Þetta bíó er þá rúmlega hálfnað. Mikið er rosalega gott að vita til þess að maður er ekki á leiðinni á fleiri svona 'treidsjóv' í náinni framtíð... sjitt hvað þetta getur verið morkið. En maður þarf að standa sína plikt og gera það eins vel og maður getur. Mér sýnist reyndar að 2/3 af ICEsave tríóinu séu ekki gröðustu sölumenn í heimi, meira svona að bíða eftir því að fiskurinn komi upp á land og kveiki undir grillinu fyrir þá. Ég var nú vel stressaður fyrir fyrsta daginn, sérstaklega af því að ég er 'ðe svídiss spíking eidjent' en það gengur ótrúlega vel að tala sænskuna. Menn og konur hafa verið að kenna mér um eldgosið og öskuskýið (núna og í fyrra) og fjármálakreppuna í Evrópu. Ég tek þetta allt á mitt breiða bak eins og Íslendingi sæmir. Dagurinn í dag var ekki eins líflegur en er víst besti dagurinn. Það var tiltölulega tómt okkar megin í salnum löngum stundum og þá er rosalega leiðinlegt í vinnunni.
Eftir vinnu í dag þáði ég svo heimboð hjá gömlum vinum hér í 'Jutteborj'. Börger og bjór og frábær félagsskapur. Það er merkilegt hvernig sumir eru. Það var bara eins og við hefðum verið í stöðugu sambandi síðastliðin 15 ár og hist reglulega... Rosalega gaman. Takk fyrir mig BogT!!!
Síðasti dagurinn á ráðstefnunni á morgun. Geri ráð fyrir að fara pílagrímsferð í Studiegången og reyni að finna gömlu íbúðina okkar mömmu og jafnvel Rosendalskolan þar sem ég var í 7jö og 8ta ára bekk. Enda svo í miðbænum sem ég hef ekki enn náð að kíkja á, og kanna hvort eitthvað hefur breyst á þessum stutta tíma.
Svo er það bara Suður Afríka næst.
hejdå
Þ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.