2007-05-29
Spendýrahelgi dauðans...
Þegar maður er í átaki, stífu matarprógrammi og æfingum, þá er ekki æskilegt að éta eins og þurs. Ég er vanur að éta eins og þurs undir venjulegum kringumstæðum. Það dugar ekki minna en kíló af kjöti þegar verslað er inn fyrir litlu fjöguramanna fjölskylduna (ég, konan, 6ára og 3jára). Allaveganna það er búið að vera spendýraþurrð síðastliðinn mánuðinn. Ég hef bara fengið spendýr um helgar, einungis hefur verið boðið upp á fisk og gras á virkum dögum. Ástandið er reyndar orðið þannig að konan sá ástæðu til að vara nágranna okkar við þessu og ráðlagði þeim að loka hunda og önnur gæludýr inni.
Þessi helgi braut allar reglur. Ég er búinn að éta eintómar spendýrasteikur síðan á föstudag. Svínalundir, lambainnralæri, nautainnralæri að afrískum sið, og endaði á lambalæri í gær. Með þessu var náttúrulega allt meðlæti og ég setti meira að segja stundum smjör í kartöfluna... fyrir utan það að núna um helgina drakk ég fleiri bjóra en ég hef sett niður síðan í átaksbyrjun (ef undan er skilin kosningahelgin) og bjór er ekki góð átaksvara.
Í morgun gerði ég því ráð fyrir töluverðri þyngdaraukningu á vigtinni... en því var ekki að heilsa... karlinn heldur áfram að hrynja... kannski að ég taki bara upp fyrri lifnaðarhætti, éta eins og þurs?? Kannski er þetta bara árstíðarbundið hjá mér, þyngist á veturna en léttist á sumrin? Án tillits til mataræðis og hreyfingar?? - djö væri það mikil snilld...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2007-05-25
Hrár fiskur í hrísgrjónarúllu á færibandi...
Sushi var það heillin... ég er ekki frægur fyrir að borða mikið hráan fisk en í dag var mér boðið á færibandaveitingastaðinn Sushi Train í Iðuhúsinu við Lækinn. Ég verð að segja að mér þótti þetta nú bara skrambi gott... þetta er ekki mikill matur, en það er allt í lagi því ég er í miðju átaki. Ég var varaður við græna gumsinu, að það væri sterkt. Auðvitað þurfti ég að kanna hversu mikið ég þoldi en sögum ber ekki saman um litarhaft mitt eftir þá tilraun.
Ég á pottþétt eftir að fara þarna aftur og nú veit ég hvert ég á að fara með konuna til að gleðja hana og koma henni á óvart (það er allt í lagi að opinbera það hér því hún nennir hvort eð er ekki að lesa þetta bull eftir mig).
Helgin framundan stefnir í rólegheit. Ég þarf reyndar að redda 3 hlutum til að fá húsið mitt úttekið... 2veir frekar einfaldir, merkimiðar á heita og kaldavatnsinntökin og vifta á litla wc-ið, en það þriðja er snúnara því það þarf að velja handlista upp stigavegginn á efrihæðina (og/eða niður, eftir því hvort þú telur að ofan eða neðan).
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2007-05-24
Með hælana og herðablöðin í stólnum...
Mér er mjög illa við að fara til tannlæknis nema ef mér er boðið í mat eða veislur þá er það í lagi, en að fara til að láta krukka í kjaftinum á mér er eitthvað sem ég get ekki vanist.
Í dag var ég í 6mánaðatékki. Ég veit ekki hvort er verra, 6mánaðatékk með hreinsun og slípun eða láta gera við eða rífa endajaxla. Það síðarnefnda felur í sér deyfingu en ekki hreinsunin. Ég er alltaf handónýtur eftir þessar hreinsanir á líkama og sál en þó aðallega á hægra endajaxlsvæðinu. Yfirleitt fæ ég líka strengi í læri og maga því ég er þessi typa sem ligg í stólnum með hælana og herðablöðin pressuð niður á meðan restin af skrokknum er í lausu lofti. Núna get ég ekki greint hvort strengirnir eru eftir leikfimina eða eftir tannlækninn.
Tannlæknirinn minn er annars hinn vænsti maður og konan hans líka. Hann hefur að mér vitandi aðeins einu sinni orðið brjálaður út í mig og það eru mörg ár síðan. Þá náði ég að grípa í hendina á honum á meðan hann var að bora og það er víst ekki ætlast til þess að maður grípi inn í svona aðgerðir með þeim hætti. Hann hefur líka nokkrum sinnum verið pirraður út í mig en það er aðallega vegna þess að ég verð svo stífur í kjaftinum að karlinn þarf að beita öllum kröftum og ráðum til að toga í kinnarnar á mér til að sjá eitthvað uppí mig. Í seinni tíð held ég að við höfum náð að aðlagast hvor öðrum ágætlega. Hann veit að hann þarf að taka á því þegar ég er í stólnum og ég veit að ég verð að sætta mig við það að vera bundinn á höndum og fótum í stólnum.
Ekki er hægt að þræta fyrir árangur vinnunnar því það eru ár og dagar síðan ég var með skemmda tönn. Ekki það að áður en ég kynntist honum hafði ég ekki farið til tannlæknis í 10 ár og ekki man ég eftir að hafa verið með skemmda tönn á þeim tíma heldur...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2007-05-23
Gríðarlegur árangur í átakinu... eða hvað?
Já nú er karlinn að standa sig. Er enn í stífu prógrammi og fæ ekkert að éta heima hjá mér nema fisk og grænmeti og einstaka spendýr um helgar. Laugardagar eru nammidagar, en ég er að mestu kominn yfir salgætis og snakk fíkn en nota laugardagana til að fá mér 1 eða 2 eða 3 bjóra (fer eftir tilefni). Matardagbókin er svo mögnuð að það mætti halda að hún hafi verið skálduð upp af næringarfræðing, samt er bara í henni skráning á því sem ég fæ mér yfir daginn og hvenær ég fæ mér það. Æfingarnar ganga vel, þó ég vildi persónulega meiri brennslu í staðinn fyrir þetta endalausa body-pömp sem gerir það að verkum að ég hef ekki náð að setja sápu í hárið á mér í 3jár vikur.
Í gær var svo árangur síðustu vikna mældur. Ég var settur á vigt, mældur með málbandi og látinn halda á kappakstursstýri sem á að sýna hversu hátt hlutfall fitu er í líkamanum. Í stuttu máli þá er ég að hrynja niður í þessu öllu, sem er mjög jákvætt. En betur má ef duga skal. Ég setti mér ævintýranleg markmið að mati kennarans sem ætlaði mér miklu minna. Ef ég á að segja eins og er þá er ég þegar búinn að ná markmiðunum sem kennarinn setti þó námskeiðið sé tæplega hálfnað, þ.a. ég hef líklega sett raunhæfari markmið sjálfur. Ég hef svosem ýmislegt út á mælingarnar sjálfar að setja, maður deilir síst við vigtina en ég hef ekki mikla trú á kappakstursstýrinu og svo set ég spurningarmerki við málbandsmælingu kennarans þ.s. magi og læri eru mæld ummáli. Það er ekki líklegt að hún nái að hitta á sama stað yfir magann t.d. í öllum þessum mælingum. Það er því best að horfa mest á vigtina og fylgjast svo með beltinu og buxunum því það breytist seint.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2007-05-15
Íþróttameiðsl setja strik í reikninginn
Ég segi það satt. Ég var búinn að hlakka svo til leikfimitímans í gær. Búið var að fá sérstakan box-þjálfara fyrir hópinn. Þetta byrjaði allt saman vel. Í upphitun var manni sýnt hvernig maður átti að bera sig að, halda fótastöðunni og 4 mismunandi kýlingar (stunga, hægri, vinstri krókur og hægri krókur). Svo var boxað til skiptis við það að vera með þjálfarapúðana og vera boxaður. Einhverjum snillingnum datt í hug að það gæti verið gaman að iðka þessa íþrótt utandyra... mér fannst það ekki góð hugmynd, enda vil ég kenna snöggri kælingu um það að ég fór aftan í lærinu í einni æfingunni. Ég átti ekki eftir nema um 10-15 mínútur af tímanum þegar eitthvað gaf sig undan þunganum (sennilega var það allur bjórinn á laugardaginn - frekar en snitturnar). Ég haltraði því sárþjáður af velli. Þetta var samt rosalega góð og skemmtileg æfing. Ég var orðinn svo þreyttur að ég hefði ekki einusinni geta kýlt konuna í gólfið í gær.
