leitið að myndum eða jafnvel Riyadh + sandstorm, þá getið þið séð frekar magnaðar myndir af þessu sem ég upplifði.
Annars hefur veðrið verið þannig á kvöldin að maður fer ekki mikið út nema rétt til að sækja sér vatn og fá sér að borða. Það er ekkert þægilegt að labba um í sandstormi auk þess sem þrumur og eldingar með tilheyrandi sturturegni fylgja yfirleitt með. Ef það er ekki sandstormur þessa dagana þá er hrikalega mikið ryk í loftinu, þ.a. það myndast nokkurs konar rykhjálmur yfir allt... það er heldur ekkert skemmtilegt. Þessi síðari ferð mín hingað virðist því líka vera lengri fyrir vikið þrátt fyrir að vera bara um þriðjungur þess tíma sem ég var hérna síðast.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-04-29
Heimsborgarastigin hrönnuðust inn í 42°C +
Þá er frídeginum mínum í þessari ferð að ljúka. Tók þetta svona eins og maður á að taka frídaga þegar börnin eru í gistingu (eða ég ekki heima eins og í þessu tilviki) og svaf út. Reyndar svaf ég næstum af mér morgunmatinn því auðvitað var brúðkaupið til rúmlega 0300 í nótt með tilheyrandi látum og ég átti erfitt með svefn. Reyndar hefði nú kannski ekki mikið gerst þó ég hefði sofið af mér morgunmatinn, það er ekki eins og maður detti í beikon og pulsur hérna í KSA.
Eftir 'brekkfastið' drattaðist ég aðeins til að kíkja í tölvuna, enda bara miður morgun og ekki lá á neinu nema fara í tölvuna og vinna pínu. Í hádeginu hringdi ég svo í Holam sem keyrði mig í 'gamla-bæinn'. Gamli bærinn er semsagt rústir einar í orðsins fyllstu, hús frá því um 1700 eða þar um bil (skv. Holam), eða meira svona virki með nokkrum höllum og minni húsum innanum. Það var nokkuð gaman að sjá þetta og auðvitað var myndavélin með (sjá fléttismettið). Holam keyrði mig þarna fram og til baka en fyrir um ári síðan ákvað Sádinn að endurreisa rústirnar, ekki halda þeim við í því ástandi sem það er og sýnir fornmynjarnar eins og þær eru, heldur endurbyggja allt draslið. Þeir eru semsagt með Pakistanana og Filippseyingana í því núna að steypa þetta upp og ákváðu þess vegna að loka 'borginni' á meðan þ.a. ég komst ekki inn, varð að vera fyrir utan og taka myndir af því sem fyrir varð. Ég hefði verið meira en lítið til í að eyða tíma í að labba þarna um. Byggingarefnið hjá þeim í gamladaga virðist hafa staðið saman af úlfalda-taði, sandi og leir, með einstaka spýtu. Ætli ég hafi ekki verið um 2vo tíma í taxanum sem endaði í 85 SAR (sinnum 30).
Þegar ég kom svo aftur í bæinn ákvað ég að rölta aðeins hérna útfyrir. Ég fór reyndar ekki hratt yfir enda sýndu hitamælar allt að 42,8°C. Eins og áður hefur komið fram í undanförnum pistlum, sýna hitamælar í Riyadh ALLTAF lægri tölu en raunverulegur hiti er. Þetta er staðfest af fjölmörgum sem hér búa og vinna. Ástæðan er aðallega að fá fólk út. Hver heldur þú að nenni að fara út í 50°C eða meira?
Kvöldið var svo bara með hefðbundnu sniði, út að borða. Reyndar bryddaði ég upp á nýjung í kvöld, ekki hvað varðar veitingastað, heldur ákvað ég að taka far með 'lókal-bössnum' (sjá eldri myndir á fléttismettinu). Ég var eitthvað svo dasaður eftir göngu dagsins að ég nennti ekki að labba og almenningssamgöngur frá hótelinu og þangað sem ég var að fara, eru ca 2 SAR í stað 16 SAR í taxa. Það var ótrúlega fyndið að sjá framan í þessi 20 (já 20 og kíkið nú á myndina) verkamannaandlit sem sjálfsagt hafa ekki séð hvítan mann taka strætó, ef þeir hafa séð hvítan mann. Þeim fannst þetta meiriháttar. Ég lenti reyndar aðeins upp á kant við bílstjórann, en sessunautur minn gat greitt úr vitleysunni. Annars var bílstjórinn hress á því og söng mestalla leiðins.
Auðvitað nennti ég svo ekki að labba heim aftur eftir að hafa prófað lókalinn, þ.a. ég tók hann bara til baka. Þá hafa sjálfsagt ekki verið nema 12 - 14 í bílnum.
Þ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2011-04-28
Sádinn kveikti á tölvunni...
Jæja, þá er ég kominn aftur til Riyadh en verð bara í viku í þetta sinn. Það hefur svosem ekki mikið breyst hérna í KSA síðan síðast, nema sandurinn er heitari eins og góðvinur minn benti mér á. Ég veit að það er hálf asnalegt að kvarta yfir veðrinu eins og það er búið að vera leiðinlegt heima, en 38 stiga hiti og ekki sundlaug og ekki bjór og ekki skvísur í bikiníum... það er bara of mikið!!!
Það er sama brandarakeppnin í umferðinni, ég er aftur kominn í 'læf froggy', konurnar ganga enn í svörtu og karlarnir í náttserkjum og súkkulaði-gatan er til allrar hamingju, enn á sínum stað.
Annars held ég að ég hafi sett met þegar ég kom til landsins því ég þurfti bara 20 mínútur í 'immigreisjoninu'. Ég hef ekki heyrt af neinum sem hefur verið svo snöggur. Þeir tóku meira að segja fingraförin og mynd og allt og ég var aftast í vélinni og þ.a.l. síðastur út.
Vinnan er sú sama, ræs 0640 og taxi 0730 og mættur 0800 - vinna - aftur taxi um 1700 og kominn upp á hótel um 1800. Það merkilega hins vegar er að Sádinn er búinn að kveikja á tölvunni. Það er enn ekki vitað hvað hann gerir en það er allaveganna kveikt á tölvunni. Sádinn situr náttúrulega á efri hæðinni og þegar ég kom fyrst voru engar tölvur á borðunum þeirra (bara hjá Indverjunum). Þeir sátu bara við borðin og rifust á milli þess sem þeir töltu sér út undir tré á teppið sitt og reyktu og drukku te. Síðustu vikuna sem ég var hérna um daginn voru komnar tölvur á borðin þeirra en þeir voru ekki búnir að kveikja á þeim. Núna er Sádinn búinn að kveikja á tölvunni.
Á morgun er 'dey-off' og ég er búinn að plana ferð með Holam. Hann ætlar að sýna mér hinn merkilega hlutinn í Riyadh. Ef einhver efast um hinn merkilega hlutinn þá er það Kingdom Tower... hann er ansi flottur. Vonandi get ég sýnt ykkur skemmtilegar myndir á fléttismettinu eftir daginn á morgun ef ég næ þá að sofna út af brúðkaupinu sem er hérna á hótelinu, sjitt, þvílík læti og ekki alveg tónlistin sem ég hefði valið en þeir þekkja líklega ekki Megas eða Tom Waits hérna í KSA.
Leit mín að Camel-mjólk heldur svo áfram.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)