Færsluflokkur: Lífstíll
2008-05-05
Svo klikkaður...
Þegar maður er rétt farinn að jafna sig á hásinasliti og er að drukkna í vinnunni þá er best að orkunni í að endurhanna lóðina. Rétt / Rangt ?
Nú er svo komið að við verðum að fá skjól á morgunsólarkaffispallinn... eða sko verðum að fá pall með skjólvegg. Ekkert mál, ég í það.
Fyrst maður er að þessu á annað borð er þá ekki best að fara í planið líka?
Svo á eftir að pússa upp gluggana og mála þá að utanverðu... svo fer maður í sprunguviðgerðir og málningarvinnu og ætli maður klikki ekki út með því að parketleggja allt draslið, flota og flísaleggja bílskúrinn?
Þar fór aðhaldið í efnahagsmálum og hvíldin fyrir löppina svo ekki sé minnst á golfið... Búinn að leggja niður sumarfrísdagana mína og einhverra hluta vegna eru allir dagarnir bókaðir í einhverjar ferðir, bústað og til útlanda... það vantar svona þrjár vikur í það að spila golf og laga húsið... veitti ekki af því.
Djö... var þetta rosalega sterkur leikur að byggja...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagurinn er búinn... hann var búinn um 09:40 í morgun...
Byrjaði í sjúkraþjálfun um 08:30 - mér líður alltaf vel eftir sjúkraþjálfun, bjúgurinn í lágmarki, liðleikinn í hámarki og ég haltra varla (með áherslu á varla).
Svo var brunað í vinnuna, enda smá álag á karlinum þessa dagana... einhverjar par gangsetningar á næstu vikum og allt á mills. Hendi mér inn... skelli tölvunni í dokkuna... on... allt svart!!!! Common ég var að vinna í henni í gærkveldi!!!! Batterí-ið rifið úr... ekkert... minnið úr... ekkert... Eina sem hægt er að gera er að henda henni í viðgerð. 5 tímum seinna hringi ég til að kanna stöðuna... móðurborðið ónýtt!!!! Sjitt!!!! Dagurinn búinn... ég að reyna að vinna á 'auka-tölvu'... vantar fullt af drasli... ég er í kastinu!!!! Kostnaðaráætlun upp á 50-70þús. Sem betur fer er það ekki mitt að ákveða hvort gera þurfi við hana eða ekki... ég reyni að vinna á aukavélinni þar til sú ákvörðun verður tekin... í millitíðinni þarf ég samt að komast á harða-diskinn minn. Það er því best að fara að pikka hana upp. Kvöldið fer þá í það að veiða af vélinni það helsta.
Þetta varð ekki til þess að létta á stressinu.
....................................................
Annars reif ég fram hjólið mitt á mánudagskveld. Hef nú ekki notað það fyrir allan peninginn síðan ég keypti það árið 2000. Fór samt einn rúnt á gipsinu um daginn. Ég byrja alltaf sjúkraþjálfunartímana á þrekhjóli í 10 mín. Fannst það skammarlegt að vera farinn að telja niður verandi alveg sprunginn eftir 2vær mín. á kyrrstæðu hjóli. Ákvað því að reyna að auka þrek mitt. Það var ekki upp á marga fiska fyrir hásinaslit, var þó aðeins búinn að taka á ræktinni dag og dag, en eftir að hafa setið á mínu feita í 8 vikur í gipsi, þá batnaði það ekki. Ég sé ekki fram á að komast í almennilega hreyfingu (brennslu) í ræktinni næstu vikurnar og 10 mín á þrekhjóli 3svar í viku er ekki líklegt til að skafa af mér... vegna þessa hef ég tekið ákvörðun um að reyna eftir fremsta megni að taka hjólatúra á kvöldin.
Hjólatúrinn tók ca 37 mín - heiman frá mér (nálægt Bláa lóninu) og upp að Hrafnistu og til baka. Það var mér til lífs að það var ekki rok þetta kvöld... ég þurfti heldur ekki að stíga niður og nei ég datt ekki á löppina. Ég kom því heill útúr þessu og ég er ekki frá því að hafa misst eitt kíló... þá eru bara 12-15 kvöld eftir... ræt!!!!