Í dag er svo annars konar tími og ég ætla að reyna að mæta, vonandi verður ekki framstig eða hnébeygjur því ég er gjörsamlega farinn í lærinu. Verð bara að einbeita mér að höndum, baki og maga.
Svo er það Íslandsmótið í knattspyrnu. Fyrsta umferð búin og eins og búast mátti við lágu mínir menn á heimavelli fyrir 'drulluvík'. Þetta er ekki einleikið hvað okkur gengur illa með þá. Ég á nú samt von á því að sumarið verði gott og því setti ég inn létta könnun hér á síðunni sem ég vil endilega að menn og konur taki þátt í (síðasta könnun var meira fyrir menn).
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2007-05-14
Laugardagur er nammidagur!
Laugardagar eru nammidagar. Skrítið hvernig áherslurnar breytast með aldrinum. Dóttir mín fær bara nammi á laugardögum (og sonurinn fær cherios og rúsínur í poka). Nú þegar ég er kominn í aðhaldið þá verð ég líka að halda mig við laugardaga sem nammidaga. Síðastliðinn laugardagur fór alveg úr skorðum í aðhaldinu. Ég var búinn að vera rosalega duglegur framan af degi en svo var mér boðið í afmælisjúróvisjónkostningarpartý í 23. Það var svo mikið af krásum á boðstólnum og þar að auki náði ég að sulla í mig örfáum bjórum (sem er víst ekki gott fyrir menn eins og mig). Ég reyndi að vera í léttvíni því það sest ekki eins á mann... en það kom berlega í ljós hversu mikill 'redneck' ég er... bjór er bara alltof góður.
Næsta helgi verður ævintýrahelgi. Fjölskyldan er á leiðinni í sveitina til afa. Sauðburður tekinn með trompi. Allir í gúmmara, moka skít og gera við girðingar. Ef við verðum heppin verða ekki allar bornar, en við náum allaveganna að sjá lömb. Vonandi verður hitinn fyrir norðan kominn yfir frostmark.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jú það er satt, karlinn er kominn í átak. Ég held að flestir sem til þekkja hafi haft verulegar áhyggjur af heilsufarshorfum mínum undanfarna mánuði. Ef ekki þá allaveganna af hámarks leyfilegri þyngd á gólfefnum húsa sinna og burðarvirkjum í blokkum.
Mánudaginn 30.4 var ég því kominn í leikfimi- og fæðuátak. Ég var nú búinn að gleyma því hversu rosalega góð tilfinning það er að rennblotna af svita (þ.a. svitinn dropi niður andlitið) en allaveganna... ég skráði mig á karlanámskeið í einni heilsulind bæjarins. Ég, sem gamall 'afreksmaður' í íþróttum, hef aldrei haft trú á svona námskeiðum þ.s. gamlir feitir karlar koma saman og hoppa og skoppa undir handleiðslu ungra og hressra kvenna sem taka meira í bekk og hnébeygju en þeir hafa nokkurn tíma reynt að láta sér dreyma um að láta sér detta í hug að þeir gætu. Lét til leiðast. Það var sem mig grunnti... í fyrsta tíma hrönnuðust fyrir framan salinn saman safn af feitum gömlum körlum... og ég... nema að ég sé feitur og gamall.
Fyrstu tímarnir voru nú ekki það léttasta sem ég hvef gengið í gegnum. Í síðustu viku gat ég ekki þvegið á mér hárið með sjampói og ekki gengið upp og niður stiga, vegna strengja. Ég ákvað í framhaldi af verkjunum að halda ótrauður áfram og reyna eftir fremsta megni að taka sem flesta aukatíma og ég get. Aukatímarnir felsast í því að hlaupa og svitna á eigin vegum og ég held að það hafi flýtt fyrir bata.
Ég hef skrifað niður samviskusamlega allt sem inn fyrir mínar varir hefur farið (sem er ekki mikið) því hluti af þessu átaki er að breyta matarræði. Í stað þess að borða þangað til ekkert er eftir, reyni ég nú að halda mig við að fá mér einu sinni á diskinn. Í stað þess að drekka gos, reyni ég að drekka vatn. Í stað þess að liggja upp í sófa á kvöldin og éta snakk og nammi, reyni ég að liggja uppí sófa og borða ekki neitt. Þetta er erfitt. Fyrir utan allt þetta hef ég á þessum tæpu tveim vikum ekki fengið að éta spendýr nema 2var sinnum. Nú er bara fiskur og grænmeti á boðstólnum.
Gleðifréttirnar eru þær að þó að aðeins séu liðnar tæpar 2vær vikur, þá stór sér á mér þó ég segi sjálfur frá.
Þ
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2007-05-07
Stólaleiðangurinn mikli - 3ja daga process
Loksins er hægt að fara að skrifa um daglegt líf þegar ferðasagan er að baki. Þetta var farið að liggja svolítið á mér... reyndar er líka búið að vera mikið að gera í vinnunni svo tími og orka var ekki mikil til leggja inn skrif.
Okkur hjónin hefur dreymt um borðstofustóla, við eigum forláta borðstofuborð sem fékkst á 95% afslætti í Öndvegi, en höfum alltaf setið á gömlum jálkum. Núna eru gömlu stólarnir sem við fengum frá mömmu farnir að liðast í sundur svo við ákváðum að fara rúnt. Ég var dreginn í IKEA á laugardaginn og það var í fyrsta sinn sem ég steig fæti inn í þá ágætu verslun eftir að þeir fluttu á nýja staðinn. Þangað ætlaði ég mér aldrei en nú er ég búinn að fara. Rosalega leiðinleg búð. Allaveganna, við fundum stóla og aldrei þessu vant þá vorum við bara nokkuð sátt við valið. Kössunum var staflað í skottið. Seinna um daginn áttum við erindi í Rúmfatalagerinn og sáum þá miklu betri stóla sem voru reyndar 1.000 kr dýrari. Við hefðum ekki verið ánægð með IKEA stólana vitandi af þessum svo það var tekin yfirveguð ákvörðun um það að ég færi í það daginn eftir að skila IKEA sínum ágætu stólum og kría út endurgreiðslu. Ég hef semsagt 2svar farið í IKEA (en bara 1u sinni í gegnum búðina). Það gekk um hádegisbil í gær, sunnudag. Farið var svo af stað í Rúmfatalagerinn. Þegar við stóðum á bílastæðinu þar fyrir framan ákváðum við að útiloka húsgagnaverslunina EGG - sem er vitanlega mikið dýrari en að sama skapi flottari og vandaðri. Þegar þangað kom blasti við okkur skemmtileg sýn, flottir borðstofustólar í líkingu við það sem okkur langaði alltaf í en höfðum ekki efni á, á 55% + afslætti sem þýddi að þeir voru ögn dýrari en IKEA sessurnar en ögn ódýrari en Rúmfatalagers stólarnir. Slegið. Lagerinn lokaður á sunnudögum. Varð því að fara í hádeginu, fá jeppa lánaðann og sækja stólana... sem og ég gerði samviskusamlega. Ég er hins vegar að vinna frameftir svo ég veit ekki hvort ég nái að koma þeim heim fyrir kvöldmat... það verður allaveganna morgunmatur á morgun í nýjum stólum.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2007-05-02
Dagur 7 - heimferð
