2006-10-23
Pínu hægur...
Viðburðarík helgi að baki...
Meiriháttar hrekkjavökupartý hjá nágrannanum og það skemmtilegasta við það allt saman var að sjá hversu hinir nágrannarnir tóku virkan þátt í gleðinni. Menn mættu undantekningalaust í búningi. Krökkunum þótti það ekki minna merkilegt en okkur fullorðnu... rosalega held ég að þetta hafi verið fyndið að sjá allar mömmurnar og pabbana uppádressuð í alls konar ruglgöllum. Ég var mjög flottur veiðimaður, fluguveiðimaður... fékk lánaðar vöðlur og veiðivesti og forláta hatt hjá tengdó, sem er ekki frásögufærandi NEMA hann er 'aðeins' minni en ég (þá meina ég bæði lægri og minni um sig). Ég kom mjög vel út... Konan var trúður, grafinn var upp gamall búningur sem einhvern tíma í fyrndinni var sérsaumaður... snilld, sonurinn var líka trúður og var mest ánægður með hattinn sinn... og dóttirin var auðvitað prinsessa. Svona örkuðum við yfir götuna og skemmtum okkur konunglega - takk fyrir okkur...
Meiriháttar afmælisuppskeruárshátíðarpartý á laugardaginn í vinnunni... haldið á Hótel Borg... sem bæðevei er orðin ansi flott eftir endurbætur. Fögnuðurinn hófst á fordrykk en síðar var arkað milli eðalmálmasalanna yfir í mat. Auðvitað var mikið skrafað og mikið planað og menn voru mismunandi mikið að segja frá afrekum sínum á ýmsum sviðum og jafnframt að leysa vandamál heimsins... svona eins og er gert í afmælisuppskeruárshátíðarpartýum... við gömlu vorum ekki komin heim fyrr en að verða 02:30 sem er mjög seint á okkar mælikvarða.
Ekki eins meiriháttar sunnudagsmorgun... reyndar voru sílin í pössun en einhverra hluta vegna var ég alveg stjarvvaknaður fyrir hádegi. Ég er nú þannig að ég verð aldrei þunnur - sem er gott... ég verð kannski pínu hægur, fæ kannski smá hausverk og er ekki alveg að átta mig á maganum en ALDREI þunnur. Þrátt fyrir að hafa verið svona hægur ákvað ég að skella mér í Byko, aðallega til að versla bílþvottakúst og skaft í stíl en líka til að kaupa nokkrar rafmagnsvörur. Þegar heim var komið dembdi ég mér í tiltekt í bílskúrnum... ekki veitti af... og ég er ekki frá því að hann hafi stækkað um 7 fermetra fyrir vikið.
Núna er aftur komin vinnuvika... eins og það er nú þægilegt að hafa svona vinnustaðadjamm um helgar þ.s. maður hefur daginn til að sturta sig og hafa sig til þá verð ég að segja það að maður tapar alveg helginni... það verður einhvern veginn ekki sunnudagur á svona helgum. Ég mæli þessvegna með því að gefin verða frí á mánudögum þegar svona stendur á.
Þ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-10-20
Vesen pesen og enginn tími...
Varð að fá rafvirkjann heim í dag. Langar að fara að klára húsið svo hann varð að koma til að mæla rafmagnið. Rafvirkinn minn er þannig að hann talar stanslaust... og ég meina stanslaust. Það getur reyndar verið gaman að spjalla við hann og hann er með fullt af sögum en hann er á tímakaupi. Ég er reyndar þannig líka að mér finnst gaman að spjalla við svona karla þ.a. að ég kvarta ekki enda vinnur hann alveg á meðan hann spjallar, það er ekki það... og auðvitað mætti hann næstum klukkutíma of seint...
Allaveganna, ég komst að því að ég þarf að framkvæma nokkra smáhluti sem kosta mig reyndar allaveganna eina ef ekki tvær (því maður gleymir alltaf einhverju) Byko-ferðir. En svo þarf ég að færa til tvo tengla sem er meira mál... typpikal... hélt að allt væri klárt - en nei helv***is tenglarnir fyrir þvottavél og þurrkara eru ekki á réttum stað... OOOHHH
Rafvirkinn þarf því að koma aftur áður en hægt er að taka húsið út. Þá þarf hann að mæla allt draslið... hvað ætli það taki langan tíma???
Þetta mjakast þó í rétta átt... og lítur rosalega vel út
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-10-19
Þetta er ekki eðlilegt...
Þetta er alltaf svona... það gerist allt á sama tíma ef það gerist yfir höfuð... hafið þið tekið eftir því?
Núna reyndar er ég bara bókaður bæði föstudags og laugardagskvöld en bara á einn event hvort kvöld þannig að þetta sleppur alveg.
Í gær kom nágranni minn og bankaði uppá á kvöldmatartíma!! 'Hvað þarf ég nú að fara að lána honum' huxaði ég, ekki það að ég hafi nokkurn tíma þurft að lána honum eitt eða neitt... datt þetta samt fyrst í hug. Nei, minn maður bara að bjóða til Haloween vöku á föstudagskvöld, grímubúningar og allt!!! Þvílík snilld!!! Ég mæti!!! Ekki spurning... bara spurning með grímubúninga á famelíuna... það reddast!
Svo er ég búinn að bóka okkur hjónin í hanastél og galadinner á laugardaginn á vegum vinnunnar. Ég veit að frúin verður flott, spurning hvernig ég spila sjálfan mig?? Menn eru eitthvað að pressa á mottukvöld...??? Ég veit ekki hvort ég meika það... allaveganna mun konan ekki meika það þ.a. ég yrði að taka rakvélina með á Borgina og framkvæma skúlptúrinn þar því annars kemur hún ekki með...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-10-18
Video viðgerðar snillingur...
Maður er ekki að horfa mikið á video. Samt verður maður að eiga eitt í lagi. Krakkarnir horfa svolítið á gamlar spólur sem eru til á heimilinu en langt er síðan maður tók eitthvað upp t.d. og ekki tekur maður spólu á leigu þegar maður getur fengið stafræna útgáfu myndarinnar á DVD.
Eftir að heimabíóið var sett upp hefur video-ið verið óvirkt. Allt of mikið vesen að tengja það við allt systemið svo þeim pælingum var sleppt. Strákurinn hins vegar hefur tekið ástfóstri við Bósa Ljósár og hann er bara til á videospólum á mínu heimili. Ég dröslaðist því upp á loft og sótti gamalt sjónvarp, tengdi videoið við það og setti Bósa í. Allt í sómanum ljómanum... þangað til... spólan flæktist... ég trúði þessu ekki... þetta video er búið að fara 5 sinnum í viðgerð yfir ævina og fer að verða dýrasta tækið á heimilinu. Ég tók því upp á því að skrúfa he****is tækið í sundur. Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir að geta lagað svona græjur, allt sem ég skrúfa í sundur verður yfirleitt verra eftir á... ef það fer saman aftur. Allaveganna ég var búinn að gleyma því hvað ég er lélegur að gera við græjur þegar ég tók þessa ákvörðun. Eftir miklar pælingar um það hvernig svona tæki virka þá tókst mér með lagni og pínu forsi að koma spólunni út. Svo prófaði ég þetta nokkrum sinnum og tækið virðist flækja annað slagið, ca. önnur hver spóla reyndar.
Það eru því ekki nema nokkrir kostir í stöðunni:
- horfa bara á aðra hvora spólu því hin flækist
- senda tækið í viðgerð einu sinni enn
- henda tækinu og kaupa nýtt (ath. það er ekki auðvelt að kaupa ódýrt vhs tæki því flestir hafa tekið þau úr sölu þ.s. menn kaupa bara dvd þessa dagana)
- kaupa Bósa Ljósár á DVD
Þ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-10-17
yfirgengileg þreyta af völdum svefnleysis...