.................................................
Meiriháttar starfsmannaferð síðastliðinn föstudag.
Sjókajak er málið. Fórum úr vinnunni um 15:00 og skelltum okkur á sjókajak á Stokkseyri. Það var meiriháttar. Fengum náttúrulega frábært veður og 0 vind (sem sennilega spilar mikla rullu í þessu sporti). Það var gaman að glíma við öldurnar og verulega róandi að sigla inn að fjörunni þ.s. engin alda er. Ég hefði getað sofnað... ef ég hefði ekki verið svona blautur...
Eftir siglinguna hentum við okkur í sund og sjænuðum okkur fyrir humarveislu á Fjöruborðinu. Ég hef nokkrum sinnum farið þangað og ég man ekki eftir að hafa fengið vondan hala. Þvílík snilld.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2008-04-15
Afmælisveilsuhryna eitt á árinu liðin...
Þá er Spiderman orðinn 4ra ára og búið að halda upp á það í 3já daga. Hann var samt alveg til í það að sleppa 4ra ára og skoppa beint í 5 en eftir fortölur og útskýringar þá sættist hann á 4ra. Þeim liggur á að eldast grísunum... Spiderman er farinn að telja niður í næsta afmæli því þá verður hann 5.
Laugardagurinn var undirlagður af gaurum í götunni. Ákveðið var að blása til búningaveislu þ.a. allir áttu að mæta í búning. Spiderman var að sjálfsögðu Spiderman enda fékk hann forláta vöðvatrölls-spiderman búning í afmælisgjöf frá systur sinni.
Guttarnir röðuðu sér svo inn hver af öðrum. Þeir eyddu reyndar deginum í að leika sér saman, bæði fyrir og eftir afmæli, en sumir voru svo spenntir að þeir bönkuðu uppá á 10 mín. fresti frá 10:30 til 13:00 til að tékka hvort þetta færi nú ekki að byrja eða kanna hvort undirbúningurinn væri nú ekki örugglega í standi hjá settinu...
Í veislunni voru semsagt 4 Spiderman (3 rauðir og 1 svartur), 1 ninja og ein græn beinagrind. Frekar flottir allir saman.
Pulsur á grillinu eru alltaf í afmælum á þessu heimili og það var ekki gerð undantekning. Spiderman kakan sem mamma Spidermans bakaði og pabbi Spidermans skreytti sló í gegn (þetta varð að koma). Eftir átið héldu gaurarnir áfram að leika sér eins og þeir gera á hverjum degi...
Sunnudagurinn fór meira í það að jafna sig á afmælinu og undirbúa afmælisveisluna sem haldin var fyrir fjölskylduna á afmælisdaginn. Ömmur og afar, frændur og frænkur og aðrir velunnarar komu svo á mánudaginn eftir vinnu í frábæra fiskisúpu og kökur. Auðvitað var afgangskremið af Spiderman kökunni nýtt til að búa til Batman köku (já ég er snillingur í þessu).
Það var þreyttur 4ra ára gutti sem sofnaði seint, sæll og glaður með afmælin sín.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spiderman er nú alltaf á þönum út um allt en það var nú samt ég sem sleit hásinina um daginn. Drengurinn hefur hins vegar verið með eindæmum lánsamur að vera ekki löngu búinn að slasa sig á príli og hoppum. Hann segir alltaf: 'Ég get ekki dottið' eða 'Ég get ekki meitt mig' og viti menn, það hefur staðist.
Í gær losnaði ég svo við gipsið, eftir rúmar 8 vikur. Það létti heldur betur yfir mér. Ég er ekki frá því að þunglyndið hafi horfið eins og kálfavöðvinn. Ég vissi að vöðvinn myndi rýrna en ekki svona mikið. Skv. óformlegri mælingu fóru rúmir 2cm af ummáli hægri kálfans. Nú tekur við stíf þjálfun til að koma karlinum í form fyrir golfsísonið... þori ekki enn að spyrja sjúkraþjálfarann hvort ég nái ekki örugglega að byrja í maí...
