2006-10-09
Ég elska rólegar helgar...
Róleg helgi að baki.
Aldrei þessu vant var lítil pressa á karlinum um helgina. Eina stressið var að koma stráknum í íþróttaskólann á laugardagsmorgun og sækja stelpuna í ballet klukkutíma síðar. Ekkert annað planað eins og verkefnalisti heimilisins, búðarráp og Blómaval...
Strákurinn hefur ekki lítið gaman af íþróttaskólanum. Hann er reyndar ekkert að fylgjast með því sem hann á að vera að gera og hann er ekkert að fylgjast með því sem aðrir eru að gera og hann er ekkert að gera það sem hann á að vera að gera... EN hann hefur rosalega gaman af því sem hann er að gera. Það sem hann gerir er að hlaupa um í þrautabrautinni og velja sér það sem honum finnst skemmtilegast (klifra og hoppa fram af einhverju og hlaupa inn í 'tjöld') og fer svo aftur og aftur í sömu þrautina.
Næsta helgi verður meira að segja enn rólegri... Planið er að njóta Þingvalla í bústað... krakkalaus!! Vetrarfrí hjá konunni og tekmérfrí hjá mér... Þetta verður snilld...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er af nógu að taka þegar ræða á viðburði helgarinnar... stikklum á þessu...
Party ::: fyrsta vinnustaðaparty-ið sem ég fer í á nýjum vinnustað. Það var búið að byggja upp rosa stemmara alla vikuna undir yfirskriftinni 'STEFNUMÓTUN'... en við vitum alveg hvernig það fer allt saman... þetta er ekki í höndum okkar almennra maura. Við fáum þó að halda að við séum að taka þátt og er það vel, sérstaklega ef herlegheitin enda í party-i. Puttamatur og öl á alltaf vel við mig. Þarna náði maður líka að láta ljós sitt skína en þó aðallega sjá ljós annarra skína (sem er alltaf skemmtilegra)
Útsof ::: hvað er langt síðan ég svaf út???
Bikarleikurinn ::: shi*** - fu*** - shi*** - djö*** vorum við lélegir... bara ekkert um að ské... enn einusinni þurftum við að tapa fyrir 'drulluvík' og það var meira að segja sanngjarnt... ég ætla ekki að fara nánar út í þennan pirring... #"%#$&#$%"#%%&&"
Tónleikar ::: já - karlinn var dreginn á Magna-leika. Rosalega gaman að hlusta á þetta svona læf... líka af því að maður reyndi nú að fylgjast aðeins með honum þarna úti. Ekki skemmdi fyrir að táfýluhausinn hún Dilana var að syngja með honum. Þau skemmtu sér konunglega og við skemmtum okkur konunglega.
Bíó ::: heimabíó... nú er maður óður á videóleigum bæjarins
Heilsa ::: langur göngutúr með pikknick-endi í Heiðmörk á sunnudag - snilld. Krakkarnir nutu þess í botn og við hlupum á eftir þeim sem mest við máttum... ég er að segja ykkur að drengurinn stoppar ekki... veit ekki hvaðan hann hefur þessa hreyfiþörf.
Slátur ::: nei nei nei við tókum ekki slátur en mamma gerði það... enduðum því helgina í sláturveislu og þvílík snilld.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-09-28
Gleði og sorgarfréttir...
Þar lágu Danir í því...
Eins og við áttum yndislega stund í Danmörku í sumar...
Nutum þess að vera í blíðunni í Gentofte (Garðabærinn í Köben) í þessu líka yndislega húsi hjá okkar kæru vinum...
Nú verður það sennilega ekki endurtekið...
Gleðifréttirnar eru þær að við erum að endurheimta vini okkar úr víking...
Sorgarfréttirnar eru þær að við munum sennilega ekki ná að njóta gestrisni þeirra aftur í Danmörku...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-09-26
síðustu dagar...
Jæja - ekkert blogg í marga daga...
Ég var að renna yfir síðustu færslu og verð að tilkynna að ég fór ekki í fússara í gær... ég veit, lélegt!! Engar afsakanir... EN ég var að drepast í ónýta hnénu... er nú samt á bömmer yfir þessu núna... hefði átt að pína mig... það er svo gaman eftirá.
Hitti múví star vin minn í síðustu viku í löns... ræddum heima og geyma og þá aðallega nýjustu bíómyndina hans Börn, sem ég þreytist ekki á að segja hvað er góð. Gaman að heyra sögurnar á bakvið vinnuna sem þessir krakkar lögðu í þetta verkefni. Ef þið eruð ekki búin að sjá myndina drífið ykkur þá... (varð að skrfa þetta komment því ég veit að hann ætlar að kíkja inn á síðuna).
Nýja vinnan er að kikka bigtæm inn þessa vikuna og ég geri ráð fyrir að vera drekklóded næstu vikur. Það er nú bara gaman... ég var kominn með hálfgerð fráhvarfseinkenni vegna fundaleysis um daginn en nú er þetta að breytast.
Nýjustu fréttir af græjueign heimilisins... heimabíó kerfi - hvernig gat ég verið án þess? Þvílík snilld!! það er allt annað að horfa á fréttirnar núna, svo ekki sé talað um bíómyndir. Hausinn var líka búinn að gera ráð fyrir upphengdum hátölurum í sjónvarpsrýminu í nýja húsinu - ooh hvað ég er séður, engar snúrur, allt inn í vegg...
Endilega kíkð í bíó og kaffisopa... það er gaman
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-09-20
Fússball...
Ég fór í fótbolta á mánudagskvöld. Uppáhalds fótboltaveðrið mitt, tiltölulega lygnt og úði. Ég verð að taka það fram að ég hef ekki spilað fótbolta í marga marga marga marga mánuði - en það er nú samt þannig að maður heldur alltaf að maður geti enn gert hluti sem maður sannanlega gat gert fyrir mörgum mörgum mörgum mánuðum síðan (eiginlega árum). Leiðrétting. Maður getur það ekki. Ég var rosalega góður í 5 mín. en eftir það (55 mín) þá gat ég ekkert... ég gat ekki andað, ég gat ekki hlaupið, ég gat ekki skotið á mark eða sent boltann skammlaust frá mér. Ekki það að hausinn vissi alveg nákvæmlega hvað hann vildi og ætlaði að gera, skrokkurinn fylgdi bara ekki skipunum.
Ég ætla að reyna að halda út í 15 mín næsta mánudag...
En rosalega er þetta gaman...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2006-09-17
Verð að mæla með...
Það er nú ekki oft sem við kornin gerum okkur glaðan dag, hendum sílunum í pössun og löbbum okkur inn á kvikmyndahús... en við gerðum það í gær.
Ákváðum að fara á nýju íslensku myndina, Börn, með Vesturport leikhópnum. Þekkjum líka eina stjörnuna og það er alltaf gaman að fara og horfa á einhvern sem maður þekkir framkalla list sýna.
ROSALEGA ánægður með myndina, söguna, leikinn og allt. Þetta var svona eins og góð evrópsk kvikmynd (þegar maður fer í menningarsnobbsgírinn og fer í rúllukragapeysuna og gírar sig á kvikmyndahátíð). Kominn standard í þetta hjá íslenska kvikmyndaliðinu... ánægður meðetta. Myndin er óhugguleg á köflum og töluvert af ofbeldi og mannlegum harmleik en krakkarnir gera þetta svo vel að maður getur ekki annað en haft samúð með persónunum hversu vondar og misheppnaðar þær eru. Eins getur maður vel ýmyndað sér hlutina sem gerðust í myndinni, gerast í íslensku samfélagi í dag eða á morgun (ef þeir hafa þá ekki þegar gerst).
Takk fyrir mig 'gæs' - og þið hin þið verðið að sjá Börn
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-09-10
Ljós í myrkri...
Búinn að setja útiljós. Reyndar bara 2vö af 10, en það er byrjunin. Það er nú ekki lítið búið að suða yfir þessu... En ég verð að játa mig sigraðan, hvernig gat ég verið hérna út í 'nóver' með engin útiljós... setur skemmtilegan svip á húsið og svo auðveldar þetta manni að finna skráargatið á síðkvöldum...
Þessi ljósauppsetningardagur virkaði svo vel að nú er verið að vinna í athafnalista fyrir mig. Gera á lista yfir þau verkefni sem eftir eru í húsinu... með þessu áframhaldi verður kominn viðhaldstími á húsið þegar ég verð loksins búinn með upphaflega listann. Svona er að byggja hús...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-09-08
Rosalega gaman að vinna inni...
Á svona dögum er ég rosalega ánægður með að hafa valið mér að verða skrifstofublók. Sitja inni og þurfa ekkert að asnast út nema kannski í bílinn eftir vinnu...
Konan mín aftur á móti er líffræðikennari og skipulagði daginn í dag sem verklegann tíma í Grasagarðinum í Laugardal. Ég er klár á því að hún er ekki að njóta þess núna...
Aftur að vinnunni minni. Mötuneyti. Ég var ekki vanur mötuneyti í gömlu vinnunni. Við fengum að borða og ég er ekki að kvarta yfir innkaupum skvísanna minna... en hérna í nýju vinnunni er alltaf heitur matur og nóg af honum... geri fastlega ráð fyrir að vera kominn nálægt 3ja stafa tölu fyrir jól.
Annars góður
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-09-07
0-2 í ömurlegum leik - Magni - Vax Vergin
Ég fór á leikinn í gær þ.s. gamla konungsveldið átti ekki í vandræðum með okkur Íslendinganna. Ég ætla ekki að gefa mig út fyrir að vera mikill sparkspekingur en ég hef áhuga.
Þetta ætlaði að byrja vel og fyrstu 4 mín þá var ég alveg viss um að þetta yrði svona einstefnu-eltingarleikur þ.s. við myndum ná að pirra þá með því að halda hreinu... en nei!! Þá settu þeir eitt að mínu viti kolólöglegt kvikindi með aðstoð línuvarðarins sem var nú bara í ruglinu allan leikinn. Eftir þetta var aldrei spurning hvernig þetta færi að mínu viti. Þeir voru bara með boltann, við náðum aldrei að setja pressu á þá eða valda þeim vandræðum, þeir fundu alltaf lausa menn og sérstaklega á miðjunni. Miðjan okkar var nú ekki upp á einn einasta fisk. Ég er sérstaklega ósáttur við að leikskipulaginu var ekki fylgt, þ.e. JKG var eins og þeytispjald út um allan völl, spilaði bara sjöttaflokksbolta (sem er þannig að allir elta boltann út um allan völl alveg sama hvaða stöðu þeir spila) og þegar það er gert þá opnast svæði út um allt. Ef það á að spila 4 á móti 4 á miðjunni, þá verða menn að halda stöðunum. Dómarinn var nú heldur ekki að hjálpa okkur (nema þegar hann rak ekki ESG út af). Það mátti ekki koma við og reyndar ekki koma nálægt þessum kell...
Nóg um pirringinn og að öðru skemmtilegra...
Magni. Snilld er þetta. Íslendingar eru frábærir. Við erum búin að koma drengnum í loka kvöldið. það hjálpar reyndar að það eru ekki mikið fleiri en við Íslendingar sem eru að horfa á þessa blessuðu keppni af einhverri alvöru. Mér er sama. Þetta er snilld. Fékk sendann ansi skemmtilegan link í gær sem sýnir heimaborgir keppenda og Borgarfjörð Eystra sem kom skemmtilega út. Það er líka gaman að lesa kommentin og umræðuna í kringum þessar myndir og þá sérstaklega komment frá einum pirruðum Íslending sem skrifar á Íslensku og heldur því fram (sennilega réttilega) að yfir 70% af kommentunum eru frá Íslendingum á ensku að auglýsa Ísland. Fyndið. En linkurinn er hér http://boards.live.com/Rockstarboards/thread.aspx?ThreadID=76214&BoardsParam=PostID%3D1212845
Eitt sem ég rak augun í og ég verð að vekja athygli á er auglýsing. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum, geta síendurteknar auglýsingar farið í pirrið á mér... sérstaklega síendurteknar leiðinlegar, illa gerðar, ómarkvissar auglýsingar (fyrsti stafurinn er KFC). Auglýsingin sem ég vildi vekja athygli á er hárvax-meðferðar-auglýsing (Vax Vergin - sem er snilldar hugtak). Það er gaur í auglýsingunni. Ég var alveg hissa. Ef þið munið eftir auglýsingunni þá munið þið örugglega ekki eftir gaurnum og þó að þið hafið aldrei séð auglýsinguna þá geri ég ekki ráð fyrir að þið gætuð séð fyrir ykkur gaur í svona auglýsingu - Vax Vergin
Þ.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2006-09-05
Spenningur í loftinu...
Núna eru spennandi hlutir í loftinu...
Ég var að byrja í nýju vinnunni minni hjá AppliCon síðastliðinn föstudag. Fyrsti vinnudagurinn er alltaf svolítið sérstakur. Maður mætir snemma, hittir fullt af fólki sem maður man ekki hvað heitir þegar maður er búinn að snúa sér við, fær sæti sem maður er alls ekki sáttur við, einhvers staðar inn í miðju alrýminu með bakið í alla (að manni finnst). En á hinn boginn þá veit maður að þetta mun allt saman breytast þegar maður er kominn upp á lag með að fá sínu framgengt. Svo hættir maður snemma.
Annars líst mér rosalega vel á þetta allt saman, mikið af spennandi verkefnum framundan og margt nýtt og merkilegt sem maður sér fram á að þurfa að læra - það er gaman að læra...
ÞL var að fara í fyrstu heimsókn í leikskólann í morgun og gekk svona rosalega vel. Fór strax að vinna í því að rústa stofunni, dreifa dóti og hoppa í hvíldarhorninu... hann var svo ekkert á leiðinni heim eða til dagmæðranna eftir heimsóknina, hélt að hann ætti að fara út að leika... Afhverju mega krakkar ekki byrja strax í leikskólanum ef þau eru tilbúin?
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)