Aldrei gaman að vera lasinn...

...en leiðinlegustu veikindi sem ég veit um er ælupest. Nú herjar á okkur ælupest. Sem betur fer er þó bara einn einstaklingur veikur (7-9-13) en það er verst að það er sá eini í famelíunni sem ræður ekki við það að fara afsíðis heldur gusast upp úr honum hvar og hvenær sem er. ÞL er með ælupest. Það er því ekki nóg með það að aumingja drengurinn er slappur og vesæll heldur þarf endalaust að skola úr fötum og rúmfötum og dýnum og skrúbba upp af gólfum og þrífa húsgögn og aðra innanstokksmuni. Vonandi gengur þetta hratt yfir og vonandi sleppa aðrir meðlimir fjölskyldunnar við pestina... en það er svo týpískt þegar einn er byrjaður þá heldur maður að allir lendi í þessu og sérstaklega þegar maður er með fasta lyktina í nefinu.

Þið þekkið þetta og ef ekki þá kynnist þið þessu...

Þ.


Litla flísin...

Skvísan mín er með flís í lófanum. Það kemur ekki á óvart þ.s. hún er ótrúleg í því að sanka að sér og skoða alls konar drasl sem verður á vegi hennar innan- en ekki síður utandyra og er ekkert að spá í það hvort hlutirnir séu hættulegir sér eða öðrum. Úr vösum stúlkunnar er ekki óalgengt að draga upp ryðgaða nagla, dúkahnífsblöð og 'flísaðar' spítur. En allaveganna flísin var farin að angra hana verulega og hún kvartaði undan sviða og óþægindum í morgun þegar hún var að hafa sig til fyrir skólann. Hann sjálfur (ég) ætlaði þá að rumpa því af að rífa flísina úr lófa ljónsins. Ljóninu leist nú ekki á þá fyrirætlan og rak upp ógnarvein og þar sem við feðgin erum óstjórnlega þrjósk bæði tvö endaði þetta með því að reynt var við flísina en jafnframt var öskrað og æmt eins og verið væri að fjarlægja handlegginn endanlega. Ég þurfti ekki annað en að horfa á flísina og þá var öskrað, og ef ég kom við lófan þá var öskrað enn hærra... Þetta fór ekki vel í skapið á neinum á heimilinu og ég er ekki vinsælasti pabbinn í bænum... það versta var að flísin hafði greinilega setið einhvern tíma í lófanum og gerð úr mjúku efni og náðist því ekki nema að hluta. Ég geri ekki ráð fyrir að fá að draga restina úr á næstunni. Þetta kennir manni að vera ekkert að eiga við flísar nema í fullu samráði við þann sem á hana eða reyna að komast yfir staðdeyfingarlyf af einhverri sort til að koma í veg fyrir mestu slagsmálin.

Litla flísin varð því að mikilli dramasýningu, þ.s. ég var vondi karlinn en ljónið var hetjan sem gekk helsært frá viðureigninni en sigraði að lokum. Uppskrift að amerískri afþreyingar hasarmynd.

Þ.


Framkvæmdir framundan...

Já ég segi það satt... enn eru framkvæmdir framundan. Nú á að hespa því af að setja upp eitt stykki rennihurð. Til þess að vel sé þarf að flytja allt draslið úr TV holinu, rífa vegg í sundur, færa tvær rafmagnsdósir, smella hurðinni upp og stilla hana af, einangra vel, loka veggnum og gipsa og enda svo í spartsl- og málningarvinnu... Mikið hlakka ég til... Geri ráð fyrir miklum stuðningi við aðgerðirnar og einhverju fríi eftirá... það er samt aldrei að vita

Það er nú ekki búið að vera lítið ævintýri í kringum þessar hurðir. Á byggingarstigi var búið að panta allar 3jár hurðarnar en vegna einhvers ruglings fóru þær aldrei í framleiðslu þ.a. fallið var frá því að taka rennihurðaflekana. Loksins núna nýttum við okkur útsölurnar og smelltum okkur á fínan fleka en vegna þess að ég var búinn að ganga frá dyrunum varð að sníða flekann til. Einhver skilmisingur var milli búðarinnar og smiðanna sem áttu að klára hurðina þ.a. núna er hún búin að standa inni á verkstæði í á 4u viku. Það var ekki fyrr en í gær að ég fór í eigin persónu til að fara yfir þetta með þeim sjálfur að allt er klappað og klárt og hurðin verður tilbúin í dag eða á morgun. Gamli ætlar svo að koma í bæinn um helgina og aðstoða mig við uppsetningu. Það er þó eitt sem ég er búinn að læra á þessu byggingarferli öllu saman (þó ég virðist gleyma því jafnharðan) og það er að það gerist ekkert nema þú gerir það sjálfur og ef þú getur ekki gert það sjálfur þá þarf endalaust að ýta á eftir hlutunum og helst standa yfir mönnum á meðan þeir framkvæma þá.

Þ.


Parry Hotter helgi framundan...