Úff!! nú er okkar maður þreyttur... júneorinn svaf ekki vel í nótt sem leið. Aumingja karlinn er búinn að vera hóstandi undanfarnar vikur og það endaði með læknaheimsókn fyrir um 10 dögum og pensilín kúr síðan þá. Hann skánaði strax fyrstu dagana á kúrnum og svaf eins og engill og hóstaði ekki neitt... en viti menn... undanfarna daga (enn á kúrnum) hefur hóstinn versnað frá því sem var fyrir læknaheimsóknina... Svo vorkennir maður greyinu svo þegar hann er að vakna upp við hálssærandi hóstann með munninn fullan af hálshori... Allaveganna hann var ekki á því að sofna í nótt eftir að hafa vaknað upp. Ég tók þá á það ráð (sem ég veit að ég á ekki að gera en stundum er maður bara of vitlaus til að hlusta á sjálfan sig) og lagðist inn á gólf til hans... hann var með það sama kominn að kúra á gólfinu og ég svaf ekki eina mínútu frá u.þ.b. 03 í nótt
Þess vegna er ég þreyttur í dag
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-10-16
geisp...
Vá hvað það er langt síðan að ég svaf svona mikið... þessi langa helgi var snilld.
Þegar við höfðum komið okkur fyrir á föstudaginn, lagðist ég í sófann og fékk mér kríu... vaknaði í steikta gæs og meðððí... mmmmm
Þegar búið var að ganga frá eftir matinn og liggja á meltunni var farið snemma að sofa... og sofið fram að hádegi... drattaðist á lappir og datt í gufuna og lá í máttleysi og leti fram að kaffi...
Menningargöngutúr í Almannagjá og um velli þingsins... heim í bústað og byrjað að undirbúa hreindýrasteiknia... mmmmm - ef gæsin var góð... sh***t hvað hreindýrið var gott
Þegar búið var að ganga frá eftir matinn og liggja á meltunni var farið snemma að sofa... og sofið fram að hádegi... drattaðist á lappir og datt í begg og eikon (sem ekki er venjulega á boðstólnum hjá eggjaofnæmisfjölskyldunni) og svo í gufuna...
Hafði það á orði við konuna að ég væri úthvíldur í fyrsta skipti í háa herrans tíð... fórum að sækja sílin seinnipartinn... og urðu fagnaðarfundir...
Þarf að gera þetta fljótlega aftur...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-10-12
Sól og sumar... hvað er um að ske??
Rosalega er ég ánægður með veðrið og nóg að gera í vinnunni... Ég sá einhvers staðar um daginn að þessi tvö málefni, veður og vinna, væru tvö algengustu umræðuefni Íslendinga við hitting...
Nú fer að styttast í tekmérfríið mitt. Rosalega hlakka ég til. Ég er bara ekki vinnufær... Verð alltaf svo eirðarlaus síðasta daginn fyrir frí, þó það sé bara einn dagur. Kannast einhver við það?
Stefnan sett á Þingvelli og vonandi helst haustblíðan eitthvað fram eftir helgi, hver veit nema maður hendi sér í vatnið? Planið er að vera með villibráðaveislu bæði kvöldin, taka 2vær bækur með og loka fyrir símann.
Kem inn eftir helgi með eitthvað krassandi fyrir ykkur...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-10-11
Ef þetta var slys...
Hef haft veður af því að hugsanlega hafi verið um slys að ræða í Kópavogi í morgun. Ef svo er þá vil ég biðja hlutaðeigandi afsökunar á skrifum mínum í morgun... EN það er samt áberandi hvað menn velja vitlausa tíma til framkvæmda á götum borga og bæja.
Vonandi slasaðist enginn ef um slys var að ræða...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-10-11
Hvað er að þessu liði???