Í gær áttum við svo von á tveim trukkum í mat. Um það leiti sem gestirnir birtust og matseldin var að fara á fullt svíng... heyrðist Spiderman-grátur úr hrauninu. Spiderman á ekkert að vera í hrauninu og alls ekki að hoppa yfir gjótur. Gaurinn hafði endastungist ofan í eina og kom alblóðugur heim. Það kom að því að Spiderman meiddi sig og það kom að því að hann fengi gat á hausinn. Mamma Spidermans brunaði með hann til læknis sem saumaði heilt spor í ennið. Drengurinn kveinkaði sér ekki við aðgerðina en er vel krambúleraður í framan... tímasetningin frábær... fimm dagar í 4ra ára afmælið þann 14. apríl.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bora í nefið. Hver hefur ekki borað í nefið? Ég er alveg á því að það er nauðsynlegt að bora í nefið. Stundum er það ekki viðeigandi, ég veit það, en stundum er ekkert annað í stöðunni. Sérstaklega er það nauðsynlegt þegar hart hor hefur safnast fyrir og gildir þá einu hvort það er aftast í nefgöngunum eða fremst í vængjunum. Ég bora oft í nefið. Ég reyni samt að halda aftur af mér á almannafæri og sleppi mér þá í mestalagi í vængina. Krökkum er slétt sama, þeir bora bara og bora og borða yfirleitt afrakstur námugröftsins. Krakkarnir mínir eru ekki undantekning. Það er alveg sama hvað maður reynir að halda aftur af þeim með þetta þau gleyma því jafnóðum. Það sem er verra er þegar maður sér fullorðið fólk bora í nefið og borða úr því. Ég minnist þess fyrir nokkrum árum að hafa setið á rauðu ljósi og séð (stór-)fjölskylduvin í næsta bíl. Af minni alkunnu kurteisi reyndi ég að ná sambandi við manninn og vinka... en sökk fljótlega í sætið þegar ég sá vísifingur uppí heila. Ég gat samt ekki alveg slitið mig frá þessu og sá því það sem á eftir kom... puttinn læddist uppí munn... eins og börnin mín gera hvar og hvenær sem er. Ég hef aldrei þorað að segja nokkrum manni frá þessu og hvað þá þeim í fjölskyldunni sem hvað best þekkja viðkomandi. En hvað á að gera við slummuna sem augljóslega kemur með fingrinum þegar dregið er í land? Vinsælast er og það sem ég geri oftast er að búa til litla harða kúlu og skjóta henni út í loftið. það getur líka verið varasamt. Þú vilt ekki að menn og þá sérstaklega konur taki mikið eftir þessu þ.a. best er að reyna að gera þetta með leynd. Þá kemur upp í hugann önnur saga þar sem ég sat í farþegasæti frammí með enn nánari manneskju (og sú manneskja les stundum þetta blogg HAHAHA) á ferðalagi norður í land. Nei þetta var ekki frúin. En alla leiðina boraði viðkomandi í nefið (stílfært) og bjó til litlar kúlur eins og vera ber... nema hvað... kúlurnar flugu alltaf á gólfið mín megin. Af einhverjum vana fóru kúlurnar alltaf á gólfið farþega megin og þessi ferð var ekki undantekning.
Mér er því algerlega sama hvort fólk bori í nefið eða ekki - held reyndar að það sé nauðsynlegt - vil bara að fólk huxi aðeins hvað það gerir við afraksturinn og ef þú ert kominn á efri ár þá þarf ekki að borða það... þú gerir bara kúlu og sendir hana á gólfið farþegamegin.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2008-03-31
Nýja grillið komið í gang...
Loksins loksins... nýja grillið komið í gagnið. Ég endaði á að kaupa forláta Outback Hunter Ex grill hjá N1 á fimmtudaginn. Eftir að hafa skoðað þetta í þaula þá er ég klárlega að fá mest fyrir peninginn í þessu. Ég er svolítið þannig, reyna að fá mest fyrir peninginn. Grillið er mátulega stórt, ekki lítið og ekki 'hjúds' og svo langaði mig alltaf að hafa hluta af grill fletinum í heilu lagi, þ.e. ekki grind heldur panna.
Grillið var greitt að fullu á fimmtudaginn og innifalið í verðinu er samsetning og heimsending... sem er gott. Auðvitað fengi ég þá ekki grillið fyrr en á föstudeginum en það var í lagi. Föstudagsmorgun var svo hringt í mig um 0930 og spurt hvort einhver væri ekki heima - 'uhh nei, en það verður pottþétt einhver heima kl 1630' - 'ok, kem þá'. um 1730 var grillið ekki komið svo ég hringdi til að reka á eftir því og jú grillið var á leiðinni og kemur fyrir 1900. Það var bara hið besta mál því við vorum að fá gesti í grill og það tekur nú varla meira en 30 mín að grilla á nýju grilli... um 1920 hringdi ég svo aftur til að tékka á stöðunni, sagðist vera með gesti og beðið væri eftir grillinu. Þá hló gaurinn bara að mér og sagði að þetta væri nú gamla sagan, allir sem bíða eftir grilli frá þeim væri alltaf með fólk í mat. Hann var semsagt bara með skæting og ekki í fyrsta sinn sem óþreyjufullur grilleigandi var að bíða eftir græjunni sinni...
Maturinn heppnaðist fullkomlega og grillið er frábært... þó það hafi ekki komið fyrr en kl var að verða 2000.
Ekki var grillað á laugardaginn því krakkarnir fóru í pössun og hittingur var í vinkvennahóp konunnar með mökum. Ansi skemmtilegur hópur og yfirleitt mikið stuð þegar hittingur er annarsvegar. Búið var að skipuleggja heljarinnar matarboð en á síðustu stundu og vegna óviðráðanlegra orsaka varð að flytja boðið frá upprunalegum stað og var endað heima hjá okkur. Vinafólkið sem ætlaði að halda partýið komst því miður ekki og var þeirra sárt saknað... sem og þeirra sem erlendis voru. Partýið var samt haldið og stóð fram til að verða 0330... sem verður að teljast met hjá okkur gömlu hjónunum.
Á sunnudaginn var hins vegar grillað... vorið er að koma, ekki spurning. Á sunnudaginn vann Chelsea líka 'öruggan' sigur í ensku úrvalsdeildinni. Ég náði að horfa á leikinn með öðru auganu meðfram því sem ég reyndi að vinna aðeins. Þetta var reyndar óþarflega spennandi.
Nú er ég alveg í keng með framhaldsnámspælingarnar. Ég lendi reyndar alltaf í þessu á hverju ári þ.a. það er kannski ekki mikið að marka. Enda gerist aldrei neitt og ég veit eiginlega ekki afhverju ég er að eyða tíma í þetta rugl. Executive námið sem hljómar mest spennandi myndi kosta mig rúmlega 4 mills yfir 14 mánaða tímabil... skólagjöld, ferðalög og hótel. Hinn kosturinn er að flytja út í 1-2 ár. Veit nú ekki hvernig tekið væri í það á heimilinu???
Annars er það fyndið eða sorglegt að ekki virðist vera hægt að fá tilboð frá eina flugfélagi landsins (skv. því sem flugmaðurinn í hópnum staðhæfir) á 14 ferðir 14 mánuði fram í tímann frá og með ákveðinni dagsetningu til og með ákveðinnar dagsetningar. Samt er hægt að dagsetja allar ferðir fram og til baka. Svarið sem ég fékk hljómaði þannig að ódýrast væri alltaf að bóka sig á netinu, en þar er bara hægt að bóka 12 mánuði fram í tímann og ef fyrsta ferð er í okt 2008 og sú síðasta í des 2009 þá gæti ég bara bókað 6 ferðir af 14 núna til að tryggja mér lægsta verð. Afhverju er hægt að fá tilboð fyrir hópa en ekki einstakling sem ætlar að ferðast 14 sinnum??
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er farið að birta svo skemmtilega. Græn strá sjást á stangli gægjast undan snjóbreiðunni. Krakkar úti að leika á peysunni einni saman. Spiderman vill fara út á stuttbuxunum og konan farin að huga að framkvæmdum utandyra. Ég er meira að huxa um sjálfan mig. Graslykt espar tvennt, annars vegar golfáhugann og hins vegar langar mig alltaf í fótbolta í takkaskóm á grasi þegar fer að vora. Fótboltinn er sennilega úr myndinni í sumar því ég geri ráð fyrir að hlífa sininni en ég geri ráð fyrir og vona innilega að golfið verði nauðsinlegur hluti endurhæfingarinnar.
Eitt sem hefur loðað við mig á vorin er þrá mín að fara að læra eitthvað meira. Mig langar alltaf óstjórnlega að skrá mig í meistaranám einhvers staðar í útlöndum. Fyrir utan að vera alltaf of seinn til að skrá mig í eitthvað, þá finnst mér innst inni ég vera svo bundinn. Ég er bundinn í vinnunni, bundinn steypuhlunknum sem ég ákvað að fjárfesta í, bundinn konunni og vinnunni hennar... ég er samt viss um að krakkarnir myndu spjara sig hvar sem er... Þetta stöðvar mig samt ekki í því að láta mig dreyma og leita að hentugu námi. Hef verið að skoða meistaranám í Logistics - eitthvað sem ég hef áhuga á og kemur mér við vegna vinnunnar - hér og þar... aðallega þá í DK, SWE og GER. Í ár fór ég að fjölga mögulegum námsleiðum og fór að kíkja á MIM (Master in Information Management) eða MIMS (Master in Information Management and Systems). Eftir að hafa lesið mig meira til um það þá á það sennilega betur við það sem ég vinn við en Logistics námsleiðirnar sem í boði eru. Logistics nám í útlöndum (af því að það er ekki til hérna heima) leggur óþarflega mikla áherslu á alþjóðlega 'shipping' logistic og hluti sem koma mér kannski ekki að gagni í mínum þrönga heimi vöruhúsa og innanbæjardreifingar. MIMS námið er hins vegar sniðið að hinum hlutanum af vinnunni, því ef hluti vinnunnar snýst um logistic þá snýst restin um upplýsingar og upplýsingakerfi, gagnagrunna og samþættingu kerfa, þarfagreiningar, ferlahönnun og hönnunarlýsingar á mannamáli og nú upp á síðkastið hef ég verið að færa mig uppá skaftið hvað tæknilegri lýsingar varðar.
MIM eða MIMS er því málið þetta vorið. Spennandi nám í SWE, DK og NL. Upp kom annað vandamál. Af því að ég tel mig vera svo bundinn þá hef ég verið að gæla við það sem kallað er Executive nám eða nám með vinnu fyrir lengra komna. Executive nám í Logistics er í boði (m.a. í CBS) en ég hef enn ekki fundið Executive nám í MIMS. Ef þið sem eruð með ítök í erlendum háskólum eða þekkið eitthvað til, vitið um slíka námsbraut í viðurkenndum háskóla eða rekist á þetta fyrir tilviljun, þá megið þið endilega láta mig vita. Ekki það að ég sé að fara að demba mér í nám, því eins og áður er talið þá er ég svo bundinn og alltaf svo seinn að þessu... gæti verið innlegg fyrir næsta ár... aldrei að vita og aldrei of seint.
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2008-03-25
Páskafrísfærsla
Páskafrí er meiriháttar... mismunandi meiriháttar fyrir mismunandi fólk en ég er kátur með mitt.
Fríið byrjaði á 'útaðborðameðvinum' sem er alltaf gaman. Þetta var reyndar einstaklega gaman og maður huxar með sér afhverju fer maður ekki útaðborðameðvinum 2svar í viku??
Svo var sofið og pakkað fyrir ferðalagið - bústaðarfrí. Á föstudag brunuðum við í bústað með mágkonu og verðandi svila. Ótrúlega mikil letihelgi og mikið borðað af góðum mat... tvennt af því sem ég er bestur í. Tvær græjur sem mig langar rosalega í eftir þessa helgi, almennileg safapressa (get ekki talið kokteilana sem runnu niður þessa helgina) og fjarstýrður bensínbíll (sem ég held að ætti að vera skildueign á hverju heimili).
Það var erfitt að vakna í morgun en það hafðist og við feðgar fórum út úr húsi um 0900... aðeins of seint en hvað á maður að gera? Drengurinn rétt að verða 4gra suðar um það að vera heima, lasinn... þetta byrjar snemma. Hann reyndi að sannfæra okkur um að hann væri með hita, illt í maganum, hósta og sýndi fádæma leiktilburði í að gera sér upp veikindi til að lengja fríið sitt. Rosalega skil ég hann vel... En harkan í foreldrunum skiluðu honum á leikskólann og hann var mjög kátur þegar hann skoppaði inn á deildina sína og hitti alla krakkana.
Grillið dó um daginn. Þarf að fá mér nýtt. Einhverjar hugmyndir?
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2008-03-18
Tónlistarverðlaunin í kvöld...
Var að horfa á afhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld. Margt merkilegt og margir merkilegir með sig og bara merkilegir. Merkilegast og eftirtektarverðast þóttu mér verðlaunin sem Björgólfur Guðmundsson fékk frá einhvers konar landsamtökum allra sem eitthvað koma að tónlist. Hann á að sjálfsögðu heiður skilinn fyrir þá alúð sem hann hefur sýnt íslensku menningarlífi og þar hefur tónlistin sjálfsagt skipað hvað stærstan sess (án þess að ég hafi tölur úr bókahaldi fyrirtækja hans eða sjóða á hans vegum). Það sem var merkilegt við þetta var lofræðan sem Jakob Frímann hélt um manninn. Ég gapti af undrun... og ég held að fleiri hafi gert það... ójú... karlinn gerði það líka... nefnilega það allra merkilegasta voru tilsvör Björgólfs eftir ræðu Jakobs. Í fyrstalagi sagðist hann nú ekkert vera viss um um hvern Jakob var að tala í lofræðunni og þegar hann loksins fattaði að hann var að tala um sig þá skildi hann ekki helminginn. Þetta sagði karlinn í púltinu, fyrir framan alla og með Jakob við hliðina á sér... ég datt á skeljarnar... og svipurinn á Jakobi karlinum var óborganlegur. Svo klikkaði karlinn út á því að halda því fram að Jakob væri sennilega bestur í heimi í því að gera mikið úr engu. Snillingur. Vona að þetta komist á 'jútúb' eða sé allaveganna aðgengilegt á ruv.is
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2008-03-17
Snilldarræma...
Ég fer nú ekki oft í kvikmyndahús og þegar ég fer eru myndirnar nú yfirleitt komnar í minni sali. Minni salir kvikmyndahúsanna eru svipaðir og verulega stór og góð heimabíó sumra heimila. Kvikimynd vikunnar er 'Brúðguminn' og eins og flestum er kunnugt er hún sýnd í 'heimabíósölum' kvikmyndahúsanna um þessar mundir (og ég var í bíó í gær). Ég er væntanleg ekki að segja neinar fréttir en þessi mynd er alger snilld. Nú langar mig að sjá leikritið sem myndin er byggð á...
Annars var ég næstum farinn tvisvar í bíó því við fórum kl 1800, svo út að borða og þá var kl bara 2130. Sé svolítið eftir því að hafa ekki bara slegið til enda ekki á hverjum sunnudegi sem sílin eru í pössun og ekkert sérstakt í aðsigi... en það var svosem ágætt að ná fullum 7tíma svefni.
Í gær keyrði ég svo bílinn minn í fyrsta skipti í nærri því 5 vikur. Mér sýnist ég vera bara betri með slysó-fætinum en að reyna að keyra með vinstri. Prufuaksturinn fór fram í götunni og svipurinn á frúnni var blendinn þegar ég renndi í hlað... stelpan hafði komið hlaupandi heim eftir að hafa fylgst grannt með föður sínum og kallað: 'Mamma, mamma... pabbi keyrði næstum á barn!!'
Ég verð að taka það fram að í fyrsta lagi þá var þetta unglingur og ekki barn og í öðrulagi þá var viðkomandi allaveganna tveim föðmum frá bílnum þegar næst var. Stúlkan var því ekki alveg að treysta gamla manninum...
Þ.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)