Heimferð nálgast. Ferðaskrifstofan planaði ferðir út á völl í 2veimur langferðabílum. Slegist var um fyrri rútuna, sem átti að fara á fjölda hótela en vera á undan út á völl. Við hjónin ákváðum hins vegar að taka lífinu með ró og fara með seinni rútunni. Við gerðum því rólegheitarkaffihúsaferð um morguninn og sátum í sólinni eftir að hafa pakkað, gengið frá og skilað af okkur herberginu. Enda kom á daginn að þetta var betri kosturinn. Rútan sem fór fyrr af stað lenti í bölvuðu bagsli með að stoppa á öllum hótelunum og kom langt á eftir okkur á völlinn. Þegar við biðum eftir bílunum hvissaðist út sú saga að verkfall stæði yfir hjá innritunar og hleðslufólki á vellinum. Lágmarksvinna var hjá þessu fólki þennan dag og búið var að aflýsa mörgu fluginu. Fyrir utan þessar áhyggjur þurftum við að hafa áhyggjur af því að áhöfnin væri alveg við það að detta í vaktaálagsfrí. Seinkunin mátti því ekki vera meira en 2veir tímar. Úti á velli hrúguðust inn Íslendingar (sem ekki kunna að fara í röð). Þegar við komum var ekki búið að opna fyrir innritun. Við tókum því aðra meiriháttar ákvörðun sem fólst í því að karlinn tók töskurnar en konan stillti sér upp við skjáinn, tilbúin að hlaupa að innritunarborðinu sem auglýst yrði. Þetta varð til þess að við urðum númer 4 í röðinni. Innritunarfólkið var ekki að flýta sér og skoðaði allt í þaula. Við vorum heppin, því það tók tæpa 4 tíma að innrita allt liðið og þeir síðustu sem komu rétt náðu að rífa í sig samloku áður en kallað var á liðið að stíga um borð. Ég var svo pottþéttur að töskurnar kæmu ekki með því hleðslumaðurinn (eintala) sem hlóð vélina setti eina tösku í einu á færibandið og horfði á hana detta inn í vél áður en hann setti næstu tösku upp á færibandið.
Allaveganna, við komumst heim og ekki nema rúmum klukkutíma eftir áætlun. Ég ætla ekki að fara frekar í ferðina því vélin er ógeðslega þéttsetin og alltof þröng. Fögnuðurinn var gríðarlegur hjá stelpunni við heimkomuna en guttinn var meira svona 'hæ - það er partý og ég er að púsla'.
Ferðin búin og ferðasagan eftir minni vonandi sæmilega rétt.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2007-04-30
Dagur 6 - ræs kl 8
Ræs eldsnemma fimmtudagsmorgun. Begg og eicon (mmmmm). Farið í rútu út fyrir bæinn í einhvern listamanna-afkima. Bær sem byggður var upp um miðja síðustu öld af listafólki og markaðsjöfrum ef marka má það sem í boði var í bænum. Jú gaman að sjá sveitina og reyndar var rútuferðin mjög áhugaverð þ.s. keyrt var í gegnum heilu bæjarhluta Búdapest sem byggðir voru upp af Sovét... kassalöguðustu blokkir sem ég hef séð, allt upp í 12 hæðir, allar íbúðir eins, engar svalir og svo illa byggðar að það hálfa væri hellingur. En að öðru. Í listamannaspíruþorpinu var auðvitað allt til sölu. Þorpið er lítið annað en einn laugavegur. Reyndar er merkilegt marsipansafn á staðnum og einnig microsafn sem við kíktum á. Microsafn er safn muna sem eru svo litlir að það þarf að skoða þá í vísjá, þeir sjást ekki með berum augum. Mest allur dagurinn fór í þessa ferð. Ég komst reyndar að því á leiðinni að hverfið sem ég villtist í deginum áður (ég veit ég sagði ekki af því - en ég villtist rétt ofan við hótelið okkar og lenti í klandri) það hverfi hýsir að mestu sígauna og ber hæstu glæpatíðni í borginni. Reyndar var ég hálf sár að hafa ekki verið með myndavél því myndefnið var til staðar. Um kvöldið var farið út að borða í óperukjallarann sem heitir ekki óperukjallarinn. Það er gaman að kíkja þar við - þó að maturinn sé nú eins og hann er þá var gaman að upplifa syngjandi þjóna.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)