45 mín á leiðinni í vinnuna í morgun... ég veit að ég á heima lengst í 'bíp' en kommon!!!
Ástæðan fyrir því að ég var í röð frá 'handakrika' og alla leið í vinnuna var sú að þessir snillingar í vegagerðinni tóku upp á því að laga eitthvað í Kópavogi og gatan þrengd af því tilefni - frábært! Afhverju gera þeir þetta ekki á nóttunni?? Allaveganna ekki milli 7:30 og 9:30...
Stundum er árekstur og við því er ekki mikið að gera nema að hvetja fólk til að aka varlega, en oftar en ekki eru umferðartafir vegna þess að einhverjum snillingum finnst sniðugt að standa í framkvæmdum þegar allir eru á leiðinni í vinnuna eða á leið úr vinnu. Ég man ekki til þess að sjá framkvæmdir þau fáu skipti sem ég þarf að keyra um götur borgarinnar (og nágrannasveitafélaga) á næturnar og ekki tek ég mikið eftir því að verið sé að vinna yfir miðjan dag... 'Nei - við skulum vera milli 7:30 og 9:30, taka þá pásu til 15:30 og vinna til 18:30'
Það sama má segja um akstur stærri bifreiða og jafnvel grafna og veghefla... hvaða erindi eiga þeir að vera að sniglast þarna fyrir mér á háannatíma? Lenti t.d. á eftir gröfu um daginn í hverfinu mínu og enginn séns að taka fram úr - frábært! Stuttu síðar lenti ég á eftir ruslhirðubifreið á stað þ.s. ekki heldur er möguleiki á framúrakstri og ruslhirðubifreiðin þurfti að stoppa við þriðja hvert hús og bíða eftir að ruslhirðumennirnir mötuðu hann af ruslhirðutunnum... sjitt hvað það tók á nervið!!
Þ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-10-10
hmmmm enginn símtöl í dag???
Lenti í stressi í morgun. Átti að vera á fundi út í bæ kl 08:30 þ.a. hugsunin var að millilenda ekki í vinnunni (enda ekki vanur að mæta þar fyrr en að verða 09:00). Ég er nú vanur umferðarteppum á morgnana en þær virka verr þegar maður er að flýta sér og þarf að vera mættur einhvers staðar á ákveðnum tíma... Allaveganna ég mætti á fundinn aðeins of seint.
Fundurinn drógst svo um 30 mín. sem þýddi að ég var orðinn of seinn á næsta fund (fundardagur í dag) - meiriháttar!! Flýtti mér á næsta fund og náði að mæta þar á réttum tíma. Strax eftir þann fund var annar fundur með öðru fólki en sem betur fer í sama húsi. Nú var það ekki ég sem var seinn ...
Eftir allar þessar hremmingar þurfti ég að nota símann... enginn sími. Ég vissi að ég hafði verið með hann um morguninn því ég lét vita að ég yrði of seinn á fyrsta fundinn. Svo nú hófst ég handa við að snúa öllu á hvolf. Allt drasl tekið úr töskunni og skriðið í gólfinu á bílnum en ekkert fannst. Ákvað að hringja í símann og jú hann var á fyrsta fundarstaðnum. Viðkomandi var mjög almennilegur og bauð mér að koma bara og sækja símann (eðlilega). Málið er hins vegar að þetta er eitt af þeim húsum í borginni þ.s. þú kemst ekki inn nema í fylgd með starfsmönnum og engin móttaka er og enginn dyrasími. Ég spurði því viðkomandi hvernig ég kæmist inn... jú hringdu bara í símann þinn og ég skal svara og hleypa þér inn!!!! Hvað eru margir með tvo síma??? Allaveganna ekki ég...
Ég er semsagt kominn með símann aftur ef þið þurfið að ná í mig... en rosalega var þetta góður dagur... engin símtöl... (reyndar 8 missed call og 4 sms)
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)