Enn einn föstudagurinn og nýr mánuður. Mér finnst ekki svo íkja (er ypselon í þessu?) langt síðan ég var að fljúga upp skoteldum... þetta er ljótt að flíða.

Það stefnir í Parry Hotter helgi hjá mér og krökkunum... konan verður ekki í bænum og búið er að mæna upp latseðli helgarinnar og alls konar dagskrá. Stelpan er með Parry Hotter æði (erum að lesa 5tu bókina - hún ekki 7ára) og hún er búin að útvega sér 2vær myndir og ég geri ráð fyrir stífu dvd glápi hjá okkur með tilheyrandi poppveislum. Það verður allaveganna ekki farið í miklar framkvæmdir og tiltektir þessa helgi þegar pressan verður ekki í bænum...

Í dag er rauðvínslottó og í ljósi þess að ég vann síðast væri ekki sanngjarnt að ég myndi taka pottinn aftur EN í ljósi sögunnar (það að ég hef ekki unnið pottinn í rúmlega 3jú ár fyrir utan þetta eina skipti síðast) þá finnst mér ekkert að því að ég fengi annan drátt í þessu lottói. Mitt er að draga sjálfan mig ef af þessu á að verða, því í fyrsta skipti fæ ég að draga (dinnerinn v(r)egur).

 Þ.


þrátt fyrir svekkelsi...

Þrátt fyrir allt svekkelsi verður maður að halda áfram.

Handboltalega séð þá er leikur á morgun við rússkí. Þetta verður svona rugl leikur og við vinnum 33 - 25.

Annars (fyrir utan allt svekkelsi) þá er allt í ljómanum sómanum. Ég náði ekki að klára tiltektina í bílskúrnum og fæ enn að heyra af því hversu latur ég geti eiginlega verið. Fór samt eina sorpuferð en á aðra eftir. Það vildi svo til að tölvukerfi sorpu var niðri um það leiti sem ég mætti á sunnudaginn og því ekkert gagn í því að fara með flöskur og dósir. Eins eru þeir svo illa settir að það er ekki tæmt hjá þeim á sunnudögum og þ.s. flestir eru í því að taka til um helgar af því að flestir vinna virka daga (ekki þeir sem eru í Kringlunni og Smáralind í nóvember og desember) eru gámarnir og pressurnar þeirra mjög fljótlega fullar og ónothæfar. Ég var því beðinn að henda mínu bagganlega rusli í gám merktum grófu rusli. Venjulega er maður yfirmáta stressaður yfir því að flokka þetta drasl og setja í marga poka og kassa til að allt sé nú gert rétt því annars er maður húðstrýktur af starfsmönnum sorpu sem hella sinni andlegu öskutunnu yfir mann ef maður setur óvart einn pappakassa í bagganlegt í stað þess að setja hann í bylgjupappapressuna... er þetta stress þá bara að óþörfu ef maður má setja ruslið sitt hvar sem er þegar allt er fullt? Er bara verið að spila með okkur? Fer þetta hvort eð er bara í eina hrúgu hjá þeim í lok dags? Ég veit ekki... en ég ætla allaveganna ekki að vera að stressa mig of mikið hér eftir og setja öll vafaatriði bara í pressuna eða sem betra er, gróft rusl.

Þ.


Svekkelsi

Ég er miður mín... þetta er ömurlegt... að tapa fyrir sjálfum sér, eins og einn ágætur maður orðaði það (í ljósi þess að Íslendingar eiga nánast allt í Danmörku)

Allaveganna... svo svekktur... veit ekki hvernig ég fer að því að sofna í nótt... hvernig ætli strákarnir hafi það þarna úti... örugglega svekktir...

Svekkelsi

Þ.


Eitt og annað um hitt og þetta

Helgin að skríða inn og ekki eðlileg dagskrá framundan...

Helgin byrjaði eiginlega í dag því allar uppeldisstofnanir í Hafnarfirði voru lokaðar vegna skipulags - og ég verð að segja að ekki veitir af í okkar tilfelli... Var ég því með sílin heima í morgun en mætti samt með þau á Þorrablót í hádeginu í vinnunni. Krakkarnir fengu svo að fara í 'mömmuvinnu' að kryfja smokkfisk og ég held að það hafi verið meira spennandi en súru pungarnir í vinnunni minni. Sko maturinn. Að lokum verður svo hittingur hjá mömmu í lambi og á ég ekki von á öðru en að velta þaðan út.

Á morgun er á dagskránni þetta venjulega, ballet og íþróttaskóli, en því til viðbótar er nýjasta frænka mín að fá nafn. Ég geri ráð fyrir því að frændi minn sjái sér sóma í því að borga mér til baka og skíra dótturina 'Þórir' - meira af því síðar. Laugardagskvöldið er laust ef einhver nennir að passa... gæti vel huxað mér að detta í bíó.

Sunnudagurinn... já sunnudagurinn... dagurinn sem maður bíður eftir að geta legið með bumbuna uppí loft en fær sjaldnast. Meiriháttar bílskúrsframkvæmdir framundan. Já það þarf að fara með gamla sjónverpilinn á haugana ásamt gömlum tölvuskjá og prentmaskínu. Það eitt og sér væri í lagi en það þarf líka að flokka og telja dósir og fara með pappakassana utan af öllum jólagjöfunum og fleira rusl á Sorpu. Þar fyrir utan er töluvert síðan gengið var almennilega frá öllu draslinu í skúrnum og það liggur á mér að taka almennilega til. Stelpan er svo að fara í leikhús með æskuvinkonu sinni. Kommon!! hún er ekki orðin 7ára og hún á æskuvinkonu...

Inná milli verð ég svo í spennukasti að horfa á okkar menn rúlla Slóvenunum upp á laugardaginn og Þjóðverjum á sunnudaginn - ég hef fulla trú á að við vinnum báða þessa leiki - og þið megið alveg brosa út í annað en munið bara að ég spáði íslenskum sigri gegn Frökkum.

Þ.


Tóm hamingja

Búið að redda þessu. Tók mjög langan löns í vinnunni í gær og reddaði sjónverpli. Mig langaði í ákveðna týpu en skynsemin hafði betur í slagnum aldrei þessu vant. 300 þúsund króna LCD tækið bíður því enn um stund. Datt hins vegar niður á ágætis verpil af gömlu gerðinni og af því að ég hef pláss þá sá ég ekkert því til fyrirstöðu að spara mér 250 þúsund. Tækið er allt hið vandaðasta og í góðri stærð. Ég er enn að rída fokking manúalinn en náði samt að stilla það þannig að horfandi var á í gær. Þetta getur verið ansi flókið þegar maður er farinn að hafa meiri völd en bara yfir birtu, hljóði og lit eins og var á gamla tækinu. Nú getur maður ráðið hvort fólk er feitt eða mjótt, blörrý eða skírt, hálfan texta eða allan textann (skil ekki þann fídus) ofl. ofl. Mestu máli skiptir að landsliðinu gengur ljómandi vel í nýja tækinu líka og hefur reyndar ekki tapað leik í því og þar að auki þurfum við konan ekki að tala svona mikið saman.

Að lokum vil ég geta þess að froskar anda líka með húðinni...

Þ.


Sjónvarpið dó

Sjónvarpstækið mitt tók uppá því að deyja í miðjum barnatíma í gær. Allt svart. Ekkert hljóð. Vá hvað ég er feginn að það gerðist ekki á mánudaginn... þá hefði ég sennilega panikkað ansi illa.

Það var því skrítin stemning á heimilinu í gær. Krakkarnir gátu ekki suðað um 'dabbatíma' sem var ákveðin tilbreyting. Það sem var skrítnara var að þegar sílin voru komin í ró 'þurftum' við hjónin allt í einu að láta okkur nægja félagsskap hvors annars. Allt í einu sátum við á virku kvöldi í mirkrinu og þögninni og þurftum að spjalla saman því engin var afþreyingin. Það var að vísu notarleg stund. Ég eyddi mestum tíma á MSN með vinunum og konan var að mestu í símanum að tala við einhvern annan... samt, við náðum smá spjalli um stöðu mála.

Ef HM væri ekki gangi, eða réttara, ef strákarnir hefðu ekki unnið Frakka á mánudaginn þá væri ég ekkert að flýta mér að fjárfesta í nýju tæki... myndi sennilega láta reyna á samskiptahæfileika fjölskyldumeðlima fram yfir mánaðarmót. Staðan er hins vegar sú að ég get ekki hugsað mér að missa af leikjum íslenska liðsins næstu 5 daga og því stefnir allt í það að ég verði hreinlega að taka langan löns og versla mér eitt stykki sjónvarp.

Þ.


Ansi langt síðan síðazt...

Jæja kæru lesendur... nú er ansi langt síðan síðasta færsla var vistuð á þessu blog-svæði. Það er bara mikið búið að mæða á karlinum og hann hefur ekki verið í stöði eða aðstuðu til að skella hugsunum sínum og reynslu á veraldarvefinn fyrr en nú.

Þannig er málið vaxið að ég ákvað að skipta um vinnu aftur. Já nú eru margir hlessa, en svona atvikaðist það nú bara. Ég tók þá ákvörðun að ganga til liðs við mína gömlu félaga hjá Nobex og er því kominn í vöruhúsagírinn minn aftur. Þessi vinnuskipti hafa tekið að mestu alla mína hugarorku það sem af er ári og einhver leynd lá yfir þessu líka og því var erfitt að halda uppi blog-i án þess að minnast á þessi stórtíðindi - því ákvað ég að blog-a ekki neitt.

Bött æm bakk... og ætli ég reyni ekki að bisast við að setja inn eina og eina færslu næstu vikurnar.

Ég ætla ekki að tjá mig mikið um gengi landsliðsins í hópglímu eins og vinur minn kallar það en við spyrjum að leikslokum. Ég er nefnilega ekki viss um að við séum úr leik enn þá. Ég held að þetta hafi verið eins konar skotgildra hjá þjálfaranum... gera andstæðingana værukæra og sigurvissa til að tryggja 2 stig áfram í milliriðla... ræt...

Þ